Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 4
Af druslum og femínískum byltingum Druslugangan gengur út á aðskila skömminni þangaðsem hún á heima, vegna þess að það er allt of algengt að skömminni sé varpað á þolendur kynferðisofbeldis en ekki ger- endur.“ Þetta segir María Rut Kristins- dóttir, talskona druslugöngunnar svokölluðu sem fram fer í dag, laug- ardag, en gengið verður frá Hall- grímskirkju klukkan tvö. Uppá- tækið á rætur að rekja til Toronto í Kanada, þar sem lögregluþjónn að nafni Michael Sanguinetti mæltist til þess að „konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur [e. sluts] til að fyrirbyggja kynferðislegt of- beldi“ árið 2011. Ummælin vöktu hörð viðbrögð víða um heim, þar sem árlega eru haldnar druslugöng- ur til að mótmæla viðhorfum af þessu tagi. María telur vakningu vera að eiga sér stað þar sem druslugangan er eitt af mörgum ný- legum uppátækjum eða byltingum, eins og margir myndu frekar segja, sem berjast fyrir kynferðislegu jafnrétti með ýmsu móti. Komið að suðupunkti „Þessi ummæli lögregluþjónsins lýsa ákveðinni orðræðu sem hefur tíðkast lengi í garð þolenda,“ segir María. „Þetta var komið að suðu- punkti, og þess vegna verður druslugangan að því sem hún er, því það var tilefni til að rísa gegn svona orðræðu.“ María segir tilgang og tilefni druslugöngunnar á Íslandi hafa þróast síðan hún var fyrst gengin árið 2011. „Þetta er tvíþætt,“ segir hún. „Annars vegar er það orðræðan – það er aldrei verið að bjóða upp á ofbeldi þó að maður sé fullur eða klæddur svona eða hinsegin – en á Íslandi hefur druslugangan enn- fremur færst yfir í að vera sam- stöðuganga til að standa upp gegn kynferðisofbeldi almennt og standa með þolendum.“ Ný merking orðsins drusla Aðspurð hvað átt sé við þegar fólk kveðst vera druslur á strætóskýlum bæjarins og víðar segir María: „Við tókum þá ákvörðun að taka orðið drusla, sem er meiðandi orð, úr höndunum á þeim sem nota það til að meiða fólk, til að snúa því upp í eitthvað jákvætt. Þarna er gripið til vel þekkts ráðs í aktívisma í mannkynssögunni,“ útskýrir hún. „Í okkar orðabókum þýðir „ég er drusla“ það sama og „ég á mig sjálf eða sjálfur og það má enginn beita mig ofbeldi“. Ef maður er á móti kynferðisofbeldi er maður drusla.“ Hún bætir við að gangan sé ekki bara fyrir konur. „Við viljum vekja athygli á því að kynferðislegt of- beldi er ekki bara kvennamál, karl- ar eru líka þolendur og þöggunin í kringum þá er mun meiri en í kringum konur. Þetta er ganga fyr- ir alla.“ Mikið bataferli í göngunni „Þeim mun fleiri sem mæta þeim mun háværari skilaboð sendum við út í samfélagið um hvernig við vilj- um að sé talað um þessa hluti og ekki síður hvernig tekið sé á þeim.“ Aðspurð hvað þurfi helst að bæta segir María: „Það eru einfaldir hlutir eins og hvernig tekið er á móti þolendum hjá lögreglunni, hvernig aðstaðan er hjá neyðarmóttökunni og hversu langan tíma það tekur fyrir ein- stakling að fara í gegnum réttar- kerfið. Þetta er rosalega erfiður mála- flokkur og það væri hægt að bæta umgjörðina töluvert, svo það sé meiri hvatning fyrir einstaklinga að kæra fyrir kynferðisofbeldi. Í dag er það mjög ógnvekjandi því það er langt og strembið ferli, tölfræðin talar gegn því og það er ekki verið að halda utan um einstaklinginn sjálfan í ferlinu.