Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Verkefni 333 (e. Project 333) er hugarfóstur Courtney Car- ver en þetta er tískuáskorun að hætti mínimalisma og felur í sér í stuttu máli að klæðast 33 hlutum eða færri í þrjá mán- uði. Hún hefur sjáf gert þetta í nokkur ár og hefur áskorunin breiðst um netið en fólk póstar undir #project333. Hvenær: Áskorunin stendur þrjá mánuði en margir gera þetta að lífs- stíl. Hvað á að gera: Veldu 33 hluti en þeirra á meðal eru föt, fylgihlutir, skartgripir, yfirhafnir og skór. Hvað er ekki talið með: Giftingarhringur eða aðrir skartgripir sem hafa mikið tilfinn- ingalegt gildi og þú ert alltaf með, nærföt, náttföt, heimakósý- föt og íþróttaföt (bannað er að nota íþróttafötin í öðrum til- gangi en til æfinga). Hvernig: Veldu þessa 33 hluti, settu afganginn af fataskápnum þínum í kassa, lokaðu þeim með límbandi og láttu kassana þar sem þú sérð þá ekki. Hvað annað: Hafðu í huga að þú ert að búa til fataskáp sem þarf að henta lífi og leik næstu þrjá mánuði. Þetta er ekki gert til að þjást. Ef fötin þín passa ekki eða eru í slæmu ástandi skiptu þeim þá út. Þeir sem eru að gera þetta í fyrsta skipti: Flokkaðu hluti þína fjórar hrúgur; í föt sem þú elskar, föt sem þú vilt eiga án þess að vita af hverju, föt sem passa þér ekki lengur eða eru ekki í þeim stíl sem þú vilt, (gefa), föt sem eru í slæmu ástandi (henda). Gerðu síðan skrá yfir það sem þú átt. Veldu hlutina sem þú ætlar að nota í Verkefni 333 úr hrúg- unni af fötum sem þú elskar. Það getur verið gott að velja eitthvað sérstakt sem þér finnst mjög flott og láta þann hlut verða áberandi næstu mánuði. Þetta gæti verið kápa eða sól- gleraugu. Þegar þú byrjar að velja úr færri hlutum en áður, fer ekki eins mikil orka í það sem þú klæðist. Þú kemst ef til vill að því að það sé ánægjulegra að eiga einn vel gerðan hlut en tíu lé- lega af sömu gerð, skrifar Courtney. Þeir sem hafa gert þetta áður: Þú ert búinn með fyrstu þrjá mánuðina og hafðir ánægju af því að eiga minni fataskáp. Þú komst jafnvel að því að þú græddir tíma á þessu og pláss og líka að þú hafir þróað stíl þinn áfram. Gefðu hluti sem þú hefur ekki notað. Byggðu upp nýjan fataskáp fyrir næstu þrjá mánuði. Taktu tillit til árstíðarinnar sem framundan er. Merktu vel það sem ætlar ekki að fylgja þér næstu þrjá mánuði, það gæti hentað vel á næsta ári. Búðu til nýjan lista yfir fötin. Núna hefur þú reynslu af því. Hverju ætlarðu að breyta? Talaðu við fólk sem er búið að gera þetta sama, skrifar Courtney. Hún bjó til nokkrar aukareglur sem hún segir að fólk megi ráða hvort það fari eftir eða ekki. Aukareglur: Notaðu fyrstu vikuna á hverju tímabili í að klára að skrá fötin og gefa. Veldu þrjá hluti til viðbótar og settu þá til hliðar í skápnum. Þú getur skipt þeim út fyrir eitthvað annað í skápn- um á næstu þremur mánuðum, sem þú losar þig síðan við. Þú mátt skipta á fötum við aðra sem taka þátt í Verkefni 333. Umfram allt: Ekki fara í náttfötum út í búð og veldu föt sem passa saman og síðast en ekki síst veldu föt sem passa og eru í góðu ástandi. Ef þú fitnar eða grennist á þessum þremur mánuðum fáðu þér þá ný föt eða breyttu gömlu ef þarf. Courtney ítrekar að hún vilji að áskorunin færi fólki gleði. Áskorunin er ætluð konum og karlmönnum á öllum aldri og sem aðhyllast mismunandi lífsstíl. Sjálf er hún frá Salt Lake City í Utah þar sem veðrið er margbreytilegt og segir því að vel sé hægt að gera Verkefni 333 þar sem bæði er hlýtt og kalt. Hún hvetur fólk til að búa til sína eigin útgáfu af áskor- uninni ef það þarf. Hún segir að fólk eigi ekki eftir að taka eftir því að þátttakandinn klæðist aðeins 33 hlutum á þessum tíma. Samkvæmt reynslu hennar er líklegt að fólk taki eftir því að eitthvað hafi breyst en það hafi frekar í för með sér jákvæða athygli og hrós. Nánar er hægt að lesa um þessa skemmtilegu áskorun á theproject333.com. Taktu fataskápinn í gegn segir ekki hlaupið að því og þessi einnota hugsun sé of ríkjandi í tískubransanum, ekki síst í kvenmannsfatnaði. Ætl- ast sé til þess að konur klæðist nýjum og nýjum fötum á meðan karlar komist frekar upp með að vera í sömu jakka- fötunum aftur og aftur. Þórhildur segir að í staðinn fyrir að kaupa tíu buxur úr H&M kaupi hún einar úr góðu efni, jafn- vel fyrir sama pening, en ætlast til þess að þær endist betur. Þórhildur segir að fyrir hennar eigin brúðkaup hafi þau ekki langað til að hafa gjafalista eins og margir ráðlögðu heldur báðu þau um pening. „Fólki fannst skrýtið að gefa pening