Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1955, Side 29

Jökull - 01.12.1955, Side 29
nóttina að Selfossi. Þangað var komið kl. 08,00 en til Reykjavíkur laust fyrir hádegi. Var þar með lokið fjölmennasta og fjölþætt- asta leiðangri, sem gist hefur Vatnajökul. Mælingaleiðangurinn á Vatna- jökli vorið 1955 Eftir Sigurð Þórarinsson Svo sem þegar hefur verið frá greint, var hið vísindalega viðfangsefni leiðangurs þess, er hélt til Vatnajökuls i maílok 1955, einkum það að framkvæma þykktarmælingar á vesturhluta jök- ulsins og á Grímsvatnasvæðinu. Þar að auki var ætlunin að athuga þær breytingar, er orðið hefðu á Grímsvatnasvæðinu eftir Skeiðarárhlaupið í júlí 1954, og grafa gryfjur þar, sem því yrði við komið, til að mæla úrkomuna frá síðasta vetri. Auk þess tóku leiðangursmenn að sér að setja upp mælingarmerki á nokkrum stöðum á jökl- inum fyrir landmælingadeild Vegamálaskrifstof- unnar í sambandi við þær nýju og nákvæmu þrí- hyrningamælingar, er framkvæma átti um sum- arið. Um hádegisbilið þriðjudaginn 31. maí héldum við úr Jökulheimum á jökulinn sjö saman, Ari Brynjólfsson, Guðmundur Jónasson, Ingólfur Isólfsson, Jean Martin, Jón Eyþórsson, Olafur Nielsen og Sigurður Þórarinsson. Jean Martin liafði þykktarmælingarnar með höndum. Hann vann áður að slíkum rannsóknum á Grænlandi sem samverkamaður A. Joset, þess er var mæl- ingamaður Fransk-íslenzka leiðangursins 1951, og reyndist sem hann ágætur mælingamaður og hinn prýðilegasti ferðafélagi, natinn og um- hyggjusamur. Ari Brynjólfsson, sem er eðlisfræð- ingur, var Martin til aðstoðar við þykktarmæl- ingar ásamt Olafi Nielsen, sem keyrði vísil Jökla- félagsins, Jökul I, en aftan í vísilinn var tengdur alumíníumsleði mikill, og hafði Ólafur byggt á hann hús kassalaga með trégrind og masónít- veggjum, og var það vinnustofa Martins. Sat hann þar löngum á ferðalaginu og gætti hinna viðkvæmu mælitækja. Guðmundur stjórnaði 5. mynd. Hefur hún tekizt? — /. Martin skoðar linurit að nýgerðri mœlingu. Ljósm.: S. Þórarinsson. 27

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.