Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 15
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 um við gríðarlega sterka fjölskyldu.“ Álasarðu þér fyrir að hafa farið að sofa? „Já, ég geri það. En ég ætlaði aðeins að sofa í stuttan tíma. Báturinn var á sjálfstýr- ingu og hásetinn átti að vekja mig 10 mílum áður en við kæmum að Þrídröngum. Þannig að ég ætlaði að sofa í þrjá til fjóra tíma. Þetta er eitthvað sem maður lifir með.“ Var ekki venja að menn hvíli sig um borð? „Jú, vissulega. Ég var búinn að vera við brúna í 12 tíma og áður hafði ég ekið bíl frá Breiðdalsvík í Garðinn. Útgerðarmaðurinn var með okkur. Við vorum sex til sjö tíma á leið- inni,“ segir Hákon Jónas og verður síðan al- varlegur. Augun verða rök. „Ef ég má tala hreint út er eins og það slökkni á einhverju þegar svona gerist. Ég varð alveg kaldur í tíu ár. Maður hafði allt í einu ekkert að gefa. Ég varð mjög kaldur gaur eftir slysið. Varð að miklum einfara. Ég átti fjögur börn með tveimur konum og það er ekki fyrr en á seinni árum að þessi hlýleiki hjá mér er kominn aftur í eðli mitt. Ef maður vinnur ekki úr þessu og ef maður talar ekki um þetta – það er verst ef enginn spyr mann – þá verður engin framför. Ég er alinn upp við að vera nagli, sjómaður, sterkur gaur og allt það. Hvort sem það eru strákarnir fyrir vestan núna um daginn eða aðrir sem lenda í svona, þá erum við allir eins. Ef þeir vinna ekki úr þessu verður þetta hjá þeim eins og hjá mér. Nú eru liðin 25 ár. Ég verð enn klökkur við að tala um þetta. Maður brýtur svolítið sína eigin fjölskyldu og sundrar henni, jafnvel eins og í mínu tilviki. Svo fór að við konan mín skildum síðar. Svo hitti ég þessa yndislegu konu, Bergþóru, og hún leyfði mér ekki að þegja. Með því var þögnin á enda,“ segir Hákon Jónas. Hann og Bergþóra hófu sambúð árið 2006, sama ár og hann skildi aft- ur. Hann kynntist fyrstu konu sinni, Guðrún Þorkelsdóttur, árið 1974 og átti með henni tvær dætur, Svövu Björk og Írisi Dögg. Stuttu eftir fyrri skilnaðinn kynntist hann Gerði Helgadóttur og eignuðust þau Dönu Rún og Helga. Bergþóra á fjögur börn frá fyrra hjónabandi og saman eiga þau Hákon Jónas tíu barnabörn. Hákon Jónas fer aftur að tala um slysið. Fann ekki ró í sálinni „Ég gat ekki einu sinni sannfært sjálfan mig um að ég hefði ekki gert mistök. Það gat eng- inn sagt mér, hvorki Einar né sjórétturinn, hvað gerðist. Báturinn hreinlega steytti á skeri. Allavega hef ég ekki fengið þá ró í sál- inni að ég hafi ekki gert mistök.“ Nú gerum við öll mistök. Geturðu ekki sagt slíka hluti við sjálfan þig? „Þarna var um líf og limi að tefla, ekki bara peninga. Við björgumst báðir. Það er plúsinn.“ Og þú drýgir hetjudáð? „Já. Það kom gamall maður til mín – og ég vissi engin deili á honum – og sagði, „Hákon minn. Þú færð væntanlega aldrei neitt heið- ursmerki fyrir þetta. En hér eftir kallast þú gæfumaður. Maður sem bjargar mannslífi, hann er gæfumaður.“ Þetta er eiginlega það fallegasta sem hefur verið sagt við mig. Þegar slysið varð bjuggu tvö eldri börnin mín í Svíþjóð. Ég hef hugsað til þess síðar að það hvarflaði ekki að mér að hringja í þau til að láta þau vita hvað hefði gerst. Síðan fá þau Moggann til Svíþjóðar, sjá fréttina og hringja í pabba sinn. Þá var ég svo kaldur fyrir þessu að ég ætlaði bara að láta þetta vera búið og gert. En þessu lauk aldrei. Það er nú málið. Mér líður þó vel í dag, sérstaklega af því að ég get talað um þetta.“ Einari var orðið mjög kalt Leyfist mér að spyrja hvers vegna þetta var svona mikið áfall. Var það vegna þess að þú horfðist í augu við dauðann? „Ég var aldrei hræddur um sjálfan mig á skerinu. En ég var gríðarlega hræddur um Einar. Hann var lengur í sjónum og hann var grennri og eldri. Honum var svo kalt og ég þurfti að halda utan um hann í klukkutíma, veita honum líkamshita frá mér.“ Stóðuð þið upp úr sjónum? „Já, við stóðum upp úr á skerinu. Það var hins vegar aðeins orðið fet eftir í sjóinn þegar björgunin barst. Það var farið að flæða að. Þannig að eftir klukkutíma hefðum við verið í sjónum.“ Hefðuð þið þá líklega drukknað? „Já.“ Hefurðu hugsað þér að ræða við aðra sem hafa lent í svipaðri lífsreynslu? „Bergþóra hefur veitt áhöfnum áfallahjálp. Þetta er gríðarlega mikil vinna. Nú er ég orð- inn sextugur og þakka fyrir hvert ár sem ég fæ. Árin verða sífellt betri. Ég er auðvitað tilbúinn að hjálpa fólki eftir því sem ég hef kunnáttu til. En í flestum tilfellum eru menn betur settir að komast að hjá vel menntuðu fagfólki,“ segir Hákon Jónas og skiptir um umræðuefni. „Meðan ég var á sjónum þekkti ég ekki börnin mín. Nú finnst mér ég vera að kynnast þeim upp á nýtt. Þau eru farin að segja að karlinn sé orðinn mjúkur. Ég hugsa að ég sé farinn að gefa meira af mér í dag en ég gerði. Ég held að það sé konunni minni að þakka. Hún leyfir mér ekkert að þegja. Hún sagði að það hefði ekki verið neitt líf í mér. Bara kuldi í augunum. Það var tekið svo mikið frá manni,“ segir Hákon Jónas. „Við styðjum hvort annað.“ Þau Bergþóra eru bæði frímúrarar. Hákon Jónas segir þann félagsskap hafa gefið sér mikið. „Þeir hjálpuðu mér mikið að finna hjartað mitt aftur, að finna góðmennskuna í sjálfum mér. Mér finnst ég alltaf vera að verða líkari sjálfum mér eins og ég var fyrir slysið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Á baksíðu Morgunblaðsins 26. ágúst 1990 var viðtal við Hákon Jónas og félaga hans Einar Matthíasson. Einar var þá hinn brattasti. Á forsíðu Morgunblaðsins 10. mars 1956 var fjallað um slysið þegar Vörður sökk. Faðir Hákonar Jónasar drukknaði í slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.