Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 45
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 inn baðst síðar afsökunar á atvikinu. Eigi að síður var hart tekið á málinu enda um skýlaust brot á Genfarsáttmál- anum að ræða. Spítalanum var lokað í fjóra daga á eftir, aðeins tekið við fár- sjúku eða stórslösuðu fólki, til að senda út skýr skilaboð. Svona lagað verður ekki liðið! Helena segir það auka á öryggið að andstæðingar ríkisstjórnarinnar vilji er- lendu hjálparstarfsfólki ekki illt. Þvert á móti njóti þeir góðs af þjónustunni eins og aðrir. „Stríðandi fylkingar hafa ekki horn í síðu Lækna án landamæra og við sinnum einfaldlega þeim sem á læknis- eða sálfræðiþjónustu þurfa að halda. Á spítölum er ekki spurt um pólitík. Stríð- andi fylkingar vita líka að falli erlent hjálparstarfsfólk við störf sín verða koll- egar þeirra sendir heim með það sama.“ Helena segir dvöl sína í Kunduz hafa verið einstaka lífsreynslu. „Það er mjög gefandi starf að hjálpa fólki sem býr við svona erfiðar aðstæður. Ég hef upplifað ótrúlegustu hluti í Kunduz, fólk lifir af skelfilegustu slys og kveinkar sér ekki einu sinni. Ég veit ekki úr hverju þetta fólk er eiginlega gert. Það eru forréttindi að sjá kraftaverkin verða til. Ég renndi blint í sjóinn með þetta verkefni, hafði til dæmis aldrei komið inn á skurðstofu. Til allrar hamingju komst ég að því að mér líður vel innan um sjúklinga og virka ágætlega við þessar aðstæður. Þoli til dæmis alveg að sjá blóð renna og taka á móti fólki sem misst hefur útlimi. Það kom mér á óvart. Fólk er misjafnlega út- sett fyrir svona löguðu. Ég er greinilega meiri töffari en ég gerði mér grein fyrir.“ Hún hlær. Helena segir þessa lífsreynslu óhjá- kvæmilega hafa breytt sér. Mikilvægt sé þó að setja hlutina áfram í samhengi og hneykslast ekki á fólki hér heima sem kveinkar sér undan lítilsháttar hnjaski. Það séu vitaskuld forréttindi að búa á landi þar sem stríð eru fjarlæg og ham- farir sjaldgæfar. „Maður má heldur ekki verða of heilagur, þó maður fáist við hjálparstörf. Ég millilenti til dæmis í Vín- arborg á leiðinni heim um daginn og leyfði mér alveg að kíkja inn í HM-búð.“ Hún hlær. Fer pottþétt út aftur Þegar skyldum Helenu líkur í Kunduz í október kemur hún heim aftur og vonast til að stoppa í tvo mánuði eða svo. Þá tekur við næsta verkefni á vegum Lækna án landamæra. „Ég fer pottþétt út aftur. Þetta er líf sem mér líkar vel að lifa. Samtökin fjárfesta líka í manni í upphafi og vilja því gjarnan nota mann í fleiri en eitt verkefni. Á þessari stundu hef ég ekki hugmynd um hvert ég verð send, Læknar án landamæra eru með starfsemi í 63 löndum.“ Hún lýkur lofsorði á samtökin. „Ég gæti ekki mælt meira með Læknum án landamæra. Samtökin eru fagmennskan uppmáluð og allt gengur eins og vel smurð vél. Ég er svolítið hissa á því að fleiri Íslendingar hafi ekki gefið kost á sér gegnum tíðina. Ég hvet alla sem hafa áhuga til að kynna sér starfsemi samtak- anna, lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræð- inga og aðra. Það er sannarlega þess virði.“ „Ég tók á sínum tíma ákvörðun um að eign- ast ekki börn og hef ekki verið í sambandi lengi. Þannig að ef ég er ekki týpan til að gera þetta þá veit ég ekki hver er það,“ segir Helena Jónsdóttir sálfræðingur. Morgunblaðið/Golli * Ég er ævintýragjörnað upplagi og mighefur lengi langað að sinna hjálparstarfi í útlöndum. Helena ásamt læknum á stofugangi á spítalanum. Helena með afgönskum læknum og Clemens, gjörgæslulækni spítalans í Kunduz.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.