Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Bækur Í ljós kom að viðmiðunarreglur úthlut-unarnefndar voru teknar til handargagnsá sama tíma og hvörfin urðu, sem hefur fengið marga til að draga þá ályktun að regl- urnar þurfi að endurmeta. Greinin hefur getið af sér umræður meðal starfsstéttarinnar og sitt sýnist hverjum hvort og þá hvernig eigi að bregðast við þessum upplýsingum. Blaðamaður ræddi við fáeina stjórnarmeðlimi Rithöfundasambands- ins um málið. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ, byrjaði á því að taka fram að „stjórn RSÍ, formaður og framkvæmdastjóri, koma hvergi nærri störfum úthlutunarnefnd- ar. Það eru vinnureglur sem eru okkur afar mikilvægar og við þreytumst seint á að minna á að RSÍ kemur aldrei nálægt ákvörð- unum launasjóðs rithöfunda“. Hún bætir við að „þeir sem hafa eitthvað við störf sam- bandsins að athuga eigi því endilega að ger- ast meðlimir og taka þátt í starfinu“, það sé eina leiðin til þess að hafa bein áhrif. Eyrnamerkingar Upp hafa sprottið ýmsar hugmyndir um hvernig best sé að bregðast við þessari þró- un og hafa sumir kastað fram hugmyndum þess eðlis að hugsanlega væri hægt að eyrnamerkja ákveðinn hluta sjóðsins ungum höfundum, setja upp eins konar kvótakerfi. „Ég tel af hinu góða að við veltum alltaf fyr- ir okkur ríkjandi fyrirkomulagi og hvernig hægt sé að bæta það. Ekki koma allar til- lögur um breyttar verklagsreglur inn á borð stjórnar RSÍ heldur eru unnar innan veggja menntamálaráðuneytis. Kvótakerfi er vand- meðfarið og getur verið meingallað. Kerfi sem byggist á gæðum umsókna getur illa verið kvótakerfi,“ segir Katrín. Blaðamaður heyrði einnig í Hallgrími Helgasyni, meðstjórnanda í RSÍ, og spurði hann hvort hann teldi einhvers konar kvóta ráðlegan. „Mér finnst alveg að það mætti skoða að setja kvóta. Bæði varðandi flokka bók- mennta, t.d. að barnabókarhöfundar fengju alltaf vissa upphæð, líka kynjakvóta og kvóta fyrir unga höfunda, eða fyrstubókarhöfunda. Því ungur höfundur getur verið bæði tuttugu og fimm og þrjátíu og fimm. Það getur verið misvísandi að miða þetta við þrítugt.“ Vil- borg Davíðsdóttir tekur undir orð Hallgríms og bendir á umræður sem áttu sér stað á spjallvefnum „menningarátökin“. „Þar kom fram tillaga þess efnis að Rithöfunda- sambandið efndi til málþings um starfs- launin, hvort ætti að taka afstöðu til þess hvort við ættum að eyrnamerkja hluta af sjóðnum yngri skáldum eða fólki sem hefur ekki fengið laun áður.“ Eins tekur hún fram að sér þætti skynsamlegt af RSÍ að taka upp þessa umræðu um eyrnamerkingar „þannig að við fengjum alltaf að sjá ný nöfn á listan- um“, segir hún. „Nótísverður“ þrýstingur Aðspurður taldi Hallgrímur að RSÍ ætti að beita sér. „Það er greinilegt að ungir höf- undar eru að skapa þrýsting sem menn ættu að taka „nótís“ af í framtíðinni. Við ættum að taka mark á þessum þrýstingi og reyna að beita okkur og fara með þetta mál í gegn- um Bandalag íslenskra listamanna og hitta ráðherra.“ Hann bætir við að það sé hins vegar gleðiefni hversu margir ungir höf- undar séu að spretta fram. „Þetta er afleið- ing af einhverri sprengju sem er í bóka- bransanum eins og annars staðar. Gleðileg sprengja sem veldur aukningunni og ýtir svona mörgum góðum talentum fram.“ Fleiri mánuði Allir sem blaðamaður talaði við voru sam- mála því að stækka þyrfti kökuna. „Setja meiri peninga í kerfið og fylgja fordæmi fyrrverandi menntamálaráðherra sem jók við starfslaun í fyrstu efnahagsfjárlögunum, sem er náttúrlega ótrúlegt að skyldi gerast. Ég held að fólk geti aldrei tapað á því að setja meiri pening í menningu,“ segir Hallgrímur. Jón Kalman talar einnig um þetta og bendir á hve mikilvægt sé að auka fé í sjóðnum vegna gróskunnar á ritvellinum. „Gróskan er svo mikil að til þess að ná utan um hana, til að geta nýtt hana og ræktað, þarf að rækta sjóðinn,“ segir hann. Faglegar ákvarðanir Varaformaður RÍS, Jón Kalman Stefánsson, telur að Rithöfundasambandið ætti að láta mál af þessu tagi ósnert. „Ef við ætlum að skipta okkur af þessu, þá myndi seinna meir koma eitthvert sambærilegt mál eða því óskylt og það krefðist sömu meðferðar. Punkturinn er, ef maður byrjar, hvenær ætl- ar maður að hætta? Við verðum að treysta fólki sem er skipað í úthlutunarnefndina, faglega, til að taka faglega ákvörðun. Hins vegar er öll gagnrýnin umræða af hinu góða og þessi umræða sem fer fram núna veldur því að þeir sem eru í stjórn launasjóðs ættu að velta þessu fyrir sér.