Skagfirðingabók - 01.01.1999, Page 163
Á FJÖLUNUM AUSTAN FJARÐAR
að vera: kvistherbergi og fyrir norðurhlið tvö herbergi og
þrjú herbergi í suðurenda loftsins. Fyrir miðjum stafnin-
um er stofa — skurðstofa — 5 V2 al á kant, vestanverðu við
hana er herbergi ... og annað að austanverðu. A milli
fyrrtaldra herbergja er autt framloft með uppgangnum
og grindum í kring. Á austurhlið á að koma þakgluggi
yfir framloftinu. ...
Húsinu fylgdi 1700 ferfaðma lóð, og þar var þegar byrjað að
koma upp matjurtagarði. Húsið var virt á 7150 kr., sem var
hátt mat. Húsið var að mestu reist í skuld. Aukatekjur læknis-
ins voru rýrar, og skottulæknar óðu uppi í umdæminu.
Foreldrar Magnúsar dóu um þetta leyti, en arfur eftir þau dró
ekki drjúgt.
Leikfélag stofnað
I janúarmánuði 1911 komu nokkrir Hofsósbúar saman í Lækn-
ishúsi og ræddu stofnun leikfélags. Ekki er vitað upp á hvaða
dag stofnun félagsins bar. Nokkrar fundafærslur ásamt drögum
að félagslögum og ýmsum öðrum gögnum eru varðveitt á bók,
sem bjargaðist í hendur Sverri syni Magnúsar, en hafði í ára-
tugi verið talin glötuð. I bókinni eru m.a. drög að félagslögum
með hendi Magnúsar, og hann einn undirritaði fyrstu fundar-
gerðina, sem er auðsæilega með hendi Hermanns Jónssonar
(1891—1974) á Yzta-Mói, þá verzlunarmanns í Hofsósi, er
brátt verður getið frekar. Fundargerðin er á þessa leið:
I janúar árið 1911 var fyrsti fundur haldinn í Leikfélag-
inu Hofsós og þá kosin stjórn: Magnús læknir Jóhanns-
son, Hermann Jónsson og Jón Björnsson. Stjórn þessarþ]
var þá falið að semja lög fyrir félagið. Talað var um að
taka eitthvert stykki til að leika hið fyrsta, en ekki
11 Skagfirðingabók
161