Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 43
Vatnajökulsför í sept. 1955
Vorið 1955 var hafin nákvæm þríhyrningamæl-
ing á Islandi, þ. e. hornamæling milli sýnilegra
merkja á mörgum helztu fjöllum landsins. M. a.
þurfti að setja mælingamerki á Vatnajökul, en
þar skyldu mælingastaðir vera á Kverkfjiillum,
Hvannadalshnúk, Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.
A Kverkfjöll hafði merki verið sett í júní og
einnig á Grímsfjall, én síðar sást úr flugvél,
að það var fallið.
Vegna óhagstæðrar veðráttu gengu mælingarn-
ai stirðlega, og kom röðin ekki að Vatnajökli
fyrr en í lok ágústmánaðar. Þurfti þá að setja
þar merki og flytja mælingamenn til starfa.
Seint í ágústmánuði fór Agúst Böðvarsson, f.
h. Landmælinga íslands, þess á leit við Guð-
mund Jónasson, að hann gerði ferð á Vatnajök-
ul með snjóbíl sinn til þess að mælingum þar
yrði lokið. Varð það úr, að Guðmundur hét
íörinni, þótt liðið væri á sumar, allra veðra von
og hætt við torfærum á jöklinum.
Lagði Guðmundur upp frá Reykjavík 2. sept.,
kl. 10 f. li., við sjötta mann. — Voru þeir þessir
auk Guðmundar: Árni Kjartansson, Magnús
Eyjólfsson, Árni Edwins, Halldór Eyjólfsson og
J. W. K. Ekholm, danskur mælingamaður. Auk
snjóbíls Guðmundar R. 345 lánaði Jöklarann-
sóknafélagið vísil sinn, Jökul I, í förina, og ók
Halldór Eyjólfsson honum. Var báðum snjó-
bílunum ekið á sterkum flutningabílum eins
og leið liggur inn í Tungnaárbotna. Var kom-
ið þangað kl. 21 um kvöldið og snjóbílar þegar
búnir til ferðar, en síðan gist í Jökulheimum.
Laugard. 3/o- Lagt upp kl. 8 að morgni í
dumbungsveðri. Fannst þá mögnuð brennisteíns-
fýla í grennd við skálann. Gekk ferðin greið-
lega upp jökulinn. Kl. 16,30 var tjaldað í þoku
og snjómuggu um 6 km norður af Þórðarhyrnu.
Siinnud. 4/9. Snjókoma og þoka allan dag-
inn. Legið um kyrrt.
Mánnd. b/9. Dágott veður. Allir á fætur kl.
06,40. Þrír menn fóru á skíðum að Þórðarhyrnu,
en sáu lítið vegna snjómuggu. Kl. 16 rofaði til
og var þá farið á R. 345 upp á Þórðarhyrnu, en
ekki tókst að koma upp mælingamerki vegna
roks og snjókomu. í tjaldstað aftur kl. 20. Var
þá skollin á N-hríð með 5 st. frosti.
Þriðjud. G/t>. Hægviðri og nokkurt skyggni
um morguninn, en gekk síðan á með skúra og
krapaéljum af vestri. Merki sett á Þórðarhyrnu.
Lokið kl. 16.
Miðvikud. 7/9. Á fætur kl. 04,30. Skyggni
slæmt en rofaði til sólar. Tjöld grafin úr fönn
og haldið af stað í flýti. Kl. 10 var komið á
Grímsfjall, og var þá biluð vatndæla á víslin-
um. Merki var reist á Grímsfjalli, en lialdið
þaðan eftir stutta viðdvöl til Oræfajökuls í
góðu skyggni og færi. Við Hvannadalshnúk kl.
17,30. Gengið á hnúkinn og sett merki. Síðan
ekið suður að Hnöppum og tjaldað þar um
miðnætti í vestanblæstri og nokkurri rigningu.
Fimmtud. 8/o- Rigning með SA-stormi. Allt
á floti í tjöldunum. Um kvöldið rofaði dálítið
til.
Föstud. ð/9. Um morguninn gekk á með
krapaéljum af austri. Hiti + 1 st. Gott sam-
bancl við Hornafjörð. Beðið um vatnsdælu i
vísilinn með flugvél. Flugvellir lokaðir á Fagur-
hólsmýri og Hornafirði. Kl. 16 tók að birta og
gerði sólskin á jöklinum, en þoka hélzt hið neðra.
Um kl. 18 kom flugvél yfir, en sá ekki bæki-
stöðvarnar. Undir kvöldið ekið á R. 345 að
Hnappnum (1851 m), gengið á hann og merki
sett upp. Líklega hefur aðeins einu sinni verið
gengið á Hnapp áður, en það gerði F. F. Howell
1891. Þvi næst ekið að Rótarfjallshnúk (1848 m)
og gengið á liann. Utsýni þaðan stórkostlegt
niður skriðjöklana.
Laugard. 10/o- Um morguninn var vestan-
kaldi, svartaþoka og hiti -4- 0.5. Ising svo mikil,
að loftnetsstöng brotnaði. Allan daginn dimm-
viðri og mugga. Ofært flugvélum. Beðið eftir
varahlutum.
Sunnud. 11/o- Veður batnandi. Gengið á
2044-metra linúkinn í skafbyl en kollheiðu. Kl.
16,30 fóru þeir Árni Kjartansson, Magnús
Eyjólfsson og Árni Edwins af stað til Fagurhóls-
mýrar til að sækja varahluti, ef þeim yrði skilað
Jiangað. Kl. 19,30 kom flugvél yfir og kastaði
út bögglum í fallhlíf. Bárust fallhlífarnar undan
vindi og hurfu út í kófið og myrkrið austur og
ofan jökul. Við eltum og náðum smádóti, sem
hafði losnað frá, en ekki fallhlífinni og vara-
hlutunum. Komum aftur í tjaldstað kl. 22,30,
Jireyttir og leiðir yfir Jiessu óhappi.
Mánud. 12/9. Veður bjart með 10 st. frosti.
Kl. 05,50 fórum við á R. 345 (Gusa) í stefnu á
Vatnafjöll til að leita að dótinu. Fundum það
41