Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 51
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 „Þetta er eins og einhvers kon- ar hugleiðsla. Kannski eitthvað í ætt við þegar búdda- munkarnir eru að raka sama sandinn aftur og aftur í zen- görðunum sínum“, sagði sam- starfsmaður minn mér þegar ég spurði hana af hverju full- vaxta manneskja væri að sóa tíma sínum í litabækur. „Svo er þetta bara svo skemmtilegt“, bætti hún við. Bjartur hefur sumsé tekið að sér að end- urvekja barnslega gleði eldri kynslóðanna og hlúa að and- legu heilbrigði þeirra með því að gefa út litabók Jóhönnu Bas- ford sem kallast á íslensku Leynigarður: fegrum lífið með litum. Bókin er sömu- leiðis ein löng gestaþraut. Þannig er hægt að þenja eða slaka á gráu sellunum eftir vilja, getu, skapi og nennu. Vandaðar lita- bókmenntir Nú í blábyrjun júnímánaðar kom út bókin Vatnaveiði árið um kring sem hann Kristján Friðriksson tók saman. Kristján er, eins og stendur á bókarbaki, „veiðimönnum að góðu kunnur fyrir greinaskrif um silungs- veiði á vef sínum flugur og skröksögur“ á foss.is. Kristján mun hafa verið orðinn leiður á biðinni eftir því að bækur sem fjölluðu um vatnaveiðar kæmu út og ákvað að taka af skarið. Bókin er gefin út af Máli og menningu og er í þessu plasthlífarklædda útivistarbroti sem maður kannast við af bókum eins og Fjallabókinni, Heitum laugum á Íslandi og Matsveppum í náttúru Íslands. Bókin er alhliða fróðleg og fer jafnt í undirbúning sem framkvæmd. Undirritaður hefur lengi haft drauma um að stinga af með stöng, kaffi- brúsa og hníf, sækja sér björgina sjálfur, ann- ars svelta. Það verður kannski loksins af því í sumar, fyrst maður getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysið lengur. VATNAVEIÐI Caine-bókaverðlaunin eru veitt árlega rithöfundi af afrískum uppruna sem skrifar smásögur á ensku. Verðlaunin voru stofnuð í Bretlandi um aldamótin og hljóða upp á tíu þúsund pund. Að þessu sinni var vinningshafinn frá Zambíu, en þetta er í fyrsta sinn sem höfundi af zambísku bergi brotnum hlotnast sá heiður. Það var enskuprófessor frá Berkleyháskóla, Namwali Serpell, sem vann, fyrir sögu sína The Sack, sem hægt er að nálgast á vefsvæði cainprize- .com. Serpell var meðal þeirra þrjátíu og níu afrísku höfunda sem teknir voru fyrir í bókinni Africa 39, sem kom út á vegum Bloomsbury á síðasta ári, hefur auk þess verið valin á lista yfir höfunda bestu banda- rísku smásagnanna að undanförnu og var í lokaúttaki Caine-verðlaunanna fyrir fimm árum. Saga hennar segir af valdabaráttu milli tveggja karlmanna og konunnar í lífi þeirra. Mennirnir hafa þekkst alla daga frá barnæsku og starfað saman að því að koma af stað stjórnmálahreyfingu. Ætl- unarverk þeirra fer forgörðum og til þess að bíta höfuðið af skömminni falla þeir fyrir sömu konunni. Serpell skákaði að þessu sinni höfundum á borð við fyrrverandi Caine-verðlaunahaf- ann nígeríska Segun Afolabi og landa hans Elnathan John. Fyrsta fræðibók Serpel, Seven Modes of Uncertainty, var gefin út á síðasta ári. CAINE-VERÐLAUNIN Forlagið Sögur hefur gefið út fótboltabækur sem fjalla um alla helstu og bestu garpana og þannig kynnt knatt- spyrnugoð fyrir yngri kyn- slóðinni undanfarin ár. Nú hefur það enn einu sinni spýtt í lófana og sent frá sér bókina Fótbolti: Bestu konurnar. Þar má meðal annars finna bandaríska markvörðinn Hope Solo sem var efst á lista yfir varin skot á HM kvenna í ár og brasilíska framherjann Marta Viera da Silva sem er markahæsti leikmaður heims- meistaramótsins frá upphafi. Þar er líka að finna fjöldann allan af leikmönnum Japana, Svía, Frakka, Spánverja og Þjóðverja, sem maður er far- inn að kannast við í sjón eftir mótið í sumar. Bækurnar inni- halda stórar myndir og auð- lesinn texta. Meðfram útgáf- unni kom út bókin Fótbolti: Bestu karlarnir. HM 2015 Skáldlegur samtíningur HIPSUM HAPS ÞETTA ER MEÐ TILRAUNAKENNDARI GRAUTUM SUMARSINS: DEKKARI, KNATTSPYRNUKEMPUR, SMÁSÖGUR OG SAKAMÁL. HLAÐBORÐ SEM HÆFIR ÖLLUM VEÐRUM, MÖRGU SINNI, FJÖLDA TILEFNA EN GETUR VERIÐ TIL VANDRÆÐA FYRIR VALKVÍÐNA. SÁ Á KVÖLINA … Átjánda bók Arnaldar Indr- iðasonar, Kamp Knox er komin út í kilju. Að þessu sinni er gamli góði Erlendur ekki jafn gamall og vanalega, er nýbyrjaður í rann- sóknarlögreglunni og nemur við fótskör Marion Briem. Á her- stöðinni á Miðnesheiði finnst illa laskað lík og spjótin beinast að herstöðinni. Saga Reykjavík- ursnótar er svo samtvinnuð vefnaðinum til að gera hann skrautlegri. Braggabrölt Í fyrstu bók sinni segir Áslaug Björt Guðmundsdóttir sig hafa langað að segja sögur sem sjaldan eru sagðar, „þær sem við treystum hvorki veröld- inni né okkur sjálfum fyrir“. Smásögur Álaugar leita út fyrir hið ritaða orð og gefa annan og stærri heim í skyn sem býr utanbókar. Sögurnar eru næmar, lágstemmdar og þó beinskeyttar. Þetta er ekki löng lesning, aðeins 120 blaðsíð- ur, svo bókelskir smásagnaspekúlantar geta gleymt öllum afsökunum um tíma- þrengingar. Hvað sem því líður mæla meltingarlæknar með því að maður tyggi matinn sinn vel og hlýtur það að eiga tvöfalt við um góðu bitana. Verði ykkur að góðu. Himnaljós BÓKSALA 1.-7. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 HamingjuvegurLiza Marklund 4 Einn plús einnJojo Moyes 5 Iceland in a BagÝmsir höfundar 6 Blóð í snjónumJo Nesbø 7 Independent PeopleHalldór Laxness 8 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 9 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 10 Sagas of the IcelandersÝmsir höfundar Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 Einn plús einnJojo Moyes 4 Blóð í snjónumJo Nesbø 5 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 6 RótlausDorothy Koomson 7 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 8 Ljós af hafiM.L.Stedman 9 DNAYrsa Sigurdardottir 10 HilmaÓskar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.