Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 45
Ég heilsa enn fíflum þegar ég sé þá og þakka þeim fyrir að minna mig á að sumarið sé að koma. Það var mikið áfall fyrir mig að heyra þennan vin minn segja mér að töfrar væru ekki til en um leið langaði mig að kynnast heiminum sem vinur minn lifir í – heimi án töfra. Þannig að þegar ég gekk heim um nóttina þá passaði ég mig að heilsa ekki ljósastaurunum eða blómunum og sagði sjálfri mér að staurarnir væru bara úr stáli og að blómin yxu bara þarna. Ég reyndi að vera í þessum kalda heimi í tvo daga en það var mjög skrýtið. Hvað vitum við líka um hvað er raunverulegt og hvað ekki? Maður ákveður það sjálfur. Sumir segja að tré hreyfi sig ekki en þau verða miklu eldri en menn. Þau eru örugglega á fullu í sínum veruleika. Við vitum líka ekki hvernig raun- veruleikinn er út frá þeirra sjónarhóli. Við höldum að fluga viti ekki neitt og sé ekki neitt af því að hún lifir ekki nema einn dag en fyrir henni er þessi dagur kannski eins og hundrað ár hjá okkur. Það er alltaf verið að reyna að segja manni hvað sé raunverulegt og hvað ekki en ég held að það sé ekkert rétt og rangt í þessum efnum. Maður sér það sem manni hefur verið sagt að sjá. Börn sem aldrei hafa heyrt að himinninn „eigi“ að vera blár, segja oftast að hann sé hvítur eða bara alls konar.“ Steinunn þagnar og lítur beint upp í himinhvolfið ofan okkar. „Núna er hann til dæmis hvítur og smá gulur og rauður. Himinninn er ekkert alltaf blár.“ Manneskja, ekki vélmenni Steinunn segist æfa mikið fyrir tónleika og vera lengi að læra lögin sín. Hún er þó ekki hrædd við að gera mistök. „Það er fínt að gera svona tvenn mistök þegar maður er að spila á tónleikum, því þau færa mann nær fólki. Þá er maður ekki vélmenni heldur manneskja að spila tónlist. En þau mega ekki verða mikið fleiri en tvenn því þá verða áhorfendurnir stressaðir og maður missir tengslin við þá alveg svona,“ segir Steinunn og smellir fingrum. „Svo eru auðvitað alltaf einhverjir sem vilja ekkert láta dáleiða sig þegar þeir koma á tónleika, hugsa bara að þetta sé eitthvað skrýtið bull og eru kannski að passa sig að láta ekki leiða sig út í ein- hverja vitleysu. Það er líka allt í lagi,“ segir Steinunn en bætir því við að það hafi verið talsverð uppgötvun þegar hún áttaði sig á því að sumir tónleikagesta væru raunveru- lega að hlusta á söng hennar, í stað þess að láta hrífast með stemningunni. „Mér var bent á þetta um daginn og hugsaði bara já, sjitt! Ég hef aldrei spáð í söngtækni áður en eftir þetta er ég búin að fara í nokkra söng- tíma. Það er fínt að ég sé búin að æfa mig að syngja, svo ég geti skilað einhverju til þeirra sem fíla ekki allt skrautið sem ég stóla svo mikið á. Maður getur alltaf bætt sig.“ Tónlist Steinunnar er mjög ólík flestu öðru. „Það var alveg óvart,“ segir Steinunn. „Þegar maður er að búa eitthvað til, þá fer það sem maður er að hugsa um í verkið. Ef maður er með hugann við aðra heima, þá koma þeir inn í tónlistina. En ég ætlaði aldr- ei að gera furðulega tónlist. Ég heyrði til dæmis ekki muninn á popptónlist í útvarpinu og minni tónlist þegar ég var að gera hana... sem er mjög skondið!