Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Hver sem leggur leið sína til Tyrklandsgetur látið sig hlakka til að bragða á þar-lendu sælgæti. „Turkish delight“ molarnir,sem eru dísætir, flórsykraðir hlaupmolarog finnast í ýmsum bragðtegundum, eruómissandi hluti af ferðalagi til landsins.Molarnir heita rahat lokum á tyrknesku, en orðið er komið úr arabísku og þýðir eitthvað í líkingu við hálstöflur. Tyrknesku hlaupmolarnir ómissandi L eigubílstjórinn var ekki lengi að giska á hvert okkur langaði, en miðborgin við torg bláu moskunnar er staðurinn sem flestallir ferðalangar kjósa fyrst. Við gripum til þess ráðs að meðtaka dýrðina úr fjarlægð fyrsta daginn, og örkuðum úr gamla bænum á kaffihús í nýju borginni, Konak Café á Taksim hæð, þar sem okkur hafði verið bent á að útsýnið væri gott. Það var vægast sagt rétt, en öll gamla borgin með alla sína turnafjöld, fljótið sem skil- ur að bæjarhlutana og mörg helstu kennileiti Istanbúl blöstu við okkur þar sem við sátum og sötruðum tyrkneskt kaffi. Kannski ber að nefna að maturinn var ekki sá besti sem borgin hefur uppá að bjóða, því matarmenninguna skortir ekki í Tyrklandi, en útsýnið bætti það upp og meira til. Tyrkneska kaffið fór líka misvel í mannskapinn, þótt und- irritaður hafi verið hrifinn, en Istanbúl er heimsborg og þar má finna flestalla kaffidrykki, svo lesendur þurfa engu að kvíða. Byggingarfræðileg minnimáttarkennd Næstu daga færðum við okkur nær herlegheitunum og hvorki minnkaði ánægjan né undrunin. Bláa moskan fræga, eða Moska soldánsins Ahmed, var það fyrsta sem við skoð- uðum. Ég fann oft til byggingafræðilegrar minnimátta- kenndar meðan á þessari heimsókn stóð, sem átti ekki síst við um bláu moskuna. Kennd þessi er hvað sterkust þegar maður hugsar til þess að Íslendingar bjuggu flestir í torfkof- um á sautjándu öld, þegar Tyrkir voru önnum kafnir við að reisa mannvirki eins og þessi, sem eru glæsileikinn uppmál- aður. Það kom líka skemmtilega á óvart að moskan er enn í dag „lifandi“ tilbeiðslustaður en um nónbil var okkur gert ljóst að ferðamenn þyrftu að víkja til að rýma fyrir helgihald. Ekki bara fyrir sagnfræðinörda Ekki versnaði það þegar við gengum í Hagía Sófía, heldur þvert á móti stigmagnaðist glæsileikinn og sögufrægðin. Hægt væri að telja upp fleiri byggingar sem sögunördar kannast við en nefna ber að maður þarf ekki að vera haldinn sagnfræðiblæti til að njóta heimsóknar til Istanbúl. Eyðslu- klær og flóamarkaðsbraskarar geta fundið sína Mekku á bas- arnum fræga eða kryddmarkaðnum, sem geta hvor um sig verið skemmtun fyrir heilan dag og meira til. Þegar kominn er matmálstími eru mörk Asíu og Evrópu heldur ekkert slor, eins og áður sagði, og heimsókn í tyrknesku böðin er upp- lifun sem fáir ættu að láta framhjá sér fara. Fyrir mitt leyti sé ég eftir að hafa ekki staldrað við lengur og hlakka ólmur til næstu heimsóknar til einnar vinsælustu borgar Evrópu. Ljósmynd/Pixabay Markaðirnir í Istanbúl eru mikið gósen- land fyrir þá sem kunna gott að meta. FORNFRÆG MENNING OG TYRKNESKT KAFFI Istanbúl bíður Á MÖRKUM EVRÓPU OG ASÍU ER SAGAN EINS LIFANDI OG HÚN ER SPENNANDI. FORNFRÆG MENNING LOÐIR VIÐ BORGINA SEM ÞÓ ER Á HARÐASPRETTI Í ÁTT TIL FRAMTÍÐAR. GESTIR MUNU SJÁ EFTIR AÐ STALDRA EKKI VIÐ LENGUR Í EINNI VINSÆLUSTU BORG EVRÓPU. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Istanbúl er ekki ein vinsælasta borg Evrópu að ástæðulausu. Bláa moskan svonefnda er augnayndi að innan sem utan. Gestir í Hagía Sófía gætu rekið augun í leifar af fornum tengslum Norðurlandanna og Istanbúl, ef þeir hafa augun op- in, en hið svokallaða „víkingagraffití“ þykir merkilegur vitn- isburður um þau. Svo virðist sem maður að nafni Hálfdán hafi gengið í sveit væringja á sínum tíma, einskonar varðsveit keis- arans, og fundið sig knúinn til að krota nafn sitt með rúnum á veggi hinnar glæstu kirkju, sem reyndar er safn í dag. Í Íslend- ingasögunum má finna nokkur dæmi um menn sem fóru til Miklagarðs, eins og Istanbúl var þá kölluð, og gerðust málalið- ar eins og rúnakrotarinn Hálfdán. Þar má nefna Kolskegg, bróður Gunnars á Hlíðarenda, og Bolla Bollason sem getið er í Laxdælu. RÚNIR MINNA Á FORN TENGSL Krotarinn Hálfdán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.