Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 41

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 41
í Skaftárdal er vatnsmælingastöð og rennsli Skaftár mælt þar á vegum Raforkumálaskrif- stofunnar. Þar varð hlaupsins fyrst vart hinn 3. september. Ox það til liádegis mánudag- inn 5. sept., en tók þá að réna, og telja má, að hlaupinu hafi verið lokið þ. 11. sept. Mesta vatnsrennsli varð um 750 m3/sek. Samkvæmt útreikningum Sigurjóns Rist varð heildarmagn hlaupvatnsins 226 millj. m3 ± 20%. Nokkur brennisteinsþefur var af vatninu hjá Skaftárdal, en ekki svipaður því, sem hann var austur af Langasjó. Hafa því hinar lyktandi lofttegundir verið að mestu roknar úr vatninu, er komið var þangað suður, enda breiddist hlaupið rnjög mikið út á eyrum austur af Langasjó, og þar sem Skaftá rennur á Skaftáreldahrauninu er rennsli liennar mjög í hvirflum. Orsök sigsins norðvestur af Grímsvötnum getur aðeins verið sú, að þar hafi safnazt fyrir bræðsluvatn undir ísnum og myndað hvelfingu, sem síðan liefur tæmzt að mestu eða fullu. Er hér annaðhvort urn að ræða stöðugan jarðhita eða þá, að smá eldgos hefur orðið þarna undir jöklinum án 3. mynd. Kort, er sýnir legu ketilsigsins og út- falls Skaftárhlaupsins. Map showing the situation of tlie ice cauldron and the outlet of the jökulhlaup. þess að ná upp í gegnum hann. Sveinn Sveins- son frá Fossi getur þess í blaðagrein (Mbl. 11. sept 1955), að þegar hann var á Asum í Skaft- ártungu, en þar dvaldist liann í 45 ár, hafi stundum komið korgað jökulvatn í Eldvatnið í byrjun september, og hafi þá oft verið sama flug í vatninu fram í október eða lengur, og það jafnt þótt tíð væri köld og þurr. Pálmi Hannesson upplýsir, að þegar hann flaug yf'ir jökulinn í sept 1945, svo sem fyrr getur, hafi hann séð sigdæld nýlega myndaða á svipuðum slóðum og þá, er nii myndaðist, og telur hann líklegast, að vatn úr henni muni hafa hlaupið í Tungnaá. Hefur það sig þá líklega verið eitt- hvað vestar en það, sem myndaðist í sumar. Sú staðreynd, að sig það, sem myndaðist í sumar, hafði afrennsli til Skaftár, gefur nokkr- ar upplýsingar um landslagið undir suðvestan- verðum Vatnajökli og sýnir, að vatnasvið Tungnaár er nokkru minna en gera mátti ráð fyrir út frá yfirborði jökulsins, en kemur vel heim við rennlishlutfallið milli Tungnaár og Skaftár. Líklegt er, að sams konar landslag og er kringum Langasjó, móbergshryggir með NA—SV stefnu, haldi áfram langt inn undir jökul, og að móbergshryggur í framhaldi Fögrufjalla eða hryggsins rétt vestan Langasjós, myndi vatnaskil Tungnaár og Skaftár. S UM M A R Y : A JÖKULHLAUP IN THE SKAFTÁ RIVER IN SEPTEMBER 1955. From the 3rd of Seþtember and for some clays on a strong sulphurous smell was felt in some districts in Northern Iceland, from Eyjafjörður to Mývatnssveit. It was strongest on Sept 4th. At first it zuas thought that the smell came from some jökulhlaup water emerging from the northwestern part of Vatna- jökull, but soon it xuas found that its source xuas a jökulhlaup in Skaftd. There the smell 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.