Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 49
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Þær Hrafnhildur Schram og
Helga Hjörvar ræða á morg-
un, sunnudag, kl. 15 við gesti
um hina forvitnilegu sýningu
Júlíana Sveinsdóttir og Ruth
Smith: Tvær sterkar sem nú
stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
2
Kór frá Cambridge-háskóla
á Englandi, Peterhouse
Chapel Choir, syngur í
Hallgrímskirkju um helgina.
Á laugardag kl. 17 flytur kórinn
„Evensong“, sem er hluti af tíðagerð
anglikönsku kirkjunnar, og á sunnu-
dag við messu kl. 11 og á stuttum
tónleikum að messu lokinni.
4
Hinn skemmtilegi Sirkus Ís-
lands hefur nú tjaldað á
Klambratúni í Reykjavík og
verður með þrjár sýningar
um helgina; kl. 12 á laugardag og kl.
11 á sunnudag fyrir alla fjölskylduna,
og klukkan 20 á laugardagskvöld fyrir
fullorðna.
5
Hljómsveitin Hrafnagaldur
kemur fram á Lista-
mannadegi Álfagarðsins í
Hellisgerði í Hafnarfirði í
dag, laugardag, klukkan 14. Hljóm-
sveitin sérhæfir sig í tónlist með ræt-
ur í menningu norrænna manna og
þjóða við Norður-Atlantshaf og hef-
ur til að mynda spilað á víkingahátíð-
um og samkomum ásatrúarmanna.
3
Söngkonan Margrét Eir
kemur fram á hinni sívinsælu
sumardjasstónleikaröð veit-
ingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjargötu, í dag, laugardaginn,
klukkan 15. Með henni leika Andrés
Þór Gunnlaugsson, Valdimar Olgeirs-
son og Jóhann Hjörleifsson.
MÆLT MEÐ
1
Xuan.
Alfa segir að heimamönnum hafi fyrst í
stað þótt það nokkuð villt hugmynd hjá Sig-
urði að setja upp alþjóðlega myndlistar-
sýningu á Djúpavogi en hann sé svo sann-
færandi að slegið hafi verið til.
„Það voru ótrúlega fínir listamenn sem
sýndu hér í fyrra og aftur nú í ár,“ segir
hún. „Þá er gaman hve margir listamann-
anna eru viðstaddir. Þeim erlendu finnst það
líklega ævintýri að heimsækja þennan
smábæ hér lengst úti á eyjunni.
Sýningin var rosalega flott í ár en í ár er
hún ennþá betri! Þetta er mikið ævintýri.“
Alfa segir að í fyrra hafi framkvæmdin
fengið einn styrk og í raun hafi tekist að
setja sýninguna afar vel upp fyrir lítinn pen-
ing, í samstarfi CEAC og Djúpavogshreppps
sem leggur meðal annars fram húsnæðið.
„Allir lögðu hönd á plóginn. Og nú fengum
við sem betur fer fleiri styrki,“ segir hún.
Þekkjum allt þetta ágæta fólk
„Þegar Kínversk-evrópska menningarsetrið,
CEAC, var að undirbúa þetta í hittifyrra og
ræða verkefnið við sveitastjórn Djúpavogs-
hrepps var lagt upp með að þetta væri lang-
tímaverkefni. Komið til að vera,“ segir Sig-
urður Guðmundsson um sýningarverkefnið
Rúllandi snjóbolta á Djúpavogi. Hann bætir
við að til að þetta gangi upp sé treyst á fórn-
fýsi margra og velvilja listamannanna. „Sýn-
ingin er ákveðin hugsjón en listamenn eru
vanir slíku. Það liggur í eðli okkar. Og það
stefnir vissulega í þriðju sýninguna að ári…
En nú er öll einbeitingin á þessa sýningu.
