Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 45

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 45
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON OG SIGURJÓN RIST: Rannsókn á Kötlu og Kötluhlaupi sumariS 1955 BRÁÐABIRGÐA- GREINARGERÐ Þegar Jöklafélag íslands réðist í það að fá hingað vorið 1955 franskan vísindamann með tæki til þykktarmælinga á jöklum var það gert með tvö verkefni fyrir augum. Annað var þykkt- armælingar á Grímsvatnasvæðinu, hitt þykktar- mælingar á Kötlukvosinni. Var liér um skyld verkefni að ræða, því á báðum þessum svæðum eru virkar eldstöðvar undir jökli og mikil jökul- hlaup samfara eldgosunum. Það er nú liðið hátt á fjórða tug ára síðan Katla gaus síðast, en sá hefur verið háttur Kötlu nú um nokkurra alda skeið að gjósa tvis- var liverja öld og liefur annað gosið verið á öðrum eða þriðja tug aldarinnar, en hitt á sjötta eða sjöunda tugnum. Enda þótt engu verði spáð með vissu um næsta gos út frá þessu, verður að teljast næsta líklegt, að Ivötlu- gos sé nú tekið mjög að nálgast. Sumarið 1943 liófu þeir Jón Eyþórsson og Steinþór Sigurðsson rannsóknir á Kötlukvosinni, sem þá mátti lieita með öllu órannsökuð. Fóru þeir, ásamt aðstoðarmönnum, nokkrar ferðir í Kötlukvosina þetta ár og næstu og vísast hér um til ritgerðar Jóns Eyþórssoonar, Um Kötln- gjd og Mýrdalsjökul (Náttúrufræðingurinn, 1945) og ritgerðar, Sólheimajökull (Acta. Nat. Isl. Vol. II- No. 8). Var í ferðum þessum einkum unnið að mælingum ákomu og bráðnunar á Kötlusvæð- mu svo og að landmælingu. Þessar rannsóknir, sem unnar voru við liina erfiðustu skilyrði juku mjög þekkingu okkar á þessu svæði. Sumarið 1949 unnu brezkir stúdentar frá Durham há- 1. mynd. Bœkistöðvarnar á Mýrdalsjökli. Ljósm. S. Þórarinsson 23/r 1955. skóla að rannsóknum á Höfðabrekkujökli und- ir leiðsögn Jóns Eyþórssonar og gerðu nákvæmt kort af jöklinum, sem birt er í áðurnefndri rit- gerð um Sólheimajökul. Það sem nú skorti einkum á urn jrekkingu á Kötlukvosinni var kort af því svæði, nákvæm- ar en það, er Steinþór Sigurðsson liafði gert á sínum tíma, og mælingar á þykkt jökulsins á þessu svæði, mælingar, er e. t. v. gætu gefið svar við tveimur áleitnum spurningum: Hvar safn- ast fyrir allt það vatn, er hleypur fram í Kötlu- hlaupum? Er nokkurt vatn þegar farið að safn- ast fyrir á Kötlusvæðinu? Síðastliðinn vetur bar Jón Ivjartansson sýslu- maður og alþingismaður Skaftfellinga fram á alþingi tillögu um fjárveitingu til rannsóknar á Kötlukvosinni og annarra rannsókna, er orð- ið gætu til þess, að rnenn yrðu einhverju fróðari en áður um líkurnar fyrir Ivötlugosi. Var nokkurt fé veitt til Jjessara rannsókna og stjórn Jökla- félagsins falið að gera áætlanir um framkvæmd- ir þeirra í samráði við Rannsóknaráð rík- isins. Varð Jsað að ráði, að snúa sér fyrst að þykktarmælingunum, með Jjví að vitað var, að hægt yrði að fá mann til þeirra rannsókna á vori komanda, en óvisst, hvort það yrði hægt ári síðar, vegna þess að alþjóða geófýsíska árið fór þá í hönd. Upprunalega var ætlunin að rannsaka Kötlu- 43 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.