Skagfirðingabók - 01.01.1999, Blaðsíða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
um og að hann hafi verið „síðasti bærinn á þessu svæði,“ þar
sem fráfærur voru stundaðar.
A Dýrfinnustöðum var mikið og kalt búr þar sem súrmatur
var geymdur og þar var nánast sami hiti allt árið. Þarna var
mjólkin sett áður en skilvindur komu til sögunnar. Þegar
smjöri var safnað á sumrin var það kallað „að safna í leigurnar"
og vísaði til þess að smjörið fór í afgjöld jarðarinnar.47
Við smjörgerðina var beitt nýrri aðferð, sýringu rjómans, og
var hún talin til mikilla bóta fyrir bragðgæði og geymslu vör-
unnar, ef vel tókst til. Þessi aðferð var þó ekki notuð alls stað-
ar og m.a. ekki á öllum norðlensku búunum. Hvort hún var
notuð í Skagafirði skal ekki fullyrt hér. Gallinn við þessa aðferð
var sá, að hitastig í mjólkurskálunum þurfti að vera sem jafn-
ast. Skálarnir voru hins vegar lítið einangraðir, heitir á góðum
sumardögum, en kaldir þegar kólna tók. Við þær aðstæður gat
sýringin mistekist og kom það niður á gæðum smjörsins og
meira þá er frá leið.
Seljendur erlendis kvörtuðu oft undan aukabragði, sérstak-
lega var kvartað undan olíubragði. I reikningi frá Louis Zöllner
í Newcastle, sem seldi fyrir rjómabúið Fram, er kvartað undan
olíubragði, sem hafi gert söluna erfiða. Þetta smjör seldist þó
fyrir 95 aura pundið, sem var gott verð.48
Þetta sérstaka olíu- eða fiskibragð, sem mikið var kvartað
undan erlendis, olli forystumönnunum hér heima miklum á-
hyggjum. Grönfeldt áleit að bragðið gæti stafað af því að rjóm-
inn væri illa sýrður eða strokkurinn of heitur. Einnig álitu
menn að þetta gæti stafað af slæmu ástandi rjómans áður en
hann kæmi í búin og var flutningsfötunum einkum kennt um.
Einhverjir hafa talið sauðamjólkina vera valda að þessu sér-
kennilega bragði og oft lélegri sölu, því bornar voru saman söl-
ur frá búum þar sem slík mjólk var yfirgnæfandi og eins frá
hinum þar sem hún var í minnihluta, en ekki var hægt að full-
yrða neitt um að smjör frá fyrrnefndu búunum seldist almennt
verr. Það atriði sem oft varð til þess að íslenska smjörið verðféll
112