Jökull


Jökull - 01.12.1955, Side 31

Jökull - 01.12.1955, Side 31
8. mynd. Við Vatnshamar i Grímsvötnum. Jaka- hrúgald hefur setið eftir á föstu, þegar lœkkaði i vatnskvosinni. Ljósm.: S. Þ. mismunandi magni sprengiefnis, og reyndi stundum mjög á þolinmæðina, áður en árangur náðist eða upp var gefizt. Hinn 7. og 8. júní var hvað eftir annað frestað mælingum, vegna þess að mælitækin sýndu jarðskjálftatitring. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík sýndu kipp með upptök í Grímsvatnalægðinni kl. 7,32 þ. 7. júní. Auk þykktarmælinganna var Grimsvatna- svæðið kannað eftir föngum og verður, með hjálp flugmynda þeirra, er Agúst Böðvarsson tók af svæðinu síðastliðið haust, og mynda þeirra, er ég tók úr flugvél 27. ágúst og 7. sept. í sumar, hægt að teikna allnákvæmt kort af þessu merkilega svæði. Hinn 6. júní settum við upp landmælinga- merki á Svíahnúk eystri. Sama dag skoðaði ég, ásamt skálafólkinu, er komið hafði til bæki- stöðva okkar þá um morguninn, gufuhver all- mikinn, sem myndazt hafði eftir hlaupið í fyrra norður af norðvesturkrika Grímsvatna- sléttunnar. Reyndist torvelt að komast að hon- um, þótt við værum tryggð með vað, og tókst ekki að komast alveg á barm hversins, er kraum- aði niðri í hyldjúpri jökulgjá. Nokkrar snjó- gryfjur voru grafnar á Grímsvatnasvæðinu, flest- ar þó aðeins niður á auðkennilegt brúnleitt lag á 1.5—2 m dýpi. Við tjaldbúðina var vetrarlagið rúmlega 4 m þykkt. Hinn 10. júní héldum við úr Grímsvötnum og höfðum samflot með skálafólkinu upp á Háu- bungu. Guðmundur, Jón og Ingólfur héldu áfram með því til Pálsfjalls, en við fjórir, sem eftir urðum, mældum jökulþykktina á Háu- hungu, komum til Pálsfjalls um miðnættið og tókum þar þátt í dýrlegum afmælisfagnaði Guð- rnundur Jónassonar. Síðla næsta dag héldum við fjórir svo með vísil og mælingasleða frá Pálsfjalli í hánorður, þar til er við komum á slóð okkar til Grímsvatna um 5 km NA af fyrsta tjaldstaðnum á jöklinum og hugðumst mæla þar um kvöldið, en vegna lítils háttar bilunar á mæli- tækum varð að fresta þeirri mælingu til hádegis næsta dag, 12. júní. Þar var gryfja grafin og síð- an haldið heim á leið í hríðarmuggu. Þennan dag og næsta mældum við jökulþykktina á fjórum stöðum á beinni línu milli fyrsta tjald- staðar og jökuljaðars í Tungnaárbotnum, og var neðsti mælingarstaðurinn í um 1000 m hæð eða urn 350 m yfir jiikuljaðri. Reyndist miklu auðveldara og fljótlegra að mæla á þessum slóð- um en á Grímsvatnasvæðinu, og sýndi það, að ekki var það tækjunum eða tækninni að kenna, liversu torvelt var að mæla þar. Niður á jökul- jaðarinn komum við um miðaftan hinn 13. júní eftir hálfsmánaðar dvöl á jökli. Félagar okkar komu þar til móts við okkur og uppi á hraunjaðrinum handan Tungnaár blasti við liinn nýreisti Jökulheima skáli. Þótt ferð okkar hefði ekki verið nein svaðilför, var nota- legt til þess að hugsa, að eiga vísa rúmvist næstu nótt í góðum skála. Hvað munu þeir þá ekki mega hugsa, er koma þarna ofan af jökli á erfiðari tímum árs? Mikið mega þeir, er hyggjast vinna að rannsóknum á Vatnajökli næstu árin, vera þakklátir þeim, sem af frábærum dugnaði og framtakssemi hafa komið þarna upp þessum vandaða skála. Þessi Vatnajökulsferð var að öllu samanlögðu ein sú ánægjulegasta, sem ég hef tekið þátt í. Bar þar margt til, afbragðs veður, góður útbúnaður, fyrirtaks fæði, (þurrmatur frá A.B. Vato í Halmstad) og síðast en ekki sízt ágætir ferða- félagar. Þeim vil ég að lokum flytja mínar inni- legustu þakkir. §j||g 9. mynd. Visill og sleði á leið ofan Tungnaár- jökul. Kerlingar i baksýn. Ljósm.: S. Þ. 29

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.