Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 47

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 47
3. mynd. Hlaupið í Múlalivísl SA-af Höfðabrekku. Ljósm.: S. Þórarinsson 25/e kl. 0540 gmt. breiðuna.Á heimleiðinni frá Mælifellsjökli freist- uðum við þess að komast að einhverri niður- stöðu um tölu þessara fugla. Með aðstoð Guð- mundar Jónassonar, sem er manna sjónskarp- astur, voru taldir allir fuglar sem sáust á um 100 m. breiðu belti beggja vegna slóðarinnar á 12 km leið. Voru þeir 21. Af þeirn 12, sem voru skoðanir nánar, voru 3 lóur, 3 lóuþrælar, 1 hrossagaukur, 2 rauðbrystingar og 2 þúfutittling- ar. Flestir voru fuglarnir alllöngu dauðir og rifn- ir, enda kjóar stöðugt á vakki yfir hjarrijökl- inum, en finna mátti og fugla dauða, er lágu °fan á nýlega föllnum snjó. Efalítið munu all- margir fuglar huldir því nýsnævi, er þakti á blettum það svæði er við fórum um. Má gera ráð fyrir, að tala dauðra fugla á hverjunr fer- km hafi verið nokkuð yfir 10 og hefur tala dauðra fugla á hjarnjöklinum því skipt þúsund- um. Hefur þeim að líkindum slegið niður í norð- anhretinu, er gerði eftir krossmessuna og var einna harðast um 20. maí. Aðfaranótt 25. júní fór Sigurður af jöklin- um, kom að Sólheimakoti í morgunsárið og til Reykjavíkur síðar sama dag. Hugðist hann halda til Vestfjarða morguninn eftir. En seint unr kvöldið þennan sama dag auglýsti Jón Rjartansson eftir honum í útvarpi og tjáði hon- um síðan í símtali, að jökulhlaup væri komið í Múlakvísl og Skálm, brotið brýr af báðum og einangrað þannig Álftaverið. Af frásögnum sjón- arvotta, sem nánar verður að vikið í síðari grein, má ráða, að hlaupvatnið hafi komið undan vesturhorni Höfðabrekkujökuls í Rjúpnagili kl. ruml. 20 og náð liámarki í Múlakvísl við brúna fyrir kl. 21, en í Skálm náði það hámarki við brúna um kl. 22,30. Austur þar töldu menn eðlilega að Kötlugos og stórhlaup gæti komið á liverri stundu. Var því þegar brugðið við og gerðar ýmsar ráðstafanir til björgunar og að- stoðar í Álfaveri og víðar ef með þyrfti. Bílar frá flugbjörgunarsveitinni voru sendir af stað austur. Kl. 3,30 um nóttina var Gljáfaxa Flug- félags Islands flogið til Skógasands og voru þar í för, m. a. Orn O. Johnson forstjóri, Jóhannes Snorrason flugstjóri, Björn Jónsson flugumferða- stjóri, Sigurður Þórarinsson og tveir menn frá Landssímanum, er setja skyldu upp talstöð í Álftaverinu. Til Skógasands var einnig send helikoptervél frá Keflavík og með henni héldu áfrarn austur í Álftaver þeir Björn, Sigurður og símamennirnir tveir. Til Herjólfsstaða var komið kl. um 5,30, dvalið þar í klukkutíma og talstöðin sett þar upp, en siðan flogið til Vík- ur. Gafst Sigurði gott tækifæri til að athuga hlaupin bæði á austurleið og á leiðinni til baka til Víkur, en þá var flogið upp með Skálm til Höfðabrekkujökuls, vestur með jöklinum og niður með Múlakvísl. Hlaupið í Skálm var þá þorrið að mestu, og hlaup Múlakvíslar mjög rénað, en var þó enn nokkuð, og lagði daun af. Helikopterinn liélt aftur heim, en Sigurður varð eftir í Vík hjá sýslumanni og athugaði síð- ar um daginn vegsumerki við Múlakvíslar- brúna. Kl. 11 næsta dag, mánudaginn 27. júní, lenti Björn Pálsson flugvél sinni á Skógasandi, og voru í för með honum Pálmi Hannesson rektor og Magnús Jóhannsson kvikmyndasmiður. Á 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.