Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Ferðalög og flakk Við upphaf göngunnar, í bænum Imlil, standa gestum margir kostir til boða. Þ etta var eitthvað annað en áreitið á mannmörgum mörkuðum Marrakesh- borgar, í rétt rúmlega klukkustustundar fjarlægð. Þar köll- uðu ágengir sölumenn á okkur: „Small store – Small price!“; Skinny ladies – Skinny price!“, en þar sem við fetuðum okkur áleiðis upp í skarðið sem blasti við, hátt fyrir framan okkur, hljóp á eftir okkur lítill kiðlingur, vissulega líka ágeng- ur, kumrandi og hnuðandi á okkur leggina en að mati dætranna óskap- legt krútt. Eigandi ferðaþjónustunnar sem ég hafði fundið á netinu og bauð meðal annars upp á þessa áhuga- verðu gönguferð um dalina við ræt- ur Toubkal-fjallsins í Atlas-fjöllum Marokkó, kvaðst heita Mohamed og leysti afar greiðlega úr öllum spurn- ingum sem vöknuðu við undirbúning þessa hluta ferðarinnar til landsins. Við vorum svo sótt í bítið á ríadið okkar í Marrakesh og eftir rúmlega klukku- stundar akstur suður í háan fjallgarðinn sem blasir við frá borginni vorum við komin til bæjarins Imlil, lengst inn á milli brattra hlíðanna. Þar starfa nær allir við ferðaþjónustu, þyrp- ingar skilta vísa á gistihús, matsölur og göngustíga og þar biðu okkar ungur leiðsögumaður, Mohamed að nafni, fróður og vel talandi á ensku, syfjulegur múlasni undir klyfjum og matsveinn sem hann rak áfram og nefnist einnig Mohamed. Og eftir að hafa bætt hlífðarfatnaði og öðrum nauðsynjum á múlasnann var geng- ið af stað, á fótinn upp frá bænum, upp í skarð þar austur af, gegnum lundi með blómstrandi epla- og kirsuberjatrjám. Vorið er frábær tími til göngu um Atlas-fjöll. Heimamenn segja að mars og apríl, þegar gróðurinn er að blómstra, sé líklega besti tíminn til að upplifa þau í sínum fegursta búningi; loftið sé ferskt, hitinn ekki of hár – 17 til 25 stig þessa páska- daga – og svo sé himinninn guð- dómlega blár. Hægt er staðfesta það. Atlas-fjöllin eru svo sannarlega heimsóknar virði – og einnig fyrir þá sem ekki stunda fjallgöngur. Meistarakokkur og múlasni Fyrsti áfanginn, upp í háskarð fyrri dagsins, var strembnasti hluti leið- arinnar. Gengið var upp hlykkjóttan og oft nokkuð grýttan stíg í skjannabjörtu sólskini, milli grósku- legra einiberjatrjáa, úr 1.700 metra hæð áleiðis upp í skarðið í 2.470 metr- um. Dæturnar sem eru á unglingsaldri höfðu ekki gengið áður í svo þunnu lofti og þótti það óþægilegt, þar til kynnin við litla káta kiðlinginn sem slóst í för með okkur fengu þær til að gleyma sér og njóta ferðalagsins. Mohamed matsveinn hafði tekið fram úr okkur og eftir um tveggja tíma göngu komum við að litlum trjálundi við læk og þar var hann búinn að breiða úr teppum og tek- inn til við að saxa grænmeti í salat og elda pasta og klassíska tajine í lokuðum strýtulaga leirpotti yfir gasloganum. Við fórum úr skónum, teygðum úr okkur á teppunum og Mohamed leiðsögumaður hellti snarpheitu tei í lítil glös að dreypa á; við dáðumst að hæðinni sem hann beindi óslitinni bununni úr í glösin. Í ljós kom að kokkurinn var mik- ill meistari og dekrið var rétt að hefjast. Hinn Mohamed dekraði við okkur með því að svara öllum spurningum greiðlega, um sögu, náttúru sem trúarbrögð; þótt ungur sé hafði hann gengið yfir 300 sinn- um á tind Toubkal-fjalls. Eftir að hafa legið á meltunni um stund, og kiðlingurin búinn að stinga af, var brölt upp í skarðið og vissulega tók það nokkuð á fyrir þá óvönu, ekki síst þar sem finna mátti vel fyrir hæðinni. Við vorum bara fjögur fjölskyldan með okkar fylgd- armenn en ung kona í öðrum gönguhópi átti erfitt með brattann og tyllti sér á múlasnann með far- angur þess hóps. Aðvífandi þýskir ferðalangar, sem komu á móti okk- ur, létu hana heyra það og býsn- uðust yfir meðferðinni á skepnunni, þrátt fyrir að heimamenn bæðu þau að hafa lágt, þetta væri jú atvinna þeirra og hlutverkið að koma fólki á leiðarenda. Og konan komst á múlasnanum upp í skarðið og við líka. Þar var tekið á móti okkur með einfaldri sjoppu þar sem Fanta-flöskur stungust út úr skafli og var svala- drykkurinn vel þeginn meðan horft ATLAS-FJÖLLIN ERU VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR Gengið um dali Berba SÍVAXANDI STRAUMUR FERÐAMANNA LIGGUR TIL ATLAS-FJALLA Í MAROKKÓ ENDA ER HÆGT AÐ FARA ÞAR Í FJÖLBREYTILEGAR OG HEILLANDI GÖNGUFERÐIR, JAFNT Á HÁA TINDA SEM UM FAGRA DALI BERBANNA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * Heillandiómur afhefðum í þess- um fátæklega en gestrisna heimi. Fegurðin er víða mikil í dölunum við rætur Toubkal-fjallsins. Um páskana stóðu epla- og kirsuberjatré í blóma og setti óviðjafnanlegt blómskrúðið mikinn svip á hlíðar og dalbotna. Ofar í hlíðunum ber meira á djúpgrænum einiberjatrjám. Mohamed matsveinn og vel hlaðinn múlasninn á leið upp hlíðina í morgunþokunni, hjá húsum heimamanna. Notalegur áningarstaður á hlöðnum stalli í útjaðri eins þorpsins; ferðafélagar hvílast eftir hádegisverð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.