Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 HEIMURINN MEXÍKÓ MEXÍKÓBORG uYfir áfram leit Joaquín „e haldi á laug stu Guzmáns þ hans grófu undir yfirb Guzmáns, ekki til. Gö Guzmán, s ANDARÍKINB HATTANOOGAC mliHin Moh hóf sk g særði þrjá áður ei fjóra landgönguliða okjahers í Chattan verið einn að verki, entil annars en að Abdulazeez hafiendirn skaut hann tillögre íkjaforseti sagði árásinadæðinu. Barack Obama Bandars fym ástkkert vitaðenn er rir ó m og fjölskyldum þeirra.ss að biðja fyrir fórnarlömbunuenna ogóskilja til þe emen nn að sa“ borg ráttu.agarmanna eftir ristdðfestar fregnir he fnborgarmarkanna inns er. Sókn stjó rásirþeiri-Ar öðumpre ana. ÞÝ ÍRL þýska þinginu það hv ið omu ort Evrópusamband g óðagjald tu aelþj yrissjóðurinn æt ð hefja á ný ððræ ur við Grikki um skuldamál Grikkla Þýska ðræ essður nú vera sí ko ndi.ma í veg fyrir ringulreið í Grikkla rkelMe Alræmdur grimmdarseggur og yfirmaður Quds-sveitanna írönsku, Qassem Suleimani, hefur m.a. sést á myndum sem teknar hafa verið í aust- urhéruðum Íraks. Hann var þar að kanna aðstæður og ræða við liðsforingja sem að- stoða Íraksher. Quds hefur yfirumsjón með fjölda samtaka og minni hópa sem Íranar geta oft beitt til að auka áhrif sín á átaka- svæðum eða notað til að beina athygli umheimsins frá Íran þegar þörf krefur. Nefna má Hizbollah í Líbanon, Ham- as á Gaza, Houthi- skæruliða í Jemen og fleiri. Ef samningurinn við Írana umað draga tímabundið úr um-fangi kjarnorkutilrauna og minnka birgðir af auðguðu úrani gengur eftir mun fjárhagur klerka- stjórnarinnar í Teheran taka stakkaskiptum innan nokkurra mán- aða. Refsiaðgerðum verður smám saman aflétt, Íranar geta farið að selja mikið af olíu á heimsmarkaði. Þeir geta keypt varahluti sem þá hefur sárlega skort í mörg ár, end- urnýjað mikilvæga innviði og verk- smiðjur. Ekki nóg með það: eignir upp á allt að 140 milljarða dollara sem voru frystar í Bandaríkjunum þegar klerkastjórnin náði völdum 1979 munu verða aðgengilegar á ný. Fjárstraumurinn verður mikill. Barack Obama Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans gera sér vonir um að írönsk stjórnvöld noti tækifærið og bæti kjör íbúanna, efli sjúkrahúsin, lagi vegina, treysti efnahagsund- irstöður ríkisins. Og margir ungir Íranar vilja gjarnan geta komist í bandaríska háskóla. Forsenda þess er að samningurinn verði til að bæta sambúð ríkjanna tveggja. En fram kemur í grein í New York Times að fáir eigi von á að friðarvonir muni vænkast á næst- unni í Miðausturlöndum þrátt fyrir samkomulagið. Íranar eru stað- ráðnir í að verða aftur staðbundið stórveldi á svæðinu og samning- urinn merkir ekki að þeir muni eyða öllum búnaði sem þeir hafa komið sér upp til kjarnorkurannsókna. Grannþjóðirnar treysta því engum loforðum þeirra, sumir óttast að Ír- anar muni hefja vopnasmíði með leynd. Það sé ástæðan fyrir því að þeir tryggðu að Alþjóðakjarnorku- málastofnunin, IAEA, gæti ekki fyr- irvaralaust komið í eftirlitsferðir á tilraunastöðvar og aðra staði. Fullar hendur fjár Sérfræðingar um írönsk málefni benda einnig á að samið hafi verið um að