Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 47
það sem er frumsamið. En hvar værum við stödd ef ekkert hefði nokkurn tíma verið þýtt í veröldinni?“ Lifandi heimildir og dauðar Rekurðu þig aldrei á veggi við þýðingarnar? „Jú, jú, það kemur náttúrlega fyrir. Þá reynir maður bara að brjóta heilann og hugsa sig um þar til lausn finnst. Stundum ber maður hlutina undir aðra. Skáld og þýð- endur geta borið sín verk undir þá sem þeir treysta og eiga þetta áhugamál sameiginlegt með þeim. Þá leitar maður til vina sinna og þeirra sem maður treystir að hafi góðan smekk og skilji málið. Fyrir þýðendur er eig- inlega ekki til sú aðferð til að bjarga sér sem ekki kemur stundum til greina, til að tryggja að maður fari sem sjaldnast með tóma vit- leysu. Maður flettir upp í bókum og orðabók- um, ræðir við aðra sem meira vita um það tungumál eða efni sem til umræðu er. Vand- ræðin geta verið af mörgu tagi, þetta geta verið einstök orð nú eða stílatriði sem maður ber undir þá sem hafa góðan smekk og þekkingu á viðfangsefninu. Þegar ég þýði úr tilteknu tungumáli og lendi í vandræðum, þykir mér líka oft best að leita til þeirra sem hafa málið að móðurmáli. Þeir skilja blæ- brigði tungunnar svo vel. Þannig að það má leita í ýmsar heimildir, jafnt lifandi sem dauðar, ef svo má að orði komast,“ segir Hjörtur og brosir. „Þegar ég þýddi ljóð eftir eistneska skáld- ið Jaan Kaplinski þurfti ég síðan að vera úr- ræðagóður því ég kann ekki eistnesku. En ég var búinn að læra það sem ég kunni í finnsku og það er svo skylt að ég gat séð orðstofna og áttað mig aðeins á samhengi. Svo notaði ég norskar, sænskar og enskar þýðingar til að fleyta mér restina, með leyfi skáldsins.“ Ljóðin skynjuð - ekki skilin Auk þýðinganna þá yrkir þú einnig sjálfur. Hver eru þín helstu yrkisefni? „Náttúran heillar mig mest. Ég horfi í kringum mig, á þennan heim sem við vökn- um til á hverjum morgni á meðan við lifum. Ég nota oft líkingamál og myndmál sem sótt er í náttúruna. Svo eru auðvitað þessi stóru yrkisefni sem sækja á öll skáld og allar manneskjur, frá upphafi vega – lífsgátan, ástin, dauðinn, lífsstríðið. Nú þar fyrir utan fæ ég oft innblástur frá sögulegu efni, frá list og ferðalögum. Ég vildi gjarnan hafa séð meira af heiminum en ég hef gert, ferðalög eru mér mjög vekjandi. Þau gera hugann frjórri eftir að heim er komið. Svo má ekki gleyma því hversu hollur lestur er, bæði á ís- lensku efni og erlendu, maður fær oft nýjar hugmyndir og sér eitthvað sem maður hrífst af en hefði aldrei dottið í hug sjálfum. Það er lífið sem þú færð þegar þú kemst í samband við annan hug. Ég hef sérlega gaman af vís- unum í ljóðum, því ef maður þekkir ekki vís- anirnar, þá verður maður forvitinn og fer að leita svara. Og þekki maður vísunina, þá dýpkar hún ljóðið. Skáldskapur getur verið svo misjafn. Sum ljóð eru sáraeinföld, engin merking á milli línanna – en þú getur notið ljóðsins alveg jafn vel, þótt það sé ekki tví- eða þríbotna. Önnur ljóð eru margbotna og flóknari og þá má ekki halda að það sé einhver kvöð að les- andinn þurfi að skilja allt ljóðið. Það er ekki markmið og raunar alls ekki hægt að skilja öll ljóð – en þú getur skynjað þau og hrifist af þeim, og þau geta höfðað til þín þótt þú hafir frekar grun en vissu um merkingu ljóðsins. Ljóðin búa í málinu, hugsuninni og tilfinningunni og þú nýtur þeirra vegna þess að þau krefja huga þinn og tilfinningar um að koma til móts við sig, jafnvel þótt þú komist kannski aldrei inn í þau á sama hátt og annar lesandi eða skáldið sjálft. Þetta nefni ég vegna þess að í ljóðinu býr tvennt – annars vegar það sem liggur alveg ljóst fyrir og hins vegar er oft eitthvað í ljóðinu sem ekki er sagt fullum fetum – og það hefur verið tilhneiging til að halda því fram að annað af þessu tvennu sé merkilegra eða betra en hitt. Það tek ég ekki undir.