Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 187
Á FJÖLUNUM AUSTAN FJARÐAR
skap við ókunnuga." Þá var af, sem áður var. Hitt mun efalaust,
að hann gerðist heimakærari hin síðari ár, og var á orði haft, hve
þelhlýr og nærgætinn heimilisfaðir hann var. Risna þeirra
hjóna við gest og gangandi var æ hin sama. Margur maðurinn
hélt þar til dögum saman, meðal annars sökum óveðurs eða þá
fundahalda. Hjónin kunnu vel að fagna gestum og nutu þess að
hafa marga í kringum sig, ekki sízt söngglatt fólk. Þá var lag-
ið tekið og glatt á hjalla eins og forðum.
Líklega hefur Magnús aldrei gert sér Ijóst, hve marga vini
hann átti í héraðinu, því að flestir þeirra reyndust smælingjar,
sem börðu ekki bumbur til heiðurs honum, en geymdu í þakk-
látum huga minningar um gjafmildi hans og hlýtt þel. Hann
átti líka hin síðari árin í höggi við ríkiláta ráðamenn og átti
stundum andstreymt.
Það er komið fram í desember 1923. Leiklistarunnendur í
Hofsósi æfðu leikritið Tengdamömmu af miklu kappi. Ef tii
vill hefur Magnús þar nærri komið, þótt heimildir geti þess
ekki. Um miðjan mánuðinn veiktist læknir snögglega, og eln-
aði honum brátt sóttin. Hinn 18. dag mánaðarins var Jónas
læknir Kristjánsson sóttur. Sjúklingurinn þjáðist af heila-
himnubólgu.
Lítið var hægt að gera honum til góða. Honum var ekki hug-
að líf. Þó varð að ráði að flytja hann sjóleiðina á sjúkrahúsið á
Sauðárkróki. Hinn 20. desember viðraði vel til sjúkraflutnings.
Gamall sveitungi læknis, einn úr hópi smælingjanna, Skafti
Stefánsson frá Nöf, síðar þjóðkunnur maður, hélt uppi bátsferð-
um milli Hofsóss og Siglufjarðar. Hann var fenginn til að flytja
hinn dauðvona sjúkling yflr um. Veður var kyrrt, og tókst ferð-
in vel. Lítið var hægt að gera fyrir sjúklinginn þar nema gefa
sterk lyf til að slá á kvalir, læknisráð, sem Magnús hafði sjálfur
oft beitt á úrslitastundu.
A námsárum Magnúsar læknis var mikið um dýrðir hinn 23.
desember. Stúdentar gerðu sér glaðan dag, hétu á heilagan Þor-
185