Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 65
MINNINGAR FRÁ ÁRDÖGUM ÚTVARPS
þurfti að fara fót fyrir fót. Það var heldur kalt þessa nótt, sunn-
an blástur, og átti ég fullt í fangi með að halda á mér hita.
Þegar ég kom heim, undir morgun, byrjaði ég á að hita mér
kaffi. Eg átti þá töluvert af flötu útheyi og fór að snúa heyinu
eftir að hafa fengið mér hressingu. Um hádegið var þetta allt
orðið þurrt, og ég fór þá að taka saman. Um það leyti kom Páll
læknir úteftir til að setja upp tækið, útbjó allt eins og það átti
að vera, en nokkrum dögum áður hafði ég sett niður feikilega
hátt mastur á hólnum fyrir ofan bæinn. Þetta var 17 álna spýta
með hnyðju á endanum, sem ég gróf niður og grjótbar. I þetta
mastur var síðan loftnetið fest. Ég kepptist á meðan við hey-
skapinn og hugsaði gott til að hlusta á útvarpið um kvöldið.
Þegar líða tók á dag, veitti ég því athygli, að mikil veðra-
breyting var í aðsigi, og skyndilega var komið sunnan hvass-
viðri. Ég var búinn að bera saman mikið af heyinu og hóf nú að
stinga hnausa á bólstrana og færa þá í bönd til að þeir fykju
ekki, því þetta var úthey og heldur létt í sér.
Ég sá nú hvar kvenmaður kemur neðan frá Mýrum og fór
geyst. Þegar hana bar að, hafði hún fréttir að færa. Það sé bát-
ur, sem liggi austur af Straumnesinu og geti einhverra hluta
vegna ekki komizt upp að. Biður hún mig í öllum guðs bæn-
um að koma ofan eftir og reyna að bjarga mönnunum. Ég var
svo heppinn að hafa hest heima við og sótti hann, fór því næst
að finna sambýlismann minn, Skarphéðin Sigfússon. Hann brá
þegar við og tók með sér vinnumann sinn, Sigurbjörn Björns-
son, aldraðan mann. Fórum við svo allir þrír sem snarast ofan
að Mýrnavík, ef ske kynni að þar væri eitthvað hægt að gera.
Báturinn, sem þarna var í háska staddur, var trilla frá Lón-
koti, eign Jóns Sveinssonar bónda þar, kölluð Súlan. A henni
voru tveir menn, Friðrik Guðmundsson bóndi á Höfða, og
Kristján Kristinsson vinnumaður í Lónkoti. Þeir höfðu daginn
áður lagt af stað frá Lónkotsmöl áleiðis til Siglufjarðar með tíu
sláturlömb og nokkur hundruð kíló af silungi úr Höfðaá. Þeg-
ar þeir voru á útleiðinni á móts við Mýrnavík, stanzar vélin, og
63