Jökull


Jökull - 01.12.1955, Side 35

Jökull - 01.12.1955, Side 35
7. myncl. Þversnið Skeiðarár undan Skaftafelli. Cross-section of Skeiðará west of Skaftafell. Aðalmagn iilaupvatnsins kom fram um upp- tök Skeiðarár við Jökulfell, merkt nr. 1 á yfir- litsmyndinni, og var rennslið þar 5400 rrfifs, þeg- ar hlaupið var í algleymingi, liinn 18. júlí. Hinn 15. júlí tók læna að renna fram á sandinn frá útföllunum nr. 2 og 3 og óx afarhægt, en þó jafnt og þétt, og var orðin um 300 m3/s að sól- arhring liðnum, en fór þá fyrst að vaxa svo um munaði og brjóta lítils háttar af jöklinum. Ragnar bóndi í Skaftafelli kallaði þetta jökul- fall „ytra vatnið". Flutti það fram 1800 m3/s, þegar mest var. Dagana 14. og 15. tók einnig að færast vöxt- ur í Sandgígjukvísl, en ekki munaði verulega um hana fyrr en 17.—18. Samkvæmt athugunum Sig. Þórarinssonar myndaðist 9. og 10. útfallið (sbr. kortið) síðast, 9. útfallið þ. 17. og 10. út- fallið þ. 18. júlí, er hlaupið náði hámarki. Helzt lítur því út fyrir, að hlaupið hafi smám 8. mynd. Við lónið í Morsárdal. The flooded Morsár valley. Photo.: Stefán Nikulásson. saman þrengt sér lengra og lengra vestur undir jökulinn, og ef um stærra hlaup liefði verið að ræða, má gera ráð fyrir, að það hefði brotizt fram í Súlu vestur. Eftir flóðförum að dæma, reiknaðist mér til, að Sandgígjukvíslin hefði flutt fram í hámarki um 3300 m3/s, þ. e. a. s. hlaupið alls í hámarki (18. júlí) Q = 10500 m»/s. Heúdarvatnsmagn, sem fram rann í hlaupinu nam um 5,5 teningskílómetrum (kms). Mælingar sem þessar verða aldrei gerðar með fyllstu nákvæmni og reikna verður með skekkj- um allt að ± 20%. Skeiðará var óvenju vatnsmikil, það sem eftir var sumars, og dökk á lit, og er ekki ólíklegt, að einhverjar dreggjar af hlaupvatni hafi verið að síga fram þann tíma. Mun því heildarmagn hlaupsins fremur liggja yfir 3,5 km3 en undir. Þá er loks að geta um framburð hlaupsins. Það braut lítið úr jöklinum miðað við fyrri stórhlaup. Strjála jaka, 6—10 m á hvern veg, bar frarn á sandinn næst jöklinum og smærra hröngl niður hjá Skaftafelli. Útfallshvelfing Skeiðarár víkkaði nokkuð. Síðustu daga hlaups- ins bar mjög á straumdrýlum. Lýsing Þorbergs Þórðarsonar í „Vatnadeginum mikla“ gefur góða hugmynd um þetta fyrirbæri, en hann líkir því við úlfaldalestir á ferð, og er þó öllu meiri snúður á þessum fararskjótum. Fyrirbæri þetta er annars ekki að fullu skýrt og bíður frekari rannsókna. Vatnshitinn við útfallshvelfinguna mældist 0,05 °C, en 1,1° undan Skaftafelli. Vatns- sýnisliorn voru tekin daglega og fara hér á eftir helztu niðurstöður rannsókna, er á þeim voru gerðar af Atvinnudeilcl Háskólans. 33

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.