Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 21
var niður í dalinn og á fjallstindana í kring: tignarlegt útsýni. Gistiheimili í fjöllunum Eftir þetta má segja að gangan hafi verið leikur einn. Við tók um tveggja tíma ganga eftir stígum í fjallshlíðum, áleiðis niður að þorpum og fátæklegum bændabýlum, hjá gönguhópum sem voru að borða og bændum sem héldu litlum fjár- hópum til beitar. Síðdegis vorum við komin á gististað, að einföldu gist- heimili sem stóð hátt yfir dal sem fjörleg á skoppaði niður. Bóndinn sem á húsið tók brosandi á móti okkur, kom fjórum einföldum rúm- dýnum fyrir í hornherbergi með rússneskri ljósakrónu og mý- flugnaneti í gluggum og svo rölti hann upp á flatt þakið, settist niður, reykti og naut útsýnisins yfir kon- ungsríki sitt milli snævi typptra fjallanna. Mohamadar tveir sprettu hins vegar af múlasnanum og gengu inn í eldhús að hita te, saxa og elda og innan skamms barst matarilm- urinn um húsið og út á hlað þar sem blómstrandi eplatrén stóðu í röðum. Þegar húmaði bárust bæna- köllin frá moskunni í þorpinu yfir þröngan dalinn; heillandi ómur af hefðum í þessum fátæklega en gest- risna heimi. Úr þoku í blómgaðar brekkur Við vöknuðum í þoku. Skýin höfðu sigið niður fjöllin og sest á gisti- heimilið, þar sem Mohamed mat- sveinn hellti upp á te og fann til brauð og sultur í morgunverð. Þröngir bílvegir liggja milli þorp- anna og í leysingum undanfarið hafði grjót hrunið á marga þeirra og um morguninn fór vörubíll milli húsa og ungir menn hlupu upp á pallinn með skóflur, allir áttu að hjálpast að við að ryðja vegina. Eftir að klyfjar voru komnar á múlasnann og fjölskyldan í úlpur í hrollkaldri morgunþokunni, var gengið af stað. Fyrst eftir veginum niður í næsta þorp en svo var tekið til við að rölta upp háan klappaás, þar sem hlaðin hús, einiberjatré og stöku bændur birtust í þokunni eins og tröll eða aðrar vættir, og þá tók moldugur stígur við og við héldum sífellt hærra þar til skyndilega létti til og við vorum komin upp í hæsta skarð dagsins, 2.200 metra hátt. Þá var óhætt að fækka fötum enda hit- inn um tuttugu gráður og þannig hélst það næstu tímana, þegar við fetuðum okkur í frjórri samræðu við Mohamed niður í byggð að nýju; fram hjá fólki að reisa hús ofarlega í dalnum, í gullfallega gróðurlundi, niður með kátum lækjum og blómg- uðum brekkum, ætíð með til- komumikla snævi þakta tinda yfir okkur. Á hlöðnum stalli yfir tærri á hafði Mohamed matsveinn breitt úr tepp- unum í skugga af limmiklu tré, og var það vel til fundið í hádegis- sólinni. Þar reiddi hann fram síð- ustu veislumáltíð ferðarinnar og kom öllum á óvart hvað hann hafði komið lystugum kræsingum niður í skrínurnar á klyfberanum. Liðmarg- ur mauraher hafði líka áhuga á matnum en það gerði máltíðina ein- ungis forvitnilegri. Eftir góða hvíld í skugganum tók við lokaáfangi göngunnar, niður bíl- veginn úr dalnum, milli blómum skrýddra trjáa, áleiðis að gatnamót- um þar sem ökumaður beið í síð- deginu og flutti okkur aftur til borg- arinnar, úr dýrðarheimi fjallanna. Vinsæll áfangastaður Undir kvöld vorum við aftur komin til Marrakesh, þessarar heillandi borgar á hásléttunni þar sem bjart- sýnir sölumenn hlupu til móts við okkur og buðust til að sýna verslun bróður síns, án þess að áhugi væri fyrir hendi, og sá við teppabúðina við ríadið fagnaði okkur með sama frasa og venjulega: „See you later, aligator!“ Ökumaðurinn sem ók okkur til borgarinnar í Toyota-jeppanum sín- um rekur fyrirtæki sem er í sam- keppni við Mohamed þann sem seldi okkur ferðina, en hann sagði að samvinnan væri engu að síður með þeim hætti í fjöllunum að menn hjálpuðu hver öðrum. Það þurfti að koma okkur í bæinn og hann tók það að sér. Sjálfur stofnaði hann ferðafyrir- tæki fyrir nokkrum árum, með ferð- ir á Toubkal og í Sahara-eyðimörk- ina; fyrsta árið voru viðskipta- vinirnir tuttugu en í ár eru þeir fimmhundruð. Margir þeirra koma frá Danmörku fyrir tilstilli nor- rænnar ferðaskrifstofu sem hann vinnur með. „Eftir tvö ár fer ferðaþjónustan fram úr landbúnaði sem mikilvæg- asti atvinnuvegurinn hér í Mar- okkó,“ sagði hann. Það kemur ekki á óvart, þetta er heillandi land að heimsækja. Land þar sem meira að segja gestir sem telja sig ekki hafa gaman af fjallgöngum njóta þeirra. Morgunblaðið/Einar Falur Gönguleiðin hlykkjast eftir misbröttum en þó frekar auðförnum stígum í hlíðum dalanna. Háir tindar rísa yfir dölum sem Berbar hafa byggt og ræktað um aldir. 12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Sannkölluð sprenging hefur orðið í ásókn göngufólks í hin fögru Atlas-fjöll í Marokkó, norðan við Sahara-eyðimörk- ina. Á tignarlegum fjallarananum gefst fólki kostur á að ganga á nokkra tinda sem eru yfir 4.000 metra háir og er Toubkal þeirra vinsælastur, þar sem hann situr í samnefndum þjóðgarði. Þeir sem hafa ekki áhuga á tindapríli geta farið í mislangar ferðir um dalina í kring, sem eru byggðir fólki af ætt berba; þetta er fag- urt, harðbýlt en frjósamt svæði og fjallasýnin ætíð tilkomumikil. Fjöldi heimamanna hefur menntað og sérhæft sig á sviði ferðaþjónustu og starfar ýmist á gistiheimilum í bænum Imlil, þar sem flestir leggja upp, eða þar nærri, við leiðsögn eða mat- argerð. Höfundur fann á netinu tveggja daga hringferð frá Imlil að þorpi skammt þar frá, yfir tvö fjallaskörð, 2.471 og rúm- lega 2.200 m. há, og um byggða dali. Fróður leiðsögumaðurinn var enskumælandi og einnig voru í ferð múlasni, sem bar farangurinn og matsveinn sem galdraði fram listagóða rétti. Með ferðum til og frá hóteli í Marrakesh, í klukkustundar fjar- lægð frá Imlil, gistingu hjá bónda og leigu á svefnpokum, kostaði leiðangurinn 340 evrur - um 50.000 krónur. Veisla í farangrinum. Matsveinninn galdraði fram góða rétti á áfangastöð- um; marokkóskt tajine, salöt og kjötbollur og öllu skolað niður með tei. Fjölskylduferð um dalina VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.