“ María segir málstað druslugöng- unnar sér mjög hugfólginn. „Já, afskaplega. Þessi ganga hef- ur hjálpað mér ofsalega mikið við að taka mína skömm og skila henni þangað sem hún á heima, þar sem ég er þolandi sjálf. Það er mikið bataferli sem á sér stað við að taka þátt í þessari göngu.“ Ein af mörgum byltingum María telur vakningaröldu vera að eiga sér stað í þjóðfélaginu og bendir í því samhengi á að druslu- gangan er bara ein af mörgum ný- lega tilkomnum hreyfingum sem hafa það að markmiði að berjast fyrir jafnrétti kynjanna með ýmsu móti. Hvort sem tilefnið er að mót- mæla orðræðu í kringum kynferð- islegt ofbeldi, afklámvæða geirvört- una, benda á daglegt kynferðislegt misrétti eða að hjálpa þolendum of- beldis að stíga fram og segja frá, deili allar uppákomur, hreyfingar eða byltingar af þessu tagi einu og sama lokamarkmiði. „Það er ungt og róttækt fólk að stíga fram og ríða á vaðið með öll- um þessum byltingum, og ég held að það sé liður í því að við erum loksins farin að tala um þessa hluti. Þetta tvinnast allt saman og snýst um að við viljum lifa í samfélagi þar sem við getum öll verið sátt, átt okkar pláss og þar sem ríkir jafn- rétti.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg DRUSLUGANGAN ER GENGIN TIL AÐ MÓTMÆLA ORÐRÆÐU Í KRINGUM KYNFERÐISOFBELDI OG SÝNA ÞOLENDUM ÞESS SAMSTÖÐU. ÞEIR SEM AÐ GÖNGUNNI STANDA VILJA BREYTA MERKINGU ORÐSINS „DRUSLA“ OG TELJA VAKNINGARÖLDU VERA AÐ EIGA SÉR STAÐ UM MÁLEFNI GÖNGUNNAR. Druslugangan hefur hjálpað Maríu Rut mikið við að taka sína skömm og skila henni þangað sem hún á heima, þar sem hún er sjálf þolandi kynferðisofbeldis. Morgunblaðið/Eggert * Þolendur kynferðislegs ofbeldis finna margir til ríkrarsamstöðu þegar druslugangan á sér stað og getur slíktorðið þeim haldreipi í bataferlinu eftir ofbeldið.ÞjóðmálMATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 „Þegar ég segi að fjórða bylgja femínismans sé að ganga yfir þá upplifi ég það þannig að eitthvað stórt sé að fara að gerast á næst- unni. Ég finn það á mér að sam- félagið er tilbúið að taka við breytingum. Þessar hreyfingar eða byltingar koma ein á eftir annarri og ég trúi því að það eigi bara eftir að halda áfram.“ Þetta segir Adda Þóreyjar- dóttir Smáradóttir, sem er einn af forsprökkunum á bak við brjósta- byltinguna svokölluðu, en hún kom hlutunum af stað þegar hún birti mynd af sér berbrjósta á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr á árinu. Í kjölfarið fylgdu fleiri ber- brystingar, myllumerkið #freethenipple komst í notkun, sem vakti mikla athygli, og fem- ínistafélög framhalds- og háskóla efndu til svokallaðs „free the nipple“ eða „frelsum geir- vörtuna“ dags, sem var svo síð- ar haldinn í mun stærra sniði á Austurvelli. „Samstaðan var svo rosalega mikil á netinu, og endaði með því að allir fóru að reyna að afkyngera brjóstin sín. Þetta snýst um að segja nei við því að brjóst séu kyngerð þegar aðrir vilja, ekki þegar við viljum.“ Adda telur brjóstabyltinguna og druslugönguna óneitanlega tengjast með vissum hætti. „Þetta tengist druslugöngunni að því leyti að það hvernig þú klæðir þig er spurning um þitt val, þú átt þinn líkama og það á ekki að þurfa að neyða þig í neitt.“ Adda Þóreyjar- dóttir Smáradóttir FJÓRÐA BYLGJAN GENGUR YFIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.