í brúðkaupsgjöf en það var það sem var best fyrir okkur. Okkur vantaði ekkert og langaði ekki í glingur,“ segir hún. Magnea segir að þegar hún og maðurinn hennar giftu sig hafi þau hreinlega ekki tilkynnt neinum það fyrr en daginn eftir. Þau fóru til sýslumanns og svo út að borða á Eldsmiðj- unni. „Þannig var engin gæsun, engin steggjun og engar gjafir,“ segir hún. Upplifið þið þetta sterkt hjá ykkur sem mótvægi við ríkjandi neysluhyggju? „Já, klárlega,“ segja þær einum rómi og benda á að hluti af starfseminni í Facebook-hópnum sé að taka til í rafræna lífinu, setja til dæmis „unlike“ á allar búðir. Magnea segist ekkert ónæm fyrir auglýsingum frekar en aðrir en þegar búið sé að minnka auglýsingamagnið á netinu séu minni líkur á því að eitthvað verði keypt. Like-síðurnar séu að reyna að fá fólk til að kaupa hluti. Sömuleiðis hafi margir í hópnum fengið sér límmiða frá Póstinum sem banni ruslpóst. Þær segja að það spari meira en ferðir í endurvinnsluna. Það spari líka tímann sem eytt er í að skoða þessa hluti og tímann sem eytt er í að fara í verslunina vegna þess að eitthvað var auglýst á útsölu því útkoman úr slíkum ferðum sé oftar en ekki að eitthvað ann- að og meira sé keypt en útsöluvaran. Þórhildur ferðast töluvert og segir að viðkvæðið sé svo oft þegar heim er komið; var ekki gott að versla þarna? Hvað keyptirðu? „Mér fannst ég meðvitað þurfa að breyta hugs- uninni þegar ég ferðast. Ég verð ekkert að versla, það er ekki það skemmtilegasta sem ég get gert við tíma minn.“ Þórhildur segist hafa upplifað „ljósaperumóment“ um dag- inn þegar hún fór til útlanda. „Vanalega höfum við bara ferðast með handfarangur og farið stutt og yfirleitt til sólar- landa en í þetta skiptið vorum við með bílstól og stóra tösku fyrir jakkaföt því við vorum á leið í brúðkaup. Það var löng halarófuröð fyrir innritaða farangurinn og svo ein lítil bein röð fyrir handfarangursfólkið. Það var eitthvert vesen og stress á flestum sem voru í halarófuröðinni en handfarang- ursröðin rann bara beint í geng. Þetta er eins og lífið,“ segir hún og útskýrir að handfarangursröðin sé góð táknmynd fyr- ir mínimalíska lífsstílinn. „Ég vil vera í þeirri röð.“ Hvað notarðu á einu ári? Magnea segir að mannfólkið sé svo miklir safnarar í eðli sínu. „Þú ert ekki að fara að fletta upp í glósunum frá í menntaskóla. Ekki geyma heldur kennslubækur sem úreld- ast,“ segir hún og bætir við að gott viðmið sé hvort maður noti hlutinn á einu ári. „Í desember langar mig oft að henda útilegudótinu mínu en á sumrin er ég voða fegin að hafa ekki gert það. Jóladótið mitt er núna einn kassi en þeir voru fjórir eða fimm. Við göngum í gegnum flest á einu ári, förum í stórar veislur, brúðkaup og jarðarfarir. Ef þú notar hlutinn ekki innan eins árs, hvenær ertu þá að fara að nota hann?“ Magnea segist jafnframt eiga einn minningakassa, „hóp- myndir úr grunnskóla og slíkt en það er bara einn kassi en ekki hálf geymsla.“ Þær eru sammála um að fyrsta skrefið sé alltaf að losa sig við draslið, henta ónýtum hlutum, gömlu kremunum úr bað- herbergisskápnum og þar fram eftir götunum. Þannig sé auðveldara að vita hvað sé til á heimilinu. „Ef ég veit ná- kvæmlega hvað er í skúffunum hjá börnunum þá er auðveld- ara að halda utan um það,“ segir hún en eins og foreldrar vita eru óskilamunir í ótrúlegu magni í skólum og frístunda- heimilum. „Mínimalisminn byrjar í litlu hlutunum og svo allt í einu eru húsgögnin farin,“ segir Magnea. Þær vilja báðar virkja börnin í þessum lífsstíl. Þórhildur segir að stundum sé verkefnið að ganga frá eitthvað sem börnin ráði ekki við því dótið sé svo mikið. Foreldrarnir séu kannski með eitthvert ákveðið skipuleg sem börnin átti sig ekki endilega á. „Það er miklu auðveldara að ganga frá ef dótið er ekki of mikið,“ segir hún. Einn hlutur inn og annar fer út „Börnin mín vita það að ef þau fá eitthvað nýtt þá þurfum við að skoða hvað þau eigi,“ segir Magnea en þannig fari einn hlutur út í Rauða krossinn þegar annar kemur inn. „Dóttir mín sem er fjögurra ára skilur þetta fullkomlega,“ segir Magnea sem er fylgjandi því að útskýra þetta fyrir börnunum í stað þess að láta hlutina hverfa. Hún keypti dúkku handa dóttur sinni eitt sinn þegar hún kom heim frá útlöndum en hún átti enga. Hrifningin var mikil og þá sagði sú stutta; ,,þá þurfum við að finna eitthvað til að setja í kassann“. Magnea og Þórhildur segja mínimalískan lífsstíl snúast meðal annars um að taka meðvitaðar ákvarðanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.