Jökull - 01.12.1955, Side 30
6. mynd. A mcelingastað austan Grimsvatna.
Snjóbíll Guðmundar Jónassonar t. v., áhalda-
sleði og vísill.
Ljósm.: S. Þórarinsson.
skriðbíl sínum og réð ferðinni, en við Jón ákváð-
um þá staði, sem mæla skyldi og grófum snjó-
gryfjur. Ingólfur tók þátt í förinni sem túristi,
sá fyrsti á Vatnajökli, en vonandi ekki sá síð-
asti.
Ferðin sóttist sæmilega upp að snjómörkum,
í um 850 m hæð. Þar tóku við krapablár, er
reyndust nokkuð erfiðar víslinum með sleðann
í eftirdragi, en kl. hálffjögur um nóttina slógum
við tjöfdum í slydduveðri í 1330 m hæð nær
miðja vegu milli Kerlinga og Pálsfjalls. Þarna
dvöldumst við nær tvo sólarhringa til að prófa
tækin. Voru gerðar margar tilraunasprengingar
með mismunandi magni sprengiefnis, mismun-
andi fjarlægðir milli geófóna og sprengistaðar o.
s. frv., en á meðan grófum við Jón niður úr
snjólagi vetrarins, er reyndist vera 370 sm.
Um hádegi þ. 1. júní hafði birt til, og síðan
mátti heita stöðugt sólskin alla ferðina, þar til
er við komum aftur á sömu slóðir, nær hálfum
mánuði síðar. Var lofthiti venjulega nokkrar
gráður yfir frostmark urn daga, en frost vægt
um nætur, og var færð þá með ágætum.
Frá fyrsta tjaldstaðnum var haldið síðla
dags 2. júní og tjöldum slegið nokkru eftir mið-
nætti 2.5 km ANA af Svíahnúk eystri, í um
1500 m hæð. Þar höfðum við síðan bækistöð í
átta daga, enda aðaltilgangur ferðarinnar að
mæla á Grímsvatnasvæðinu. Var fyrirfram vit-
að, að þær mælingar mundu reynast erfiðar, því
að þrjár mælingar, er gerðar höfðu verið 1951
skammt norðaustur af bækistöð okkar, höfðu mis-
tekizt, en ein mæling innar í Grímsvatnalægð-
inni heppnazt, og samkvæmt henni var þykkt
íssins um 600 m, sem var mun meira en talið
hafði verið líklegt. Ekki leiddi sú mæling í ljós,
að vatn væri þar undir. En í Skeiðarárhlaupinu
í fyrra hlupu nær 4 km3 vatns1) úr Grímsvatna-
lægðinni og ísþekjan seig 80—90 m. Við það sig
mynduðust ferlegar sprungur alls staðar með
jöðrum jökulsléttunnar í Grímsvatnalægðinni,
og óttuðumst við, að erfitt yrði að kornast með
mælingatækin inn á sléttuna, en svo reyndist
þó eigi, er til kom. Vetrarsnjórinn hafði fyllt í
sprungur, svo að greiðfært var bílum.
Á Grímsvatnasvæðinu var freistað mælinga á
13 stöðum, þar af voru 5 inni í hinni eiginlegu
Grímsvatnalægð, og heppnuðust þær allar, 1 í
rásinni austur úr lægðinni, 4 á og utan í hrygg
þeim norðaustur af Grímsfjalli, er skilur milli
Grímsvatnalægðarinnar og hjarnsvæðis Skeið-
arárjökuls, og 3 nyrzt á því hjarnsvæði skammt
þar frá, er jökullinn reyndist þykkastur 1951.
Mistókust sumar af þessum mælingum með
öllu, en aðrar munu hafa gefið sæmilegan ár-
angur, en athugunum á línuritunum er ekki
enn lokið. Mun það að líkindum vera óslétt und-
irlag, sem torveldar svo mælingarnar á þessu
svæði. Var sprengt bæði ofan á hjarni, niðri í
gryfjum og í nokkurri hæð yfir yfirborði og með
1) Sbr. mælingar Sigurjóns Rist á hlaupvatni
Skeiðarár, bls. 33 i þessu hefti.
7. mynd. Norðan undir Grimsfjalli. T. li. á
myndinni og frarnan í fjallinu sjást sigbarmar,
er mynduðust við Skeiðarárhlaupið 1954.
Ljósm.: S. Þórarinsson.
28