Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 31
ÞORBERGUR ÞORSTEINSSON FRÁ SAUÐÁ
I Keflavík
Þegar Þorbergur kom til Keflavíkur fékk hann vinnu hjá bæn-
um við að leggja vatnsveitu. Oll ræsi þurfti að fleyga og
sprengja, því að alls staðar var hraun. Þar var hann settur í erf-
iðasta verkið, sem aðrir veigruðu sér við að vinna. En Þorberg-
ur var ósérhlífinn og illu vanur. Hann var látinn vera á hamr-
inum, sem kallað er, þ.e. lofthamri, verkfæri, sem hristist
óskaplega, svo að vanalega hristist Þorbergur löngu eftir að þeir
voru hættir verkinu á kvöldin og jafnvel alla nóttina. Eins er
hávaðinn frá hamrinum svo ærandi, að hann glymur í hlustum
manna löngu eftir að vélin er þögnuð. I þessu verki var Þor-
bergur um 6 ár. Hefði þá hver venjulegur maður verið orðinn
snarvitlaus. En ekki bar á Begga. Eftir sólarhringshvíld heyrði
hann svartan ullarlagð detta, lyfti barmafullu glasi að vörum
sér, án þess að glutra niður úr því dropa. Einnig sá hann um
sprengingar svo hundruðum skipti á ári hverju. Ymis hliðstæð
verk var hann fenginn til að vinna í bænum, t.d. að sprengja
grafir fyrir kistur þeirra, sem dóu.
Sá moldarbolli í hrauninu, sem framliðnir höfðu verið jarðað-
ir í, var þá svo þétt leginn, að stækka varð kirkjugarðinn út í
hraunið. Alla varúð þurfti að hafa og hæfilega stórar
dínamíttúbur, svo að ekki væri raskað ró þeirra framliðnu, sem
fyrir voru. I eitt skipti lá þó við slysi, sennilega of stór túba sem
því olli. Mottan og hraunstykki þutu í loft upp og sá í hliðina
á næstu kistu, sem farin var að fúna og orðin gisin. Þóttist einn
vinnufélagi Þorbergs sjá glóðarauga kíkja þar út, svo hún var
snarlega hulin hrauni og mold.
Sá sem vann á móti Þorbergi við sprengingar o.fl. gat verið
smáhrekkjóttur. Einu sinni þegar átti að fara að sprengja, sá
hann stóran fresskött koma labbandi og stefna á sprengimott-
una. Kisi fór upp á mottuna miðja, staldraði þar við og lítur til
baka. Þá sprengdi karlinn og mottan sveif upp með köttinn í
háaloft. Þegar hann kom niður þaut hann eins og byssubrennd-
29