Listamennirnir eru 26, frá mörgum löndum,
og gæðin eru mikil og fagmennskan að sama
skapi.“ Sem dæmi um styrk sýningarinnar
bendir Sigurðar á að í hópi listamanna sé
einn hinn virtasti í hópi kínverskra lista-
manna í dag, Kan Xuan. Margir listamann-
anna hafa áður starfað með CEAC.
„Við Ineke þekkjum allt þetta ágæta fólk.
Og ég er sannfærður um að það er alveg
eins hægt að setja upp gæðasýningu sem
þessa hér á Djúpavogi og á Manhattan. Á
því er enginn munur,“ segir hann. „Listaverk
tala við þann tíma sem maður hrærist í, ekki
við steypuna sem er umhverfis þau eða við
ríkjandi skoðanir fólks. Það er mitt viðhorf.“
Sigurður segir að margir listamannanna
verði viðstaddir opnunina og það sé ánægju-
legt; fólk sem sé svo upptekið í stórborgum
að það hafi varla tíma til að fá sér kaffi segi
já og mæti, „á þennan fallega stað með 250
íbúa. Hér er líka alveg einstakt samfélag og
þátttaka fólksins hér er einstök. Á Djúpavogi
er eins konar heimur í hnotskurn. Og þetta
virðist vera listvænt fólk.“
Hann bætir við að þau búist við fjölda
gesta víða að í sumar og í þeim hópi séu
skríbentar og spekingar, safnarar og sýn-
ingastjórar.
„Á sýningunni eru ólík verk, það er ekkert
þema, þetta er eins og bótanískur garður
með mjög fínum og ólíkum blómum í. Þetta
ætti að geta verið gleðigjafi fyrir gesti,“ seg-
ir hann.
Þegar spurt er um framlag Sigurðar sjálfs
á Rúllandi snjóbolta/6 segist hann sýna tvær
litlar teikningar að þessu sinni, auk þess sem
útilistaverkið hans, Eggin, sé áberandi við
höfnina. „Í fyrra var ég svo áberandi, var
með langflest verkin, og það hefði mátt kæra
mig fyrir innherjasvik því það er konan mín
sem er foringinn. Nú læt ég því lítið fara
fyrir mér,“ segir hann og hlær.
Enn betri og öflugri
Þór Vigfússon myndlistarmaður er nú bú-
settur á Djúpavogi og tók þátt í sýningunni í
fyrra og aftur nú, „með gamalt plexiglerverk
sem ég átti á vinnustofunni,“ segir hann hóg-
vær þegar spurt er um framlagið. Hann var
önnum kafinn við uppsetningu verka lista-
mannanna í vikunni og segir greinilegt að þó
að sýningin hafi verið fín í fyrra sé þessi
talsvert öðruvísi og enn betri.
„Það eru enn fleiri listamenn, og jafnvel
betri og öflugri,“ segir hann. „Þá er hún
stærri, við erum að teygja okkur víðar um
rýmið. Það er margt að sjá, þetta er góð
blanda af áhugaverðri list.“
Þór segir þetta umfangsmikla framlag
mikilvægt fyrir menningarlífið á Djúpavogi.
„Og fyrir mig er þetta mjög mikilvægt. Dags
daglega er talað hér tungumál sem ég skil
ekki vel, til dæmis um íþróttir og sjó-
mennsku, en þetta mál listarinnar skil ég,“
segir hann. „Þessi sýning er ekki lík neinu.
Hér eru settar up listsýningar, sem er gott,
og talsvert um að vera á þessu sviði á
Seyðisfirði, en fyrir mér er framtak sem
þetta, Rúllandi snjóbolti hér á Djúpavogi,
gríðarlega jákvætt. Fyrir mannlífið hér, sem
verður sífellt fjölbreytilegra, er þetta alger-
lega nauðsynlegt,“ segir hann.
Hekla Dögg Jónsdóttir er einn íslensku listamannanna á sýningunni í ár. Hún vinnur hér að uppsetningu skúlptúrs sem hún sýnir.
Ljósmynd/Alfa Freysdóttir