Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 É g sé aftan á Steinunni Eldflaug þegar ég geng út í garð kaffihúss í miðbæ Reykjavíkur á sólríkum júnídegi, þar sem við höfum mælt okkur mót. Hún drekkur te og situr við lestur en gengur snögglega frá bók- inni ofan í tösku þegar ég kynni mig. „Vin- kona mín gaf mér þessa bók en ég reyni allt- af að láta engan sjá kápuna,“ útskýrir Steinunn nokkrum mínútum seinna og sýnir mér eitt bókarhornið, ég sé glitta í fimm- arma stjörnu. „Þetta er svona fræðibók um sögu norna um allan heim,“ segir Steinunn. „Ég hef haft áhuga á nornum frá því ég var lítil og sagði fólki að ég væri norn. Mér datt einmitt í hug þegar ég sá þig að þú værir kannski norn líka.“ Ég get varla neitað því. Við hefjum spjall. Nafnið þitt er forvitnilegt. Hver er Stein- unn Eldflaug og af hverju „Eldflaug“? Steinunn hlær. „Ég er bara manneskja... ekki eldflaug. En mig langar til þess að fara í eldflaug. Það er draumurinn minn. Ég hef alltaf verið heilluð af geimnum og öllu sem flýgur og fer með mann burt frá jörðinni og mig langaði að heita eftir einhverju sem mér finnst skemmtilegt. Ég fékk þetta reyndar ekki samþykkt af mannanafnanefnd en gerði mitt besta. Það er „ekki hefð fyrir því í ís- lensku máli að fólk heiti eftir farartækjum“ en ég nota þetta samt núna og verð alltaf jafnglöð þegar ég man að ég heiti Steinunn Eldflaug. Það er alltaf verið að spyrja mann hvað maður heiti og þá er mjög gott að nafnið gleðji mann þegar maður segir það,“ segir Steinunn og brosir. „Svo getur líka verið gott að hafa nafn sem er ekki manns eigið nafn, til dæmis þegar maður er feiminn. Í mörg ár kynnti ég mig alltaf með einhverjum öðrum nöfnum, ég hét „Hannes“ og „Bleikur vitleys- ingur“ og svoleiðis. Ég kunni bara ekki að kynna mig með mínu eigin nafni og er enn að hitta fólk sem þekkir mig bara sem Hannes! Ég fattaði samt ekki að maður gæti skipt um nafn fyrr en pabbi ákvað að skipta um nafn þegar hann varð fimmtugur. Nafn er ekkert sem maður verður að hafa. Maður breytist og þá heitir maður kannski bara eitthvað annað einn daginn. Maður er ekki nafnið sitt.“ „More is more“ „Ég ólst lengst af upp í Breiðholtinu og mér leið alltaf eins og við byggjum uppi í sveit, Elliðaárdalurinn var rétt hjá. Ég laumaðist þangað en mátti það ekki,“ segir Steinunn sem byrjaði ung að hrífa fólk með sér inn í aðra veröld. „Ég gekk um hverfið og spurði krakkana hvort þeir vildu koma með mér í „töfraland“ og svo stalst ég með þau niður í Elliðaárdal. Á einum stað var landamæra- vörður í glerbúri sem við þurftum að passa okkur á og ef einhver sagði mér að hann sæi ekki vörðinn, þá var það auðvitað af því að hann var ósýnilegur. Mér fannst þetta ótrú- lega skemmtilegt, að leiða fólk með mér inn í aðra veröld og þetta er ég enn að gera á tónleikum. Það er svo gaman þegar maður nær því að allir tónleikagestirnir fari saman í einhvern annan heim. Þá hefur maður búið til töfraheim fyrir fleiri en bara sjálfan sig. Auðvitað er mjög margt í gangi á tónleik- unum mínum og ég hef heyrt að sumum finnist það of mikið og verði ringlaðir. En þeir verða þá bara að fara á einhverja aðra tónleika. Í Listaháskólanum var alltaf verið að segja manni að „less is more“ en ég hugsa frekar bara „more is more“ og fylgi því,“ segir Steinunn glettin og tekur nýlega tónleika sína á Secret Solstice sem dæmi, þar sem hún tók þrjú listaverk með sér upp á svið, tvö dýr með glóandi augu og eitt hvítt dýr sem hún varpaði myndbandi á. „Svo var ég með ljós og reyk og allt það. Auðvitað er líka heillandi að standa bara einn og nakinn á sviðinu og spila...“ Steinunn hættir að tala og hugsar sig um. „Já, kannski geri ég það einhvern tíma. Þá er maður bara alveg með fólkinu. Ef skrautið á tónleikum verður of mikið, þá missir maður nefnilega tengslin við fólk í salnum og það verður of mikil skipting á milli áhorfenda og „atriðisins“. Mér finnst erfiðast að halda tengslum ef hlutirnir á sviðinu eru hvorki fáir né margir... það er allt í lagi að þeir séu vandræðalega fáir því þá er maður bara að spila. Og ef þeir eru mjög margir, þá gerist eitthvað líka, það skapast einhver heild. Svona töfraheimur.“ Byggir sjálf sinn töfraheim Ertu aldrei hrædd um að týnast í töfraheim- inum? „Jú...“ Steinunn dregur seiminn. „Þetta getur verið erfitt. Manni finnst maður kannski vera með öllum en er í rauninni dá- lítið útundan og í sínum eigin heimi. Ef mað- ur vill ekki verða einmana þá verður maður að reyna að vera í hinum heiminum líka. Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en fyrir skömmu þegar ég var í partýi hjá vini mín- um. Á einum tímapunkti sagði hann: „...en þú veist að töfrar eru ekki til.“ Og það var eins og köld gusa í andlitið því ég hef aldrei pælt í því. Maður byggir sjálfur sinn eigin heim og hjá mér er allt töfrandi, alveg síðan ég var lítil þegar mamma sagði mér að fífl- arnir segðu að sumarið væri á næsta leiti. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.