Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Undanfarna daga hefur grísk vinkona fjöl-skyldunnar verið gestkomandi á heimiliokkar. Tæknin gerði okkur kleift að fylgjast með atburðarásinni í Grikklandi í beinni útsendingu og tókum við af lífi og sál þátt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni og talningunni og síðar eft- irmálanum sem að sjálfsögðu er rétt að hefjast. Olga heitir hún þessi vinkona okkar. Hún var á Ís- landi í fyrsta skipti og átti vart orð yfir þá upp- lifun enda skartaði Ísland sínu fegursta alla dag- ana sem Olga dvaldi hér, sól og sumar og skyggni gott, í stuttu máli: Ísland í góðu skapi. Olga sagði okkur að hún fyndi til ákveðinnar samkenndar með Íslendingum enda væri hægt að finna sam- svörun í fyrri tíðar sögu Grikkja og Íslendinga og einnig nú í samtímanum. Nokkuð kann að vera til í þessu. Gríska fornöldin með litríkri sögu, bók- menntum og heimspeki gerði það að verkum að um nokkurra alda skeið stóðu Grikkir í farar- broddi heimsmenningarinnar. Stundum hefur verið sagt um vestræna heimspeki að hún sé að meira eða minna leyti neðanmálsgreinar við Plató. Þá gætir víða, sem kunnugt er, áhrifa grískra bók- mennta og sagnaritunar. Síðar komu erfiðir tímar, undirokun á langvar- andi nýlenduskeiði, undir soldánum Tyrkjaveldis og ekki fóru Grikkir varhluta af hörmungum styrjalda síðari alda, ekki síst hinnar tuttugustu. Blessunarlega sluppu Íslendingar vel út úr hild- arleik heimsstyrjalda tuttugustu aldar og ný- lendustjórn Dana var ekki sambærileg þeirri harðýðgi sem nýlendur víðs vegar um heiminn þurftu að sæta. Þótt áhrifunum af íslenskri menn- ingu sé ekki saman að jafna við grísk menningar- áhrif, hef ég grun um að almennt geri menn sér ekki grein fyrir því hvern sess miðaldabók- menntir Íslendinga skipa í menningarsögunni. Vitundin um þetta mætti vera ríkari í Stjórnar- ráði Íslands. Ef svo væri mætti ætla að meira fé yrði varið til þess að efla kennslu í íslensku og ís- lenskum bókmenntum við erlenda háskóla. En við eigum meira sammerkt með Grikkjum, og það eru lýðræðishefðirnar. Þótt samfélögin til forna bæði í Grikklandi og á Íslandi væru mjög stéttskipt þá áttum við okkar Alþingi og Grikkir áttu sinn Períkles og nú eigum við það sameig- inlegt að hafa efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvernig skuli forgangsraða hagsmunum fjár- magnsins annars vegar og mannréttindum hins vegar. Hin gríska vinkona okkar sagði að á þessum málum væri mikill áhugi í Grikklandi. Icesave og þjóðaratkvæðagreiðslan gríska væru vörður inn í framtíðina. Fólk kæmi án efa í vaxandi mæli til með að halda um stjórnartauma samfélagsins í beinum og lýðræðislegum kosningum. Undir þetta tók ég. Með augum Olgu * Gríska fornöldin með litríkri sögu, bókmennt-um og heimspeki gerði það að verkum að um nokkurra alda skeið stóðu Grikkir í farar- broddi heimsmenningarinnar. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir hef- ur eytt sumrinu úti á landi og skrifaði í glettni á Facebook í vikunni: „Ég er hérna fyrir austan fjall og búin að vera í 2 mánuði, það hefur enginn boðið mér í bíltúr að Skóga- fossi … frægu skáldi að sunnan sem íhugar forsetaframboð.“ Grínistinn og ritstjórinn Þor- steinn Guð- mundsson með meiru skrifaði á Twitter: „Hvert er orsakasamhengið milli þess að alvöru lunda fer fækkandi á með- an lundasölubúðum í miðbænum fer fjölgandi?“ Leikkonan Saga Garð- arsdóttir gerði játningu á Twitter í vikunni og skrif- aði um heimsókn- ir sínar í sund- laugarnar og öll hvítu eins handklæðin þar: „Ég reikna fast- lega með því að hafa stolið að meðaltali 7 hvítum handklæðum á ári úr handklæðastöndum sund- lauga óvart.“ Stuttu síðar skrifaði hún: „Hugleiðingar konu á hádegi um handklæði: Mér finnst þau vera soldið fælles fyrirbæri. Þið megið eiga öll mín með mér. Gangið í bæinn.“ Og það er meira sem er greinilega eins hjá öllum því fjöl- miðlakonan Inga Lind Karls- dóttir flutti nýlega heim til Ís- lands frá Barcelona og skrifaði á Twitter í vikunni: „Hvenær hættir þessi rosalega skeggtíska? Ég flyt hingað heim til Íslands og þekki ekki karlmenn í sundur lengur #allireins“. Og Logi Berg- mann fylgdist með fréttum af fornleifafundinum í Lækjargötu í vik- unni þar sem m.a. fundust snældusn- úðar og silfurhringur. Hann skrif- aði á Twitter: „Get ég fengið svona fornleifafræðinga heim til mín til að leita að fjarstýringu og bílskúrshurðaopnara?“ AF NETINU Oddur Eysteinn Friðriksson hefur vakið athygli undanfarið ár undir listamannsnafninu Odee en hann hefur nú opnað listsýningu í Da- hlshúsi á Eskifirði þar sem hann sýnir listaverk sín sem gerð eru úr áli; eins konar klippimyndir sem hann hannar á vinnustofu sinni og lætur svo brenna á yfirborð áls í New York. Með því næst fram mjög sérstök áferð í litina og bjarmi. Oddur hefur selt verk sín til bæði einstaklinga og fyrirtækja hér heima og ytra, hannað listaverk fyrir sýningu Íslenska dansflokks- ins og komst meðal annars í frétt- irnar á síðasta ári fyrir að hafa selt eitt verka sinna til þekktrar raun- veruleikapersónu í Bandaríkjunum; Kenneth Joel Hotz úr þáttunum Kenny vs Spenny en hann hefur þar að auki skrifað handrit fyrir þættina Soutpark. Þá hefur Odee haldið einkasýningu og tekið þátt í samsýningu en Gallerí Fold tók hann í umboðssölu síðastliðið haust. Á sýningunni á Eskifirði gerir Odee upp sitt fyrsta ár sem lista- maður og má þar sjá þá þróun sem orðið hefur í sköpun hans á þeim tíma en sýningin stendur til 19. júlí. Oddur Eysteinn er sjálfmennt- aður listamaður en stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann á Ak- ureyri og er þar á öðru ári en sjálf- ur er hann búsettur á Eskifirði. Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee. Állistamaður með sýningu á Austfjörðum Klippimyndir Odee hafa vakið mikla athygli. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.