Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015
Kammerhópurinn Stilla heldur stofutónleika
á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Hefjast
þeir klukkan 16 og standa í um 30 mínútur.
Tónleikarnir eru þeir síðustu í sumar hjá
hópnum, en Stilla heimsótti Austurland í lið-
inni viku og hélt þrenna tónleika.
Á Gljúfrasteini flytur hópurinn hið dramat-
íska verk Il tramonto, eða Sólsetrið, eftir
Ottorino Respighi ásamt þremur léttum lög-
um eftir sama tónskáld.
Hópurinn mun kynna verkið og gefa gest-
um tóndæmi áður en flutningurinn hefst, í
stofu skáldsins.
TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI
STILLA SYNGUR
Kammerhópurinn Stilla kemur fram á stofu-
tónleikum og flytur verk eftir Respighi.
Steef van Oosterhout slagverksleikari og Her-
dís Anna Jónsdóttir víóluleikari koma fram.
Dúó Stemma kemur fram á Sumartónleikum
við Mývatn í Reykjahlíðarkirkju í kvöld, laug-
ardag, og hefjast þeir klukkan 21.
Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir
víóluleikari og Steef van Oosterhout slag-
verksleikari. Þau flytja efnisskrá sem sam-
anstendur af þjóðlögum, þulum og vísum, og
lögum sem samin hafa verið fyrir þau, eða
þau sjálf útsett. Þau leika á víólu, marimbu, ís-
lenskt steinaspil, allskonar hefðbundin og
heimatilbúin hljóðfæri og skapa stemningu í
tali, tónum og hljóðum. Á dagskrá eru meðal
annars þjóðlög sem Hólmfríður Pétursdóttir
söng inn á segulband 1969, lög frá Gautlönd-
um, og lög eftir Snorra Sigfús Birgisson og
Hjálmar H. Ragnarsson.
TÓNLEIKAR VIÐ MÝVATN
DÚÓ STEMMA
Kvartett saxófónleikarans
Sigurðar Flosasonar held-
ur þrenna tónleika í
Hömrum, í menningarhús-
inu Hofi á Akureyri nú um
helgina; klukkan 14 á laug-
ardag og klukkan 14 og 20
á sunnudag. Sigurður er
mikilvirkt tónskáld og
hljóðfæraleikari og auk
hans skipa kvartettinn þeir
Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar K.
Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías
Hemstock á trommur. Sérstakur gestur
verður söngkonan Andrea Gylfadóttir.
Fluttir verða þekktir djassstandardar í
bland við tónlist eftir Sigurð, sem er á mörk-
um djass og blús-tónlistar.
Veitingastaður hússins, 1862 Nordic
Bistro, verður með opið bæði í mat og drykk
meðan á tónleikum stendur.
KVARTETT SIGURÐAR
LEIKA ÞRISVAR
Sigurður
Flosason
Menning
H
in metnaðarfulla fjölþjóðlega
myndlistarsýning Rúllandi
snjóbolti/6, Djúpivogur, verð-
ur opnuð í dag, laugardag,
klukkan 15 í Bræðslunni á
Djúpavogi, að viðstöddum mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, og
sendiherra Kína, Zhang Weidong. Sýning í
sömu viðburðaröð var í fyrsta skipti á
Djúpavogi í fyrrasumar og munu yfir 3.000
manns hafa skoðað verk þeirra íslensku og
erlendu listamanna sem þar áttu hlut að
máli. Eins og í fyrra er sýningin skipulögð af
Chinese European Art Center (CEAC),
stofnun í Xiamen í Kína sem stýrt er af
Ineke Guðmundsson, eiginkonu Sigurðar
Guðmundssonar myndlistarmanns og rithöf-
undar. Sýningin er samvinnuverkefni Djúpa-
vogshrepps og CEAC, en þessi kínversk-
evrópska menningarmiðstöð hefur staðið
fyrir mörgum stórum sýningum í Kína, þar á
meðal fyrstu fjórum sýningunum undir heit-
inu Rúllandi snjóbolti, en Ísland er fyrsta
landið þar fyrir utan þar sem stofnunin setur
upp sýningar. CEAC er sjálfseignarstofnun
sem var hleypt af stokkunum árið 1999 af
Ineke með stuðningi Sigurðar. Þau hjón eiga
hús á Djúpavogi, þar sem þau dvelja iðulega
á sumrin, og þar er að finna vísi að þessum
metnaðarfullu sýningum sem þau standa nú
fyrir á staðnum, í gömlu fiskimjölsverksmiðj-
unni. Þar var í fyrra settur upp vandaður
sýningarsalur sem aftur er nýttur í ár.
