Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Matur og drykkir Þ að var létt stemmning á Digranesveginum þegar fimm vinir úr menntaskóla ákváðu að hittast og halda matarboð. Til stóð að ræða viðburð sem fé- lagarnir ætla að efna til á Menningarnótt á Bríet- artorgi. Þeir ákváðu að leggja hver til sinn rétt og setja saman í eina allsherjar veislu. Úr varð alþjóðlegur sam- bræðingur. Fimmmenningarnir eru allir rúmlega tvítugir leikhúsáhugamenn og eru virkir við skapandi skrif og skáldskap af ýmsu tagi. Á Bríetartorgi munu þeir bjóða gestum og gangandi að setja á sig heyrnartól og hlusta á hljóðverk úr eigin smiðju, ýmist ljóð, leikverk eða annan texta. Um leið getur fólk lagst á teppi og fengið sér kex og kakó þannig að stemn- ingin verður notaleg. Þeir nefna viðburðinn Torgið talar. Alþjóðlegt hlaðborð Ýmislegt var á matseðli ungu mannanna þetta kvöld. Þeir hjálpuðust að við matargerðina en Matthías Tryggvi Har- aldsson stóð vaktina á grillinu, Adolf Smári Unnarsson sá um taílensku rækjurnar, Birnir Jón Sigurðsson lagði til húsnæðið og kúrbítinn, Ingólfur Eiríksson sá um að skera tómata og Stefán Ingvar Vigfússon gerði gríska eftirréttinn eftir uppskrift móður sinnar. Í aðalrétt voru taílenskar rækjur eins og þær eru eldaðar í Svíþjóð. „Þetta er persónuleg útgáfa af réttinum mínum á veitingastaðnum Koh Phangan í SoFo-hverfinu í Stokk- hólmi, Södermalm. Þetta er aðalveitingastaðurinn meðal kúlista og rojalsins í höfuðborg Skandinavíu. Oft er mán- aðarlangur biðlist eftir borði innandyra en oftast er hægt að troða sér á borð utandyra. Þar er þó ekki hægt að taka frá,“ segir Adolf. Í forrétt var kúrbítur og sveppir fylltir með piparosti en með rækjunum var maís sem var baðaður í kryddblöndu. Einnig voru þeir með mozzarella og tómatasalat með basil. „Ég vil meina að þetta hafi verið góð blanda þótt þemað hafi verið óljóst. Þetta var kannski örlítið sundurleitt en það má segja að þetta hafi verið alþjóðlegt hlaðborð,“ segir Matthías. Í eftirmat var réttur úr grískri jógurt með hafra- kexbotni og rjóma og ávöxtum. „Þetta var kannski bara heimshornaflakk, enda hyggjumst við leggjast í slíkt,“ segir hann, en þeir félagar hafa ferðast mikið til framanda landa. Ekki hringt í Dómínós Adolf segir að sinn réttur hafi klárlega verið bestur og kvöldið afar skemmtilegt. „Við vildum líta út sem hinir glæsilegustu kokkar og völdum rétti sem okkur fannst fal- legir,“ segir hann, en þeir lögðu mikið upp úr klæðaburði líka. „Það var mjög mikilvægt að sýna að við kynnum að elda og var því mikið lagt í þetta. Við vildum sanna að það yrði ekki hringt í Dómínós,“ segir hann hlæjandi, en vinur þeirra einn hafði spáð því. Adolf segir að þeir hafi vandað vel valið á víni og bjór með matnum, en fyrir valinu varð taílenskur bjór með rækjunum og ítalskt hvítvín sem ber nafnið Stemmari og var valið eingöngu vegna nafnsins. „Það var góður fyrirboði fyrir kvöldið.“ Adolf leyfir Birni að smakka rækjuréttinn, enda mikill metnaður að hafa rækjuréttinn fullkominn. VEISLA UNGRA MANNA Heimshornaflakk á borði FIMM VINIR ÚR MENNTASKÓLA SÝNDU TILÞRIF Í ELDAMENNSKU ÞEGAR ÞEIR LÖGÐU SAMAN KRAFTA SÍNA. RÉTTIRNIR VORU ÆTTAÐIR VÍÐS VEGAR ÚR HEIMINUM OG HVER ÖÐRUM GÓMSÆTARI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is basilíka 1 blaðlaukur 1 næpa (hnúðkál) 2 paprikur Tígrisrækjur í rauðu karríi og kókosmjólk, með grænmeti og sætum basil fyrir 4-5 700 g risarækjur úr Indlandshafi 2 laukar 100 ml rautt karrí „paste“ 6 hvítlauksrif 2 dósir kókosmjólk meðalstórt engifer 2 sítrónur 2 límónur 1 stórt chilli Geng Ped Koong
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.