Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 18
Ferðalög og flakk Morgunblaðið/Ómar *Þó svo að þú hafir ætlað þér að slaka á í frí-inu á sólarströnd, þýðir það ekki að þú þurf-ir að flatmaga við sundlaugarbakkann allantímann. Fjölmargar ferðaskrifstofur bjóðaupp á kynnisferðir til nærliggjandi borga frááfangastaðnum þannig að hægt sé að upplifasmá menningu í bland við afslöppun. Hvers vegna ekki skella sér til Marokkó eða Gran- ada ef maður er að fara til Costa del Sol? Nýttu þér kynnisferðirnarMenning og afslöppun fer vel saman. hann úti bloggsíðunni www.millennialmoola- .com, þar sem hann skrifar m.a. um hvern- ig hægt sé að ferðast án þess að eyða of miklum peningum. Frá Norðurlöndum til Austur-Evrópu Fyrsti leggur Hornsby í heimsreisunni mun vara fram til jóla, en þá ætlar hann aftur til Bandaríkjanna þar sem hann vill halda jólin hátíðleg í faðmi fjölskyldu og vina. Eftir jólin heldur reisan þó áfram, þar sem hann heldur til Ástralíu og Asíu. Hornsby segir að það gangi ekki alveg nógu vel að halda sig við fjárhagsáætlunina á meðan hann er á Íslandi. Hann hafi þó ákveðið að jafna það út á meðan hann dvel- ur í Austur-Evrópu, enda er þar allt tölu- vert ódýrara. Travis flaug frá Íslandi fyrir rúmlega viku og hélt hann til Noregs, þaðan til Sví- þjóðar, Finnlands og Eistlands. Hann hlakkaði mikið til að komast til Austur- Evrópu enda fær hann meira fyrir pening- inn þar, og gildir þá einu hvort um er að ræða gistingu, mat, eða skoðunarferðir. Hann ætlar að skipuleggja ferðalagið sem minnst fram í tímann, en til að byrja með hafði hann bókað flug um Norðurlönd til þess að halda í við fjárhagsáætlunina. orðið ljóst að hann þyrfti að ganga í augu yfirmanna sinna með öðrum hætti en hann hefði sjálfur viljað, sem hefði verið með því að takast á við verkefnin, en hann og hans teymi komu að stýringu 100 milljarða dala skuldabréfasjóðs. Hornsby segir að til að gera yfirmönnum sínum til geðs hafi hann þurft að styrkja „réttu“ góðgerðarfélögin og mæta á „réttu“ viðburðina. Allt eftir höfði yfirmanna sinna. Þá óttaðist hann líka að skuldsetja sig líkt og hann horfði upp á samstarfsmenn og vini sína gera til að fjármagna stór og fín hús, svo hann ákvað að segja upp. Það sem gerði útslagið var auglýsing frá WOW Air sem hann sá á Facebook. Hornsby tók upp á því að lifa eftir svo- kölluðum mínimalískum lífsstíl. Hann hafði safnað sér nokkrum tugum milljóna ís- lenskra króna og segist hann því geta lifað á 50 dölum á dag án þess að ganga á sparnaðinn, miðað við að hann nái að ávaxta hann um átta prósent á ári. Þegar Hornsby hætti í vinnunni gaf hann út bókina „25 er nýja 65: Hvernig á að „fara á eftirlaun“ svívirðilega snemma og gera það sem þig langar“ og er titill bók- arinnar nokkuð lýsandi fyrir innihaldið, en bókin fæst m.a. á Amazon. Einnig heldur E inhver situr í skugganum í dag, því einhver gróðursetti tréð fyrir mörg- um árum, sagði fjárfestirinn Warren Buffet fyrir löngu og í dag ferðast Travis Hornsby, bandarískur hagfræðingur, um heiminn á vöxtunum af sparnaði sínum, af því að hann tók skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum. Fyrir tilviljun rakst ég á Hornsby á Íslandi, sem var fyrsti viðkomu- staður hans í heimsreisunni, við settumst niður og hann sagði mér frá því hvers vegna hann ákvað að snúa af braut í átt að frama hjá stóru fjármálafyrirtæki, frá bók- inni sem hann gaf út og frá ferðalaginu sínu. Gaf út bók um fjárhagslegt sjálfstæði Hornsby er hagfræðingur að mennt og komst hann hjá því að skuldsetja sig á há- skólaárunum þar sem hann hlaut skólastyrk frá Flórída-háskóla í Bandaríkjunum, en hann segir það vera mikilvægan þátt í því að hann hafi yfirhöfuð getað sagt upp vinnunni og ferðast um heiminn. Hann tók einnig skynsamlegar ákvarðanir fjárhagslega á meðan hann var í skóla og fyrstu árin eftir útskrift. Í dag er Hornsby 25 ára gamall og á hann uppsafnaða nokkra tugi milljóna króna vegna skynsamlegra ákvarðana sinna, en einnig tókst honum að ávaxta spariféð á hlutabréfamarkaði. Hornsby fullyrðir að allir geti gert slíkt hið sama, ferðast fyrir sparnaðinn á þrí- tugs- eða fertugsaldrinum og þannig „farið snemma á eftirlaun“. Það sem skipti mestu máli sé að viðkomandi séu tilbúnir að lifa ákveðnum lífsstíl þar sem fólk sér notagildi í bílum og húsum, í stað þess að sjá fyrir sér glamúr og glans. Hann bendir einnig á að glamúr veiti aðeins tímabundna ham- ingju og að engin raunveruleg hamingja fel- ist í því að eltast við nýjustu tísku. „2015 Range Roverinn er flottastur í dag, en á næsta ári kemur 2016 Range Roverinn og þá ertu að keyra um á gömlum bíl í augum þeirra sem eltast við þennan lífsstíl,“ segir Hornsby. Þurfti að styrkja „réttu“ málefnin Eftir útskrift úr háskóla hóf Hornsby störf hjá stóru bandarísku fjármálafyrirtæki. Hann segist að vísu hafa gert ráð fyrir því á háskólaárunum að hann yrði há- skólaprófessor, en þar sem honum líkar betur við að takast á við alvöru vandamál ákvað hann að ráða sig hjá einkafyrirtæki. Hornsby segir að fljótlega hafi honum Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ BORGAR SIG AÐ SPARA Heimsreisa á vöxtum BANDARÍSKI HAGFRÆÐINGURINN TRAVIS HORNSBY SAGÐI UPP HJÁ STÓRU FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG FERÐAST NÚ UM HEIMINN. FYRSTA STOPPIÐ VAR Á ÍSLANDI EN HANN FERÐAST FYRIR 50 DALI Á DAG TIL ÞESS AÐ GANGA EKKI Á SPARNAÐINN. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Travis Hornsby er 25 ára gam- all. Hann ákvað að breyta um lífsstíl og sagði upp í vinnunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.