Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 39
að seilast sífellt lengra, þó ekki væri til annars en að bjarga því sem brúkað var í aðgerðir. Menn sannfæra sig um að verðmæti séu vanmetin. Það getur vel verið rétt. Dæmi eru um að vísvitandi sé grafið undan bréf- um eða öðrum verðmætum, t.d. með því að sá efa- semdum, eða tala þau niður. Við því þarf að bregðast. Mótaðilinn reynir að svara fyrir sig og tala sín verð- mæti upp á markaði, sannfærður um að mótbyrinn sé óeðlilegur og muni ganga niður. Þegar öll sund virðast vera að lokast er gripið til alvarlegri aðgerða, sem varða jafnvel við lög. Er risinn á brauðfótum? Kína er langstærsti bitinn sem alþjóðakommúnisminn náði að gleypa. Á sínum háglanstíma voru Sovétríkin hernaðarlega mun öflugri en Kína var þá og eins nú. En Kína hefur vaxið mjög að afli. Sovétríkin voru ekki lögð að velli í hernaði. Efnahagurinn, þar með talinn fjáraustur í vopnakapphlaup við Bandaríkin, gerði út- slagið. Sovétríkin koðnuðu loks undan sjálfum sér. Þar hafði aldrei verið reynt að leysa efnahagslífið úr ánauð og halda um leið dauðahaldi í „alræði alþýðunnar“, þ.e. Kommúnistaflokksins. Gorbatsjev fikraði sig í þá áttina, en sú tilraun hófst ekki fyrr en Sovétríkin voru komin að fótum fram. Sá mikli leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, fór öðru vísi að og náði undraverðum árangri. Hann mun hafa sagt að ekki breytti öllu hvort kötturinn væri svartur eða hvítur. Spurningin væri aðeins sú, hvort kötturinn veiddi mýs. Því er stundum haldið fram að einmitt sú setning sé heimildin sem Deng veitti til að Kína fikraði sig efnahagslega eftir braut kapítalismans en héldi sig að öðru leyti við alræði kommúnismans. Sú kenning hljómar vel en er sjálfsagt óleyfileg einföldun. Ákvarð- anir Deng Xiaoping leiddu til þess að í 35 ár óx efna- hagur hvergi hraðar en í Kína og lífskjör mörg hundr- uð milljóna manna bötnuðu stórkostlega. Á valdatíma sínum bar Deng engan þann titil sem vísaði til þess að þar færi maðurinn sem tæki allar þær ákvarðanir sem úrslitum réðu í þessu mikla ríki. (Stundum er sagt að virðulegasti titill Dengs á þessum tíma hafi verið sá, að hann var forseti Kínverska bridssambandsins.) Ýmsir hafa átt bágt með að trúa því, að þróunin í Kína fengi staðist til lengdar. Sambúð efnahagslífs, með furðu mörg einkenni ómengaðs kapítalisma og al- ræði kommúnistaflokks að öðru leyti, þar með talinni ritskoðun, gæti ekki verið uppskrift að „Ástum sam- lyndra hjóna“ svo titli sé stolið frá Guðbergi. Og nú ný- lega hefur ítrekað komið í ljós hvað þau hjónakornin eru ólík. Skuldaskil Eftir uppgang efnahagslífsins um skeið var hluta- bréfamarkaði komið á í Kína. Hann hefur vaxið hratt og síðustu árin hafa verðmæti bréfa þar hækkað jafnt og þétt. Margir óttuðust að ekki væri víst að grund- völlurinn væri örugglega réttilega lagður, enda ekkert raunverulegt bankakerfi á vestræna vísu til staðar í Kína. Og á vormánuðum þessa árs tóku að birtast vís- bendingar um að illa horfði og svo brast skyndilega á mikil lækkun á markaði. Kommúnistastjórnin sá að mikið var í húfi. Hún greip inn í með sínum hætti. Óþarft er að lýsa aðferðunum, enda geta allir sem vilja hæglega kynnt sér þær. En í sem allra einföldustu máli má orða það svo, að Kommúnistaflokkurinn hafi einfaldlega bannað að hlutabréf lækkuðu næstu 6 mánuði! Þetta virkaði í bili. Það gerði Úganda-aðferðin líka. Hvernig fer? Fróðlegt var en skrítið að sjá ómengaða braskara á Vesturlöndum varpa öndinni léttar og fagna jafnvel ákaft þegar stjórnvöld í Kína gripu inn í markaðinn með þessum hætti. Hvernig yrði brugðist við, ef ríkisstjórn í landi yfir- vigtarmanna tæki einfaldlega ákvörðun um að draga úr krafti þyngdarafls jarðar um 30% til að minnka al- menna mæði? Yrði hoppað og stappað af kæti og farið svo út að borða í tilefni dagsins? En það sem gerast kann í Kína verður ekki héðan af bundið við það mikla ríki eitt. Efnahagsáfall þar er dauðans alvara fyrir stöðuna um allan heim. Umfang landsins og tenging þess við alþjóðlega fjármálakerfið eru gríðarleg. Fjármagnsflótti frá Kína er þegar orð- inn yfirgengilegur og hefur Seðlabanki Kína orðið að grípa inn í með ótrúlega stórkarlalegum hætti. Gjald- eyrisvarasjóður risaríkisins er vissulega mjög mynd- arlegur. En það eru takmörk. Alræðisstjórnin í Peking hefur sennilega vald til þess að opna ekki í hálft ár þegar að raunveruleikinn knýr dyra þar. En höggin þyngjast og hávaðinn eykst. Og það mun á endanum verða óbærilegt. Hver skyldi vera forseti Kínveska briddssambands- ins núna? Ætli að það sé ekki álitlegasti kosturinn í stöðunni að tala við hann? Morgunblaðið/Golli 26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.