vopnasölubanni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði aflétt. Sumir þeirra hafa miklar efasemdir um að harðlínumenn í Teheran muni sætta sig við mikla þíðu í sam- skiptunum við „Stóra Satan“, eins og Bandaríkin eru jafnan kölluð á útifundum í Íran. Peningana sem nú verði til ráðstöfunar sé hægt að nota til góðra verka. En einnig megi efla hefðbundinn vopnabúnað og styðja enn betur við bakið á margs konar ofstækis- og hryðjuverka- samtökum sem Íranar hafa síðustu áratugina haldið uppi víða um Mið- austurlönd. Og efla netárásir. Auk þess verður hægt að verða enn rausnarlegri en hingað til við stjórn Bashars al-Assads Sýr- landsforseta enda hefur Assad fagnað ákaft samningnum við Íran. Í honum er m.a. kveðið á um að hætt verði að refsa með ferðahöml- um og öðrum óþægindum ýmsum einstaklingum í embættismanna- kerfinu í Íran. Einn þeirra er Qass- em Suleimani, æðsti maður Quds- sveitanna og Lýðveldisvarðarins. Hann er eins konar aukaherlið til hliðar við sjálfan her Íslamska lýð- veldisins Íran. Lýðveldisvörðurinn er ein áhrifamesta stofnun landsins og fer oft sínu fram, hefur þannig haslað sér völl í ýmsum arðvæn- legum atvinnugreinum. En hann lít- ur á sig sem brjóstvörn íslams og lýðræðisbyltingarinnar sem klerk- arnir rændu 1979. Úrvalssveitirnar, Quds, eru svo framvarðasveit harðlínumannanna sem hafa mest með kjarnorku- tilraunastöðvarnar umdeildu að gera. Og þær ráða mestu um stefn- una gagnvart Írak og Sýrlandi. Liðsmenn (og leigumorðingjar) Quds hafa árum saman verið not- aðir til að myrða pólitíska andstæð- inga klerkastjórnarinnar utan Írans en einnig er vitað að þeir hafa tekið þátt í að skipuleggja aðgerðir Sýr- landshers og aðstoða her Íraks í slagnum við Ríki íslams, IS. Eitt er víst: Hvorki Suleimani eða aðrir íranskir harðlínumenn eru lík- legir til að sætta sig mótspyrnulaust við að sambúðin við Bandaríkin og Vesturlönd yfirleitt verði svo ljúf og vinsamleg að hatursáróðurinn gegn þeim og Ísraelum fari að hljóma fá- ránlega. Þeir eiga allt sitt undir því að vestræn áhrif og gildi grafi ekki undan ofstæki og íslamstrú lands- manna. Þá gæti klerkastjórnin fallið í lýðræðisbyltingu og Quds með henni. „Hvort sem samningar nást mun Íran halda áfram að hafa slæm áhrif á öllu svæðinu [Miðaust- urlöndum],“ sagði Joseph F. Dun- ford Jr., hershöfðingi og vænt- anlegur nýr forseti herráðs Bandaríkjanna, á fundi með öld- ungadeildarþingmönnum í liðinni viku. Liðsmenn Quds klæjar í lófana ÞEGAR BÚIÐ VERÐUR AÐ AFLÉTTA REFSIAÐGERÐUM ÖR- YGGISRÁÐS SÞ GEGN ÍRAN MUNU TEKJUR RÍKISINS SKYNDILEGA AUKAST MJÖG. EKKI ER LJÓST HVORT ÞETTA MIKLA FÉ MUN ÝTA UNDIR FRIÐ Í MIÐAUSTURLÖNDUM. MÖRG ÚTIBÚ ÍRANA Íranar fagna í Teheran þegar staðfest hafði verið á þriðjudagskvöld að náðst hefðu samningar í viðræðum um kjarnorku- tilraunir Íransstjórnar. Mánuðir munu líða áður en ljóst verður hvort niðurstaðan verður samþykkt á Bandaríkjaþingi. AFP * Stjórnvöld í Íran styðja ofbeldisfulla ofstækismenn ogögra okkur á öllu svæðinu.Barack Obama Bandaríkjaforseti árið 2008.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.