Jökull


Jökull - 01.12.1955, Side 44

Jökull - 01.12.1955, Side 44
eftir fjögurra klst. leit í 30 m djúpri sprungu. Eftir nokkra töf komumst við niður í hana þar, sem nýsnævi hafði fyllt hana að mestu, og náðunr við öllu dótinu. Tók þetta tvær klst. Var nú haldið sem hraðast til mælinga norður á Hvannadalshnúk og komið þangað kl. 11,30. Skyggni gott, en mjög kalt. Tókst þó að gera mælingar með því að hlaða snjóbyrgi kringum mælitækin. Kl. 14,50 fór G. J. til rnóts við þá félaga, sem voru á leið frá Fagurhólsmýri, og mætti þeim milli Hnapps og Rótarfjallshnúks. Hafði för þeirra verið erfið og hættueg ofan jökulinn. — Síðan sótti hann Ekholm og Halldór að Hvanna- dalshtiúk kl. 18,00. Því næst var búizt til brottferðar sem liraðast, en mikið verk að grafa tjöldin upp úr fönninni. Ekki var glæsilegt að aka norður af jökulhryggn- um í myrkrinu, því að ærið er hann mjór og sprungið og bratt á báðar hendur. Allt fór þetta þó vel! og var tjaldað til næturinnar í Hermannaskarði. Þriðjud. i3/9. Gott veður. Af stað kl. 09,20 í stefnu á Grímsfjall. Unr 11-leytið hvessti og gerði skafbyl. Mælt á Grímsfjalli kl. 14, og þurfti enn að endurreisa merkið þar og hlaða að því snjó til stuðnings. Þaðan var ekið beint á Þórð- arhyrnu, og tókst að ljúka þar mælingu, enda skyggni gott. Gerðu þeir félagar sér snjóhús og leið ágætlega um nóttina. Miðvikud. 14/o. Glampandi bjart veður og víðsýni mikið. Ágúst Böðvarsson hafði sent skeyti þess efnis, að fara næst til Kverkfjalla, en það töldu þeir sér ekki fært. Ekki tókst að ná radíósanrbandi við flugvélina TF-BVB, sem flaug yfir jökulinn þennan dag og var Ágúst með henni. G. J. sendi lronunr því skeyti, að hann mundi halda heimleiðis. Frá Þórðarhyrnu var lagt upp kl. 14,20 í stefnu á Pálsfjall. Sigdældin norðaustan fjallsins var mjög sprunginn, og mikil lækkurr hafði orðið á jöklinum við fjallið síðan 11. júní um vorið, er Grímsvatnaleiðangurinn gisti þar. Einnig heyrð- ist nú vatnaniður mikill undir jöklinum vestan við fjallið. Þetta kvöld ritar G. J. í dagbók sína: „Um miðnætti vorum við komnir neðarlega á skriðjökulinn. Tveir menn fóru á undan í bandi, en á eftir þeinr komu bílarnir, einnig með ör- yggisband á milli sín. Hér verður að fara var- lega, því að allt er karsprungið og flestar sprung- urnar lokaðar af nýjunr snjó. Annað slagið hvarf Magnús líka, en var jafnharðan dreginn upp, og allt gekk þetta sysalaust. Fimmtud. 1B/9. Kl. 2 í nótt komunr við heim að Jökulheimum, þreyttir, en ánægðir með ferð- ina og árangur hennar. Kl. 08,30 dreif ég mig á fætur eftir góða hvíld í skálanum og náði radió- sambandi við Oskar Helgason í Hornafirði, en hann hafði verið hjálparhella okkar og sannur bjargvættur í þessari ferð sem öðrum Vatna- jökulsferðum. Héldum við kyrru fyrir til kvölds, en þá komu bílar að sækja okkur. Var þá drifið í að setja beltabílana á trukkana og allt tilbúið kl. 22,00. Gisturn enn í Jökulheimum og áttum góða vist eftir útileguna." Föstudag 16. sept. Dálítið frost en bjart veð- ur og gott. Af stað kl. 09 og ekið greiðlega. Kl. 11 var komið að Tungnaá en kl. 16 að Rauða- læk. Þar á Halldór Eyjólfsson heima, og tók hann vísilinn að sér til viðgerðar. Til Reykja- víkur var komið kl. 19 eftir aðeins 10 stunda íerð úr Jökulheimum. Þessa stuttorðu ferðasögu hef ég tekið sam- an eftir dagbók Guðmundar Jónassonar, svo að hún geymdist í Jökli. — Mér var frá upphafi ljóst, að þetta var mikil hættuför, en dugnaður þeirra félaga allra og hin einstaka fararheill Guðmundar Jónassonar fleytti þeim lieilum heim. Jón Eyþórsson. BREIÐÁRLÓN „Yfirborð Breiðárlóns er nú nokkru lægra en í fyrra, enda er jökulhaftið við NV-horn þess alveg brotið niður. Mun lónið nú um 3,5 m lægra en það var, áður en áin breytti um farveg. Hingað til hefur Fjallsá venjulega hlaupið á liverju sumri og Jrá líka valdið umróti í far- veginum. Nú í sumar varð ekki vart við hlaup, svo að það hefur a. m. k. verið lítið eða hæg- fara. I vor var þó hátt í lóninu í Breiðamerkur- fjalli. Hins vegar var það þurrt í haust (sept.).“ Kvískerjum, 30. okt. 1955. Flosi Björnsson. 42

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.