Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
þetta í 7 eða 8 ár, þangað til rafhlöðurnar fóru að koma. Það var
óskaplegur léttir.
Einu sinni var ég að koma af kaupfélagsfundi úr Hofsósi
snemma vors. Þá var Jón Guðnason á Heiði nýbúinn að fá tæki,
og reiddi hann lítinn geymi fyrir framan sig. Við vorum þá að
fara um hlað á Kotunum, sem stóðu við Höfðavatnið fyrir ofan
Bæ. Vatnið var þá á ís, og ætluðum við að ríða það. Þeir voru
tveir á undan, Eiður Sigurjónsson á Skálá og Pétur Björnsson á
Mýrum, og fóru nokkuð greitt. Leiðin lá þarna um bæjarsund,
þegar farið var út á vatnið. Þá var þvottasnúra strengd þarna á
milli kofanna, og var hún úr símavír. Það er ekkert með það, ég
sé snúruna og beygi mig undir hana, hélt að Jón mundi gera
slíkt hið sama, en hann tók ekki eftir þessu og vírinn kom á
hálsinn á honum, svo að hann þeyttist aftur af hestinum lang-
ar leiðir og kom niður í snjóskafl. Mátti miidi teljast, að hann
skyldi ekki stórslasast. Þarna fór geymirinn auðvitað í rúst.
Öðru sinni missti Eiður á Skálá geymi ofan í Höfðaána, og sást
hann ekki fyrr en vorið eftir, þá auðvitað löngu ónýtur. Ain var
í flóði. Eiður reiddi geyminn fyrir framan sig, en missti taum-
hald á hestinum, þegar hann reif sig upp úr ánni.
Á þessum árum var ég byrjaður að brugga landa og hef
reyndar sagt frá því nokkuð ítarlega á öðrum stað (Skagfirð-
ingabók 15), en útvarpið varð heldur til að ýta undir bruggun
mína þannig lagað, að gestagangur jókst til muna, og ýmsum
þótti gott að fá bragð. Konan hafði ákaflega gaman af gesta-
komum og var veitul við þá. Höfðum við bæði gaman af að hafa
fólk í kringum okkur, en það fór auðvitað mikið í þetta. Þetta
minnkaði svo eftir að komu viðtæki á bæina í kring, Heiði og
Miðhól.
En svona gekk þetta nú til. Utvarpið varð smám saman fast-
ur og sjálfsagður þáttur í tilverunni, en mannlífið varð aldrei
samt og áður.
68