“ segir Steinunn og hlær en bætir því við að hún hafi lagst í rannsóknarvinnu á vinsælu nútímapoppi eftir að hafa verið bent á að tónlistin hennar væri „furðuleg“. „Ég er farin að heyra smá mun núna,“ segir listakonan. Lærði lagasmíðar í Japan Nýverið gaf Steinunn út plötuna Nótt á hafs- botni hjá Mengi en síðasta plata hennar, Glamúr í geimnum, kom út fyrir tveimur ár- um. „Fyrsta lagið sem ég gerði á nýju plöt- unni fjallaði um hafið og þaðan kemur titill- inn. Ég hafði verið að hugleiða og fór þá ofan í hafið til að kanna hafdjúpið – maður getur gert allt í hugleiðslu – en dýpst í haf- inu var ég allt í einu komin út í geim. Í hug- leiðslunni komu síðan til mín marglyttur sem sögðu: „Myrkrið er mjólk fyrir stjörnurnar“. Og mér fannst þetta magnað, því ég hef oft verið að hugsa að myrkrið sé vont og ljósið gott en allt í einu áttaði ég mig á því að stjörnurnar gætu ekki skinið ef þær hefðu ekki myrkrið. Myrkrið þarf ekki að vera óvinur manns og það er hægt að yfirfæra þetta á margt í lífinu. Það er svo mikið til af bókum sem segja fólki hvernig það eigi að láta sér líða vel og vera alltaf hamingjusamt og það er látið eins og það sé eðlilegt ástand að vera alltaf hamingjusamur. Hluti af því hvað fólki líður illa stundum, held ég að sé örvæntingin sem kemur yfir fólk þegar það finnur að því líði illa, því það heldur að því eigi alltaf að líða vel. Ég held að það sé ekki eðlilegt ástand og jafnvel ekki eftirsókn- arvert. Maður gerir skemmtilega, skapandi hluti, þegar manni líður illa, til að reyna að láta sér líða betur. Ef öllum liði alltaf bara vel, þá held ég að færri skemmtilegir hlutir myndu gerast. Hvað vorum við aftur annars að tala um?“ spyr Steinunn og hlær. Talið berst aftur að nýju plötunni. Steinunn segist hafa gert plötuna með það í huga að tónlistin væri ofan í hafinu. „Lögin fjalla ekki öll um hafið en ég notaði sjáv- arhljóð og djúpa bassa til að reyna að ná sjávarstemningu. Mér finnst þessi plata mjög ólík fyrri plötunni minni, þótt þetta sé auð- vitað enn ég. Þessi er ekki alveg jafn heima- gerð og Glamúr í geimnum var, því ég er komin með miklu flottari græjur til að búa til hljóð. Svo var ég líka send til Japans á síðasta ári sem fulltrúi Íslands til að búa til popptónlist með fleiri norrænum tónlist- armönnum. Þar lærði ég hvernig popplög „eiga“ að vera, til dæmis hvað „brú“ er í lagi og ég gat notað það þegar ég kláraði plötuna mína. Ég hef verið spurð hvort ég ætli þá ekki að halda áfram að gera DIY tónlist (e. do it yourself) og hvort ég sé enn að gera tónlist fyrir sjálfa mig eða hvort ég sé að breyta tónlistinni fyrir markaðinn. En mér finnst gaman að þróast og læra nýja hluti, læra að syngja og nota trommuheila og gera popptónlist. Maður getur notið þess að gera tónlist fyrir sjálfa sig en um leið lært hvern- ig maður getur útbúið tónlistina þannig að fleiri njóti hennar. Er það ekki bara jákvætt, að gefa eins mikið og maður getur? Ég er allavega geðveikt til í það.“ Lærði myndlist í LHÍ Upphaflega stóð til að létt yrði yfir nýju plötunni en listakonan segist ekki vera viss um að það hafi tekist. „Ég var ein uppi í sveit að taka hana upp og mér leið ekki vel á þessu tímabili, þannig að platan er dálítið heavy, er mér sagt. Annars hef ég gaman af því að setja skrýtin hljóð inn í þung lög. Þungt lag með einu bjánalegu hljóði verður mjög fyndið,“ segir Steinunn hlæjandi og bætir því við að nýja platan sé talsvert lengri en sú síðasta. „Mér finnst ágæt lengd að platan endist fólki til dæmis á leiðinni í skólann ef það þarf að taka tvo strætóa en klárist ekki á miðri leið.