Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 56
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2015 Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, var í breska blaðinu The Times sögð afar líkleg til að taka þátt í baráttunni um Óskarsverðlaunin á næsta ári en í greininni sem birtist í gær var fjallað um myndina og að það mætti nær slá því föstu að myndin yrði tilnefnd. Daginn þar á undan birtist einnig grein í Guardian þar sem fjallað var um miklar líkur á því að myndir sem eru opnunarmyndir hátíðarinnar eigi mikla möguleika á Óskarsverðlaunatilnefningu. Er þá til dæmis litið til þess að Óskarsverðlaunamyndirnar Birdman og Gravity voru opnunarmyndir hátíðarinnar tvö síð- astliðin ár sem þykir gefa góð fyrirheit um hvað bíði mynda sem fá þann heiðurssess. Hátíðin í Feneyjum hefst 2. september en myndin var forsýnd fyrir evrópska gagnrýnendur í Barcelona í síðustu viku. Kvikmyndin Everest fjallar um lífshættulega för fjallgöngumanna á Everest-fjall árið 1996. UMFJÖLLUN Í BRESKU BLÖÐUNUM Segja Everest Óskarsmynd Baltasar Kormákur hefur sagt Everest vera eitt erfiðasta verkefni sem hann hafi tekist á við. Morgunblaðið/Ómar Aðra helgina í júlí fyrir nákvæm- lega 20 árum var sagt frá því í Morgunblaðinu að í fyrsta skipti væri Rolls skráður til notkunar hér á landi. Eigandi hans var heimskonan Sonja Zorilla sem hafði þá lengi verið búsett í Bandaríkjunum. Sonja sagði í viðtali við Morg- unblaðið að vegfarendur snéru sér við til að horfa á bílinn og þó helst þeir sem sjálfir væru á dýrum og fínum bílum. Sonja var um þær mundir að byggja sér hús nærri Hveragerði og hugðist nota bílinn meðan hún dveldist þar en mynd- in er tekin við hús og bíl Sonju. Bíllinn var nokkurra ára gamall þegar hann var keyptur en hafði lítið sem ekkert verið ekið. Sonja sagði þægindin við að sitja í hon- um vera slík að það jafnaðist á við dvöl á heilsuhæli á hjólum. Sonja vildi ekki gefa upp ná- kvæmt verð bílsins en sagði hann ekki kosta meira en þá ýmsu jeppa sem landsmenn flyttu inn. Til að bíllinn fengist skráður hér á landi gerðu framleiðendur hans þá kröfu að maður kæmi hingað frá Skotlandi árlega til að yfirfara bílinn og hafa eftirlit með honum. GAMLA FRÉTTIN Fyrsti Rollsinn Sonja Zorilla átti fyrstu bifreiðina af gerðinni Rolls Royce sem skráð var hérlendis til notkunar. Myndin er tekin við hús Sonju nærri Hveragerði. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞRÍFARAR VIKUNNAR Marciano Cantero, argentískur tónlistarmaður. Þórgnýr Thoroddsen, Pírati og tómstundafræðingur. Óttarr Proppé, alþingis- og tón- listarmaður. Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Glæsileg lína frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og handverk fara saman Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Við erum stolt af hverju smáatriði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.