Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 29

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 29
nóttina að Selfossi. Þangað var komið kl. 08,00 en til Reykjavíkur laust fyrir hádegi. Var þar með lokið fjölmennasta og fjölþætt- asta leiðangri, sem gist hefur Vatnajökul. Mælingaleiðangurinn á Vatna- jökli vorið 1955 Eftir Sigurð Þórarinsson Svo sem þegar hefur verið frá greint, var hið vísindalega viðfangsefni leiðangurs þess, er hélt til Vatnajökuls i maílok 1955, einkum það að framkvæma þykktarmælingar á vesturhluta jök- ulsins og á Grímsvatnasvæðinu. Þar að auki var ætlunin að athuga þær breytingar, er orðið hefðu á Grímsvatnasvæðinu eftir Skeiðarárhlaupið í júlí 1954, og grafa gryfjur þar, sem því yrði við komið, til að mæla úrkomuna frá síðasta vetri. Auk þess tóku leiðangursmenn að sér að setja upp mælingarmerki á nokkrum stöðum á jökl- inum fyrir landmælingadeild Vegamálaskrifstof- unnar í sambandi við þær nýju og nákvæmu þrí- hyrningamælingar, er framkvæma átti um sum- arið. Um hádegisbilið þriðjudaginn 31. maí héldum við úr Jökulheimum á jökulinn sjö saman, Ari Brynjólfsson, Guðmundur Jónasson, Ingólfur Isólfsson, Jean Martin, Jón Eyþórsson, Olafur Nielsen og Sigurður Þórarinsson. Jean Martin liafði þykktarmælingarnar með höndum. Hann vann áður að slíkum rannsóknum á Grænlandi sem samverkamaður A. Joset, þess er var mæl- ingamaður Fransk-íslenzka leiðangursins 1951, og reyndist sem hann ágætur mælingamaður og hinn prýðilegasti ferðafélagi, natinn og um- hyggjusamur. Ari Brynjólfsson, sem er eðlisfræð- ingur, var Martin til aðstoðar við þykktarmæl- ingar ásamt Olafi Nielsen, sem keyrði vísil Jökla- félagsins, Jökul I, en aftan í vísilinn var tengdur alumíníumsleði mikill, og hafði Ólafur byggt á hann hús kassalaga með trégrind og masónít- veggjum, og var það vinnustofa Martins. Sat hann þar löngum á ferðalaginu og gætti hinna viðkvæmu mælitækja. Guðmundur stjórnaði 5. mynd. Hefur hún tekizt? — /. Martin skoðar linurit að nýgerðri mœlingu. Ljósm.: S. Þórarinsson. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.