“ Almenn ánægja með launasjóð Almennt eru viðmælendur ánægðir með störf Rithöfundasambandsins og launasjóðs- ins hingað til. Hvort tveggja hefur sýnt sig og sannað gegnum tíðina. Hins vegar eru flestir sammála um að þetta sé varhugaverð þróun og hlúa þurfi að yngri höfundum. Um- fram allt eru viðmælendur Sunnudagsblaðs- ins sammála um að ræða þurfi málin. Orð eru til alls fyrst. RÆTT UM RITLAUN Rithöfundasambandið svarar Í SÍÐASTLIÐINNI VIKU BIRTIST GREIN Í SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS ÞAR SEM BENT VAR Á ÞÁ STAÐREYND AÐ ÚTHLUTUNUM ÚR STARFSLAUNASJÓÐI RITHÖFUNDA TIL RITHÖFUNDA UNDIR ÞRÍTUGU HEFUR FARIÐ SNARFÆKKANDI Á SÍÐUSTU ÁRUM. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is * Það er greinilegt aðungir höfundar eruað skapa þrýsting sem menn ættu að taka „nót- ís“ af í framtíðinni. Vilborg Davíðsdóttir, meðstjórnandi. Jón Kalman Stefánsson, varaformaður.Hallgrímur Helgason, meðstjórnandi. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður. Þroskaþjálfar á Íslandi – saga stéttar í hálfa öld eftir Þorvald Kristinsson kom út í vor, snart mig djúpt og er fyrir vikið mín eftirlæt- isbók þetta sumarið. Í henni segir frá því þegar gæslusystur urðu með- vitaðar um ranglætið sem börn og fullorðnir á Kópavogshæli áttu að venjast og hvernig þær brugðust við. Á hálfri öld umpóluðu þroskaþjálfar og skjólstæðingar þeirra viðhorfum Íslendinga til mannréttinda. Bókin er á sinn undirfurðulega hátt æsispennandi og ýmislegt í henni verður lesandanum lexía eins og hvernig gæslusystur sóttu kjark og fyrirmyndir í er- lend fræði og störf. Þrátt fyrir þá virðingu sem höf- undur sýnir viðfangsefni sínu er hann óvæginn og lýsingarnar á magakveisunum sem geisuðu á hælinu, kerfisbundnum sóðaskap og níðinu sem börnin voru beitt vekja við- bjóð lesanda. Þetta er feikilega vönduð og úthugsuð bók um kvennastétt sem kollvarpar hugmyndum Íslendinga um réttinn til sjálfsbjargar. Bók- arhöfundur hefur bersýnilega tekið djúpviðtöl við þroskaþjálfa á ýms- um aldri og sankað að sér upplýsingum úr öllum mögulegum áttum. Í bókinni er meðal annars að finna samræður útvarpsmanns og ungrar stúlku sem býr á Kópavogshæli. Eins og upp úr Samuel Beckett leikriti lýsir stúlkan því ískalt hvernig hún geri ekki neitt af því hún geti ekki neitt og að hún geti ekki neitt af því hún kunni ekki neitt. Þorvaldur skrifar lipran stíl og málfarið á bókinni er eðlilegt og fág- að. Bókin er aðgengileg og er samfellt mál reglulega brotið upp með m.a. gömlum bréfum frá landlækni þar sem hann útskýrir og flokkar þroskahömlun (mjög fyndið). Eins eru í sérdálki lýsingar á eftirsjá þeirra foreldra sem skildu börn sín eftir á Kópavogshæli og sáu þau ekki framar. Ljósmyndir úr einkaeigu þroskaþjálfa gæða bókina inni- leika. Öll skráning er nákvæm og óhætt að segja að fræðimennskan sé á háu plani. Þroskaþjálfar á Íslandi – saga stéttar í hálfa öld er marglaga og það sem ber hæst í henni er undirtextinn en auk þess að vera upp- lýsandi er hún eins konar kennslubók í því hvernig maður gerir bylt- ingu. Gæslusystur voru lágt settar á Kópavogshæli en ráku upp rama- kvein, stofnuðu stéttarfélag og breyttu hæli og þjóð. Og þroskaþjálfunum í bók Þorvaldar tókst að gera það sem raggeitur tala oft um en tekst aldrei – að gera byltingu innan frá. BÆKUR Í UPPÁHALDI TYRFINGUR TYRFINGSSON Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld Eggert Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.