Listinn yfir listamennina sem sýna í ár er
óneitanlega glæsilegur. Auk tíu þekktra ís-
lenskra listamanna eiga verk á sýningunni
mjög merkir listamenn frá Kína, Bandaríkj-
unum og Evrópu; þar á meðal nokkrir sem
fyllilega óhætt er að kalla heimsþekkta þátt-
takendur í samtímalistinni. Íslensku lista-
mennirnir eru þau Árni Páll Jóhannsson,
Finnbogi Pétursson, Hekla Dögg Jónsdóttir,
Hrafnkell Sigurðsson, Kristján Guðmunds-
son, Ólöf Nordal, Ragnar Kjartansson, Rúna
Þorkelsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Þór
Vigfússon. Þeir erlendu eru Aernout Mik,
Bård Breivik, Bjørn Nørgaard, Guido van
der Werve, Josie Jenkins, Kan Xuan, Libin
Chen, Marike Schuurman, Sarah Mei Her-
man, Stevens Vaughn, Tim Chen Chuanxi,
Voebe de Gruyter, Zhang Ya og Zhifei Yang,
Scarlett Hooft Graafl og Marjan Laaper.
Þær tvær síðastnefndu voru gestalistamenn
sýningarinnar í fyrra og sýna nú verk sem
þær unnu á staðnum í fyrra, ljósmynda- og
myndbandsverk.
Gekk framar vonum
Alfa Freysdóttir, verkefnastjóri sýningar-
innar, er fædd og uppalin á Djúpavogi en
var nýflutt aftur heim í fyrra þegar hún tók
við starfinu. „Þetta tókst mjög vel í fyrra,“
segir hún. „Við renndum þá í raun öll blint í
sjóinn, með húsnæði og hvernig svona fram-
kvæmd myndi ganga hér, en það gekk fram-
ar öllum vonum.“
Að þessu sinni stendur sýningin í vel á
annan mánuð, til 22. ágúst. „Sýningin er að-
eins viðameiri nú en í fyrra, við erum að
teygja okkur yfir í næstu skemmu við hlið-
ina. Þá er Hrafnkell, sem er annar gesta-
listamanna CEAC í ár, að byggja afar
spennandi verk fyrir utan. Hann hefur líka
unnið með handverksmanni hér á staðnum
og steinaverk hans munu koma við sögu,“
segir Alfa. Hin gestalistamaðurinn er Kan
26 LISTAMENN EIGA VERK Á SÝNINGUNNI RÚLLANDI SNJÓBOLTI/6 Á DJÚPAVOGI
„Gæðin eru mikil og
fagmennskan að sama skapi“
„ÞETTA ER MIKIÐ ÆVINTÝRI,“ SEGIR EINN AÐSTANDENDA ALÞJÓÐLEGRAR SÝNINGAR,
RÚLLANDI SNJÓBOLTI/6, SEM VERÐUR OPNUÐ Á DJÚPAVOGI Í DAG OG ER SKIPULÖGÐ
AF KÍNVERSK-EVRÓPSKA MENNINGARSETRINU.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Hópur listamanna og skipuleggjenda Rúllandi snjóbolta/6 í sýningarsalnum á Djúpavogi. Frá vinstri:
Ineke Guðmundsson, Hrafnkell Sigurðsson, Annelie Musters, Ágúst Guðjónsson og May Lee.
Hrafnkell Sigurðsson er gestalistamaður CEAC á Djúpavogi í ár. Hann vinnur hér að stórum
skúlptúr utan við gömlu fiskimjölsbræðsluna þar sem sýningin hefur verið sett upp.
Hluti sýningarinnar, með ljósmyndaverkum eftir Scarlett Hooft Graafland, sem var gestalistamaður
í fyrrasumar, og teikningu eftir Voebe de Gruyter. Verkin eru fjölbreytileg og í ýmsum miðlum.