Jökull - 01.12.1952, Qupperneq 2
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS
STARFSÁRIÐ 1951
Aðalfundur félagsins var lialdinn í 1.
kerinslustofu Háskólans 2. apríl 1952. Áður
en fundarstörf hófust sýndi Árni Stefáns-
son kvikmynd sína af Fransk—íslenzka
Vatnajökulsleiðangrinum.
I. Formaður flutti skýrslu urn starf félags-
ins frá stofnun þess, og voru þessi at-
riði helzt:
1. Félagsmenn eru 150 að tölu.
Menntamálaráð veitti félaginu
4000.00 kr. styrk vorið 1951.
2. Skálar. Tveir járnskálar voru reistir
í sjálfboöavinnu, annar á Breiða-
merkursandi, hinn í Esjufjöllum.
Mikið þarf að endurbæta skálana,
til þess að þeir verði sæmilega
hlýir og vistlegir.
3. Snjóbíll. Alþingi veitti félaginu
25000 kr. til kaupa á snjóbíl, og
hafði Fjárhagsráð einnig veitt gjald-
eyrisleyfi fyrir einum bíl af vísil-
gerð frá Svíþjóð.
4. Rannsóknir. Sumarið 1951 dvöld-
7 ungir fræðimenn við rannsókn-
ir á Breiðamerkurjökli og höfðu
húsaskjól í skálum félagsins.
5. Jökull. Félagið hóf útgáfu árs-
rits og fá skilvísir félagar það
ókeypis. Vonir standa til að geta
stækkað það, er tímar líða. Prent-
smiðjan Oddi hafði sýnt félaginu
það drengskaparbragð að gefa allan
prentunar- og bókbandskostnað á
fyrsta heftinu.
6. Fjársöfnun. Félagið leitaði eftir
samskotafé til kaupa á snjóbíl. Vik-
ust margir vel og drengilega við
því máli. Söfnuðust alls um 20000
kr. á skömmum tíma. Gerði for-
maður grein fyrir helztu hjálpar-
hellum félagsins í þessu efni og
færði þeim þakkir.
II. Páll Sigurðsson verkfræðingur lagði
fram endurskoðaða reikninga félags-
ins, og voru þeir einróma samþykktir.
III. Stjórnarkosning. í félagsstjórn voru
endurkosnir þeir Árni Stefánsson,
Guðmundur Kjartansson, Sigurjón
Rist og Trausti Einarsson. í varastjórn:
Einar Magnússon, Sigurður Þórarins-
son og Þorbjörn Sigurgeirsson. End-
urskoðendur: Páll Sigurðsson og Rögn-
valdur Þorláksson. — Jón Eyþórsson er
formaður félagsins til aðalfundar 1954.
IV. Lagabreyting. Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri kvaddi sér hljóðs og lagði
til, að árstillög félagsmanna yrði hækk-
uð upp í 50 kr. Var sú tillaga samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta.
V. Þorbjörn Sigurgeirsson flutti erindi
um ismyndun. Að lokum var sýnd stutt
kvikmynd úr Grænlandsleiðangri P.
E. Victors og rætt nokkuð um fyrir-
hugaða páskaferð á Oræfajökul.
N.B. Á titilblaði JÖKULS 1951 ætti að
standa 1. ÁR í stað 1. HEFTI.
On the titel page 1951 read 1. ÁR (= year) in
stead of 1. HEFTI.
r n
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS
Iceland Glaciological Society
P. O. B. 884 — Reykjavík
Nýir félagar greiða kr. 100 fyrsta árið en
síðan kr. 50 árlega.
Annual subscription £ 1—0—0 or $ 3. —
Ritstjóri Jökuls:
JÓN EYÞÓRSSON
Bergþórugötu 61, Reykjavík
k _______________________________________y