“ Steinunn var nemandi við Listaháskóla Ís- lands í þrjú ár og lagði þar stund á myndlist. „Mig langaði að læra allt. Auðvitað átti ég að vera að gera myndlist en ég laumaðist alltaf til að koma tónlistinni inn í verkin. Loka- verkefnið mitt var til dæmis dýragarður með skúlptúrum sem voru furðudýr úr geimnum. Dýrin höfðu ljós í augunum sem blikkuðu ef þau heyrðu hljóð og ég fór og fóðraði þau með tónlist á hverjum degi klukkan þrjú. Gestir gátu þá komið og fylgst með mér spila og syngja fyrir dýrin.“ Steinunn hefur einbeitt sér að tónlist eftir útskrift úr Listaháskólanum en er nú aftur byrjuð að mála myndir. „Ég veit ekki hvernig þetta mun þróast í framtíðinni en þetta er hvort tveggja svo skemmtilegt, myndlist og tónlist. Ég sé þetta eiginlega sem sama hlutinn. Myndlistin er litir og form sem manneskjan meðtekur í gegnum augun en tónlist er í rauninni líka litir og form sem koma til manns sem hljóð í gegnum eyrun.“ Bæði daprari og glaðari en margir Hvar finnurðu innblástur? Um hvað ertu til dæmis að syngja þegar þú semur tónlist? „Maður setur sál sína í verkin án þess að átta sig á því. Stundum koma lög til mín á einu kvöldi og ég syng bara eitthvað, textinn kemur án þess að ég þurfi að spá í honum sérstaklega. „Trommuþrællinn“ á Glamúr í geimnum var til dæmis svona lag og ég veit enn ekki um hvað hann er. Það tekur mig oft nokkur ár að geta litið til baka og séð um hvað ég var að syngja. Þegar ég svo átta mig á því, þá bregður mér stundum því þetta er oft eitthvað sem ég ætlaði ekki að setja í opinbert listaverk. Kannski einhver strákur sem ég var skotin í og vildi alls ekki að neinn vissi um en svo er ég bara óvart búin að mála hann á málverk! Á nýju plötunni er til dæmis jarðæta í einu laginu. Hver veit hver jarðætan er? Er hún manneskja eða er hún tilfinning? Ég vissi það ekki þegar ég var að taka lagið upp en fékk áfall þegar ég hlustaði á plötuna í fyrsta sinn og fattaði um hvað ég var syngja.“ Af tónlistinni þinni að dæma og allri lita- dýrðinni í kringum þig, gætu einhverjir hald- ið að þú væri mjög hamingjusöm manneskja. Ertu það? „Það eru skin og skúrir,“ segir Steinunn. „Ég held að ég sé bæði daprari en margir og glaðari en margir. Mér líður oft illa. Fólk segir mér að það vildi vera í mínum heimi því ég sé alltaf hress og í góðu skapi. Ég segi auðvitað ekkert en ég er alls ekki alltaf hress. Kannski er töfraheimurinn minn flótti og kannski væri betra að geta verið sáttur í hinum heiminum en ég get ekki verið þar. Stundum er ég bara að ganga og verð allt í einu mjög leið og finnst allt vera hræðilegt. Þá fálmar maður eftir hverju sem er, litríku eða góðu, einhverri ástæðu til þess að halda áfram að vera til. Það gleður mig að heilsa ljósastaurum og blómum, geta spilað tónlist og séð fólk brosa. Og það hjálpar líka til að klappa mjúkum hundum,“ segir Steinunn kímin á svip. Steinunn Eldflaug segir mátulegt að gera tvenn mistök á tónleikum. Mistök færi mann nær öðru fólki. Morgunblaðið/Kristinn * Hluti af því hvað fólki líður illa stundum, held ég að sé örvæntingin sem kemur yfir fólk þegar það finnur að því líði illa, því það heldur að því eigi alltaf að líða vel. 12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.