Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 37

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 37
9. mynd. Línurit af hlaupinu: Hydrograph = rennsli í þús. m3/sek. Floio summation curve = magn hlaupsins í km3. skilningi. í ritgerðinni Eldgos í Vatnajökli rek- ur Þorv. Thoroddsen heimildir um Skeiðarár- hlaup, er sögur fara af, allt fram til 1918. Þar sem hann þrýtur, taka við dagbækur Ragnars Stefánssonar, bónda í Skaftafelli, en hann býr þar á föðurleifð sinni og hefur fylgzt af athygli og árvekni með hræringum Skeiðarár allt frá barnsaldri. Þegar ég kom að Skaftafelli til rann- sókna á þessu hlaupi, varð það að samkomulagi með okkur Ragnari, að hann léti mig ekki raska neitt athugunum sínum og mati á vatnagangin- um, þótt ég væri að kóklast við mælingar á Skeiðará með mínum aðferðum. Það samkomu- lag var haldið, og hefur Ragnar síðan sent mér eftirfarandi skýrslu og samanburð við fyrri hlaup. 1922. Allstórt Skeiðarárhlaup. Hófst 22. sept. Var lengi að vaxa. Fjaraði að mestu 5. okt. I lok hlaupsins voru miklar eldingar í Skaftafelli. Um svipað leyti gerði talsvert öskufall austan hreiðamerkursands. 1934. Stórt Skeiðarárhlaup. Hófst 23. marz. Hætti að vaxa 31. rnarz og fjaraði skjótlega úr því. Eldsumbrot í Grimsvötnum. 1938. Stórt Skeiðarárhlaup. Hófst, svo vart yrði, kl. 8, 23. maí. Náði liámarki 26. maí kl. 16 og mátti heita fjarað þann 31. maí. 1939. Lítið hlaup. Skeiðará tók að vaxa snemma í júní og náði hámarki 15. s. m. Fór lítið út fyrir venjulega farvegi við Skaftafells- brekkur, en rauf þó símalínuna á sandinum. Hlaupinu lauk að fullu 21. júní. Hlaupið kastaði sér mjög fram með Jökulfelli og Bæjarstað. 1941. Lítið Skeiðarárhlaup. Örlítill vöxtur 5. apríl. 1.—3. maí sígandi vöxtur. Náði hámarki 16. maí. Fullfjarað þann 20. Þetta lilaup fór lítið út fyrir vetrarfarvegi Skeiðarár við Skafta- fellsbrekkur, og breidd þess var 500—600 m við símalínuna niðri á sandinum. Allmikið vatn féll fram austan við sæluhúsið á sandinum. 1945. Töluvert lilaup. Hófst nálægt 11. sept- ember. Lauk um mánaðamót sept,—okt. Flæddi yfir 2 km breitt svæði á austanverðum sandi. 1948. Töluvert lilaup. Jöklafýla fannst öðru hverju í Skaftafelli frá áramótum. 21. jan. var greinilegt, að hún var af ánni, enginn vöxtur merkjanlegur, en vatnið dökkt. Ain tók að vaxa í byrjun febrúar, 12. febr. nálægt venjulegu sum- arvatni. 21. myndaðist útfall austur undir sælu- liúsi, og þann dag kom einnig hlaup í Sand- gígjukvísl. Hárnark hlaupsins 23. febr. kl.10. Tók þá að réna og kl. 17 var að miklu leyti fjarað. Fkki féll á málma í húsum inni fyrr en þennan dag. Þ. 25. febr. kl. 8 eins og venjulegt sumar- vatn. Þ. 27. var hlaupinu að fullu lokið. 1954. Töluvert hlaup. Hófst 4. júlí. Hámark 18. júlí. Fllaupið þorrið í júlílok, en oft óeðli- lega mikið vatn í Skeiðará um sumarið, eink- um 25. ágúst til 12. sept. Þessi síðustu 5 Skeiðarárhlaup ’39, ,41, ’45, 48, ’54, hafa öll verið minni en þau, sem ég hef haft spurnir af áratugina á undan. Þau hafa öll átt 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.