Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 43

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 43
Vatnajökulsför í sept. 1955 Vorið 1955 var hafin nákvæm þríhyrningamæl- ing á Islandi, þ. e. hornamæling milli sýnilegra merkja á mörgum helztu fjöllum landsins. M. a. þurfti að setja mælingamerki á Vatnajökul, en þar skyldu mælingastaðir vera á Kverkfjiillum, Hvannadalshnúk, Þórðarhyrnu og Grímsfjalli. A Kverkfjöll hafði merki verið sett í júní og einnig á Grímsfjall, én síðar sást úr flugvél, að það var fallið. Vegna óhagstæðrar veðráttu gengu mælingarn- ai stirðlega, og kom röðin ekki að Vatnajökli fyrr en í lok ágústmánaðar. Þurfti þá að setja þar merki og flytja mælingamenn til starfa. Seint í ágústmánuði fór Agúst Böðvarsson, f. h. Landmælinga íslands, þess á leit við Guð- mund Jónasson, að hann gerði ferð á Vatnajök- ul með snjóbíl sinn til þess að mælingum þar yrði lokið. Varð það úr, að Guðmundur hét íörinni, þótt liðið væri á sumar, allra veðra von og hætt við torfærum á jöklinum. Lagði Guðmundur upp frá Reykjavík 2. sept., kl. 10 f. li., við sjötta mann. — Voru þeir þessir auk Guðmundar: Árni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson, Árni Edwins, Halldór Eyjólfsson og J. W. K. Ekholm, danskur mælingamaður. Auk snjóbíls Guðmundar R. 345 lánaði Jöklarann- sóknafélagið vísil sinn, Jökul I, í förina, og ók Halldór Eyjólfsson honum. Var báðum snjó- bílunum ekið á sterkum flutningabílum eins og leið liggur inn í Tungnaárbotna. Var kom- ið þangað kl. 21 um kvöldið og snjóbílar þegar búnir til ferðar, en síðan gist í Jökulheimum. Laugard. 3/o- Lagt upp kl. 8 að morgni í dumbungsveðri. Fannst þá mögnuð brennisteíns- fýla í grennd við skálann. Gekk ferðin greið- lega upp jökulinn. Kl. 16,30 var tjaldað í þoku og snjómuggu um 6 km norður af Þórðarhyrnu. Siinnud. 4/9. Snjókoma og þoka allan dag- inn. Legið um kyrrt. Mánnd. b/9. Dágott veður. Allir á fætur kl. 06,40. Þrír menn fóru á skíðum að Þórðarhyrnu, en sáu lítið vegna snjómuggu. Kl. 16 rofaði til og var þá farið á R. 345 upp á Þórðarhyrnu, en ekki tókst að koma upp mælingamerki vegna roks og snjókomu. í tjaldstað aftur kl. 20. Var þá skollin á N-hríð með 5 st. frosti. Þriðjud. G/t>. Hægviðri og nokkurt skyggni um morguninn, en gekk síðan á með skúra og krapaéljum af vestri. Merki sett á Þórðarhyrnu. Lokið kl. 16. Miðvikud. 7/9. Á fætur kl. 04,30. Skyggni slæmt en rofaði til sólar. Tjöld grafin úr fönn og haldið af stað í flýti. Kl. 10 var komið á Grímsfjall, og var þá biluð vatndæla á víslin- um. Merki var reist á Grímsfjalli, en lialdið þaðan eftir stutta viðdvöl til Oræfajökuls í góðu skyggni og færi. Við Hvannadalshnúk kl. 17,30. Gengið á hnúkinn og sett merki. Síðan ekið suður að Hnöppum og tjaldað þar um miðnætti í vestanblæstri og nokkurri rigningu. Fimmtud. 8/o- Rigning með SA-stormi. Allt á floti í tjöldunum. Um kvöldið rofaði dálítið til. Föstud. ð/9. Um morguninn gekk á með krapaéljum af austri. Hiti + 1 st. Gott sam- bancl við Hornafjörð. Beðið um vatnsdælu i vísilinn með flugvél. Flugvellir lokaðir á Fagur- hólsmýri og Hornafirði. Kl. 16 tók að birta og gerði sólskin á jöklinum, en þoka hélzt hið neðra. Um kl. 18 kom flugvél yfir, en sá ekki bæki- stöðvarnar. Undir kvöldið ekið á R. 345 að Hnappnum (1851 m), gengið á hann og merki sett upp. Líklega hefur aðeins einu sinni verið gengið á Hnapp áður, en það gerði F. F. Howell 1891. Þvi næst ekið að Rótarfjallshnúk (1848 m) og gengið á liann. Utsýni þaðan stórkostlegt niður skriðjöklana. Laugard. 10/o- Um morguninn var vestan- kaldi, svartaþoka og hiti -4- 0.5. Ising svo mikil, að loftnetsstöng brotnaði. Allan daginn dimm- viðri og mugga. Ofært flugvélum. Beðið eftir varahlutum. Sunnud. 11/o- Veður batnandi. Gengið á 2044-metra linúkinn í skafbyl en kollheiðu. Kl. 16,30 fóru þeir Árni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson og Árni Edwins af stað til Fagurhóls- mýrar til að sækja varahluti, ef þeim yrði skilað Jiangað. Kl. 19,30 kom flugvél yfir og kastaði út bögglum í fallhlíf. Bárust fallhlífarnar undan vindi og hurfu út í kófið og myrkrið austur og ofan jökul. Við eltum og náðum smádóti, sem hafði losnað frá, en ekki fallhlífinni og vara- hlutunum. Komum aftur í tjaldstað kl. 22,30, Jireyttir og leiðir yfir Jiessu óhappi. Mánud. 12/9. Veður bjart með 10 st. frosti. Kl. 05,50 fórum við á R. 345 (Gusa) í stefnu á Vatnafjöll til að leita að dótinu. Fundum það 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.