Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Fjölskyldan Leikfangamarkaður verður á Bernhöftstorfu á horni Bankastrætisog Lækjargötu laugardag milli 13 og 17. Þar selja krakkar m.a. göm- ul leikföng, bækur, föt og límonaði. Ísbíllinn mætir á staðinn og ung- ir rithöfundar lesa upp úr bókinni Eitthvað illt á leiðinni er. Leikfangamarkaður fyrir krakka Krakkarnir á tálgunarnám-skeiði Árbæjarsafns vorueinbeittir á svip með hand- bor og hnífa í hendi þegar blaða- maður mætti á staðinn í vikunni. Verkefnið var að búa til flugna- spaða frá grunni. Nokkrir for- eldrar voru líka á staðnum en ætl- ast er til þess að börn yngri en átta ára séu í fylgd með full- orðnum. Námskeiðið stendur yfir eitt síðdegi, frá 13-16 en kennari er viskubrunnurinn Bjarni Þór Krist- jánsson. Á námskeiðinu læra krakkarnir réttu handbrögðin við að tálga með hníf auk þess að læra að bora með gamaldags handbor. Í lok námskeiðisins er kveiktur lítill varðeldur og fá krakkarnir að grilla brauð á teini. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára og eru tvö á dagskrá í næstu viku, mánudag og miðvikudag en nánari upplýsingar er að finna á Facebo- ok-síðu Árbæjarsafns. „Á hverju heimili er fjöldinn all- ur af hnífum í eldhúsinu og það er eins gott að kunna að meðhöndla þá. Það er ágætt að það sé einhver utanaðkomandi sem brýni þetta fyrir þeim. Það þýðir ekkert að banna þeim þetta, þau fara í hníf- ana og skera sér brauð og fleira. Ég sé þetta fyrst og fremst sem uppeldisatriði að umgangast þá hluti sem eru í kringum mann í líf- inu og meðal þeirra eru hættulegir hlutir eins og hnífar. Besti ald- urinn til að kenna þeim er sex til níu ára, þá hlusta þau á mann og taka mark á manni. Fyrir utan að þetta er bara gleðiuppskretta að geta búið til eitthvað,“ segir Bjarni Þór en námskeiðið býður líka uppá góða samverustund foreldra og barna. „Ég kenni þeim lokuð hnífsbrögð þar sem hnífurinn getur ekki skor- ið þann sem er að tálga,“ segir Bjarni Þór en mikilvægt er að hafa stutt hnífsblað og ýta með þuml- inum á eftir blaðinu en ekki af öllu afli með hendinni. Hann segir að krakkar á þessum aldri hafi mjög gaman af verklegri kennslu og því að vinna í hönd- unum. „Að búa til eittthvað sjálfur, að láta það verða til, þá er það þitt.“ ÖRNÁMSKEIÐ Í TÁLGUN Í ÁRBÆJARSAFNI Gleði að búa til sjálfur Feðgarnir Steindór Arnar og Jón Valur leggja lokahönd á flugnaspaðann. SUNNUDAGSBLAÐIÐ MÆTTI Á TÁLGUNARNÁMSKEIÐ Í ÁRBÆJARSAFNI Í VIKUNNI OG FYLGDIST MEÐ BÖRN- UNUM SKERA ÚT OG SKAPA UNDIR TRYGGRI LEIÐSÖGN BJARNA ÞÓRS KRISTJÁNSSONAR. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Bjarni Þór Kristjánsson kennir börnunum réttu handbrögðin. Á námskeiðinu voru systurnar Jóna og Christa með dætur sínar Írisi Hörpu 6 ára og Töru Lovísu 7 ára, mæðginin Kristín Sif og Þorsteinn 8 ára, feðgarnir Steindór Arnar og Jón Valur 6 ára og bræðurnir Ólafur 10 ára og Gabríel Óðinn 8 ára. Gabríel Óðni finnst gaman að búa sjálfur til hluti. Bjarni Þór kveikir upp í kolunum. Námskeiðið endar á því að krakkarnir fá að grilla brauð á teini. Stund milli stríða, krakkarnir finna sér alltaf eitthvað að gera í skemmtilegu umhverfi Árbæjarsafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.