Jökull


Jökull - 01.12.1955, Síða 46

Jökull - 01.12.1955, Síða 46
kvosina á undan Grímsvatnasvæðinu, en vegna verkfalls tókst ekki að fá mælitækin hingað í tíma og varð því að fresta Kötluförinni þar til að loknum Grímsvatnaleiðangrinum, sem ekki var hægt að fresta. Var Sigurjóni Rist, sem ekki tók þátt í þeim leiðangri, falið að undir- búa Ivötluleiðangurinn og stjórna honum í sam- ráði við Jón Eyþórsson og Sigurð Þórarinsson. Vatnajökulsleiðangrinum lauk þ. 16. júní og þegar að kvöldi þess 18. júní var haldið úr Reykjavík áleiðis til Kötlu. Fimm menn tóku þátt í leiðangri þessum: Sigurjón Rist, franski eðlisfræðingurinn Jean Martin, Guðmundur Jónasson, Jón Eyþórsson og Sigurður Þórarins- son. Skriðbíll Guðmundar og vísill Jöklafélags- ins voru báðir með í förinni. Mun síðar verða í þessu riti gerð nánari grein fyrir starfi leið- angursins og vísindalegum árangri og verður því ferðasagan nú aðeins rakin í stórum drátt- um. Að morgni sunnudagsins 19. júní var haldið frá Sólheimakoti upp fjallið og lagt á jökul í Hólsárbotnum. Er það brött leið og næsta erfið bílunum. Þurfti víða að ryðja grjóti úr vegi, og var Erlingur Sigurðsson í Sólheima- koti til aðstoðar við það starf. Kl. 1 um nótt- ina var tjöldum slegið í hríðarmuggu vestarlega í söðlinum milli lijarnsvæða Sólheimajökuls og Höfðabrekkujökuls í um 1350 m hæð. Var þar síðan aðalbækistöð leiðangursins meðan dvalizt var á jöklinum. Næstu tvo dagana varð þykkt- armælingum ekki við komið vegna hríðar- slyddu og var þá byrjað að grafa gryfju niður í gegnum snjólagið frá síðasta vetri. Var við því búizt, út frá fyrri reynslu, að gryfja sú vrði djúp en þó fór dýpið fram úr okkar áætlunum, því þegar Sigurjón komst niður úr árslaginu þ. 26. júní var gryfjan orðin 9.6 m djúp og er ekki vitað til, að svo þykkt vetrarsnjólag hafi verið mælt áður á nokkrum jökli. Hinn 22. júní skánaði veðrið nokkuð og var þá tekið til þykktarmælinganna, fyrst við tjald- staðinn, en síðan haldið um 2.5 km austar á jökulinn og sprengt þar. Næsta dag var veður hið bezta, glaðasólskin og stilla. Var þann dag sprengt á þremur stöðum á sléttu þeirri upp af efsta jökulfossi Höfðabrekkujökuls, þar sem ætla má að Katla þrumi undir. Auk þess var svæðið kannað nokkuð og myndir teknar. Næsta dag, 24. júní, var haldið í undurfögru veðri norður á Mælifellsjökul, þykktin mæld syðst á jöklinum í um 1150 m. hæð og 6 m djúp gryfja grafin. A heimleið var haldið upp á Austmannsbungu, er liggur norðvestur af Kötlukollinum vestri. Þar hlóð Jón Eyþórsson vörðu árið 1944 á litlu skeri sunnan í bungunni. Berggrunnurinn er þar líparítsamryskja. Eitt var það, er vakti athygli leiðangursmanna á ferðum um jökulinn þessa daga. Það var liinn mikli fjöldi dauðra farfugla víðsvegar um hjarn- 2. mynd. Kötlusigin og Kötlukollur vestri séð til NNA. Ljósm.: S. Þórarinsson 27/e 1955. 44

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.