“ Hjörtur segir það fjarri lagi að hann sé ánægður með öll ljóð sín. „Ég byrjaði ungur að yrkja og við breytumst sem betur fer á ferð okkar frá vöggu til grafar. Kraftur reynslunnar getur lagfært ýmislegt í hug- mynd sem á rætur sínar í æskunni.“ Stundin kemur aldrei aftur Galdur verður til við lestur ljóðs – og ekki síst þegar ljóð er lesið í hljóði og einrúmi, frekar en upphátt fyrir fjölda manns. Þú kannast líklega við þetta? „Ojá. Þetta kannast allir við sem yndi hafa af ljóðum og gildir um allan lestur en alveg sérstaklega um ljóð. Ljóð eru að þessu leyti viðkvæmari en annar texti. Ljóð eru eins og strá í vindi, stundum er kyrrt en stundum leggst stráið alveg niður. Það gerir þau líka viðkvæmari hvað þau eru stutt, mörg þeirra. Lesandinn hefur allt fyrir augunum. Í lengri texta er hægt að fela ýmsa galla en það er mun erfiðara í tveggja lína ljóði. Tvær línur í þúsund síðna bók mega vera lélegar en það mega þær ekki vera í ljóðinu, ljóðvant fólk kemur auga á þær eins og skot,“ segir Hjörtur sem sjálfur hefur talsvert komið að upplestri um ævina, bæði ljóðaupplestri og einnig í starfi sínu sem útvarpsmaður. „Ég hef umgengist marga lesara um ævina og bæði hlustað á frábæran lestur og afleitan lestur. Fyrir ást mína á ljóðinu, þá legg ég sér- staklega við hlustir þegar ég heyri ljóð lesin og það er alveg satt, að það er tvennt ólíkt að lesa ljóðið sjálfur í einrúmi, eða hlýða á það lesið af einhverjum öðrum. Þegar þú ert einn, þá skapar þú þinn eigin heim, þína stemningu, sýn og tilfinningu fyrir ljóðinu og öllu sem það gefur þér. En þegar annar les, þá getur lesarinn ýmist gefið þér eitthvað nýtt og gott í ljóðinu, eða farið með það al- veg í vaskinn. Hver lestur sem deyr út í loft- ið – það heyrir hann kannski enginn nema þú, ef þú lest fyrir sjálfa þig – en hver lestur er sjálfstæð túlkun á ljóðinu. Þú lest það aldrei aftur nákvæmlega eins. Þú lifir stund- ina – og stundin kemur aldrei aftur,“ segir þýðandinn, teygir sig eftir bók Nordbrandts og les fyrir mig eitt ljóð. Óhætt er að segja að ekki hafi sá lestur farið með ljóðið í vask- inn. Að viðtali loknu leggur Hjörtur lófa á bækurnar þrjár sem hann hafði áður sýnt mér. „Þú mátt gjarnan hafa þessar bækur með þér, ef þú hefur gaman af því?“ Ég játa því að sjálfsögðu og Hjörtur tekur þegar að blaða í einni bókinni. „Ég hef ekki fundið prentvillur í hinum tveimur en í þessari hef ég fundið tvær … og mér er illa við að senda þær þannig frá mér,“ segir hann, leitar vill- urnar uppi og leiðréttir þær með penna, af þeirri sömu nákvæmni og vandvirkni sem unnið hefur honum sess meðal ljóðelskrar þjóðar. Morgunblaðið/Eggert * Í lengri texta er hægtað fela ýmsa gallaen það er mun erfiðara í tveggja lína ljóði. Tvær línur í þúsund síðna bók mega vera lélegar en það mega þær ekki vera í ljóð- inu, ljóðvant fólk kemur auga á þær eins og skot. 26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 LEIÐRÉTT Á bókasíðum síðasta Sunnudagsblaðs var fjallað um nokkrar af þýðingum Hjartar. Þar var sagt að hann hefði þýtt tíu bækur eftir Isaac Bashevis Singer en það er rangt, því bækurnar eru ellefu. Ennfremur má af umfjölluninni skilja að jiddíska sé í dag samtímalegt bókmenntamál en svo er vitaskuld ekki. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.