Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
öld. Hallgrímur var glaðbeittur maður og skemmtinn. Hann
var sonur séra Tómasar Hallgrímssonar prests að Völlum í
Svarfaðardal. Hér koma við sögu Rannveig (1881—1969) og
Olafía Elísabet (1887—1947), sem átti fyrst Gunnar Sæmunds-
son guðfræðinema frá Víkurkoti í Blönduhlíð. Hann varð fyrst-
ur skagfirzkra manna til að birta tónsmíð eftir sig á prenti.
Hann lézt eftir skamma sambúð þeirra Elísabetar árið 1907,
svo og einkabarn þeirra. Síðar giftist hún Anton Proppé verzl-
unarstjóra í Hofsósi og kaupmanni á Þingeyri við Dýrafjörð,
eins og síðar segir.
Séra Tómas á Völlum var hvers manns hugljúfi, þelhlýr,
raungóður, gleðimaður mikill, hneigður til söngs og skáld-
skapar og fékkst reyndar nokkuð við yrkingar og leikstarfsemi.
Mátti kalla það ættararf. Amma hans var Rannveig á Steins-
stöðum, alsystir Jónasar skálds. — Faðir síra Tómasar, Hall-
grímur Tómasson, bóndi á Grund í Eyjafirði og víðar, var með-
al brautryðjenda leiklistar í héraðinu. Sonarsonur hans, Hall-
grímur Valdimarsson frá Grund, var einn af stofnendum Leik-
félags Akureyrar 1917 og vann því félagi í áratugi, þótt aldrei
kæmi hann á leiksvið. Margrét systir hans „þótti afburða góð
leikkona og skaraði fram úr öðrum konum á norðlenzku leik-
sviði".
Því er þetta rakið hér, að börn síra Tómasar á Völlum erfðu
ást á söng og skáldskap og ekki hvað sízt á leiklist. Dætur hans
tvær héldu því merki á loft í Svarfaðardal. Rannveig hafði á-
gæta söngrödd og var sísyngjandi. Geta má nærri, að allt þetta
hafi átt vel við lækninn unga, enda sóttist hann effir félagsskap
þeirra Grafaróssystkina.
Það var eitt sinn síðla sumars aldamótaárið, að Magnús lækn-
ir var staddur í Grafarósi sem oftar, „og mun hafa verið eitthvað
við skál. ... Þegar hann fór ... vildi hann ekki fara upp á brú á
Grafará, en fór yfir Ósinn niður við sjó. Svo slysalega vildi til,
að hann datt af hestinum, og hefði þar getað orðið slys, en þar
nærstödd var Rannveig Tómasdóttir. ...[Hún] bjargaði lækn-
150