Jökull


Jökull - 01.12.1955, Síða 40

Jökull - 01.12.1955, Síða 40
2. mynd. Ketilsigið NV. af Gríms- vötnum, séð til SV. The ice cauldron NW of Grímsvötn. View towards SW. Ljósm.: S. Þórarinsson, 7. sept. 1955. ist vera í suðausturhorni jökuls þess, er geng- ur fram á sand rétt austan við Fögrufjöll (sbr. 1. mynd). Hafði hlaupið brotið dálítið úr jökulröndinni og borið fram allstóra jaka, en var nú sýnilega í rénun. Ekkert hlaupvatn hafði runnið fram í Langasjó. Jökull sá, er hlaupið kom undan ,var nú mjög sléttur og jaðar hans þunnur; sama var að segja urn Skaftárjökulinn, en þegar Sigurður Þór- arinsson flaug þarna yfir 24. febr. 1946 ásamt Steinþóri Sigurðssyni og fleirum voru báðir þessir jöklar, og þó einkum Skaftárjökullinn, ferlega sprungnir alveg norður undir ltjarn- mörk og framjaðrar þeirra þverbrattir og háir. Var auðsætt, að þessir jöklar höfðu skriðið skyndilega fram, og áætluðu þeir Steinþór og Sigurður út frá samanburði við eldri myndir, að Skaftárjökull hefði hlaupið fram a. m. k. hálfan kílómetra. Samkvæmt upplýsingum Pálma Hannessonar, sem flaug yfir vesturhluta Vatna- jökuls 22. og 26. sept. 1945, voru þessir jöklar þá þegar hlaupnir fram og sömuleiðis Tungna- árjökull. Frá útfalli hlaupsins var flogið norður yfir Pálsfjall. Þegar þeir Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Jónasson flugu þar yfir með Birni Pálssyni 27. ág. sást, að um 250 m austur af Pálsfjalli voru tvö ketilsig, hið vestara um 170 m í þvermál, hið eystra um 200 m í þvermál. Hið síðarnefnda var reglulegt hringlaga ketil- sig, alldjúpt. A svipuðum stað var einnig ketil- sig sumarið 1953 (sbr. Jökull, 3. ár, bls. 19), en auðsætt var, að þarna höfðu orðið einhverjar breytingar á nýlega. En þegar flogið var yfir 7. sept. voru þessi sig nákvæmlega eins og 27. ág., og má telja öruggt, að breytingarnar á þeim hafi ekki orðið í sambandi við hlaupin í Skaftá, en hins vegar er mögulegt, að jökla- fýla sú, er fannst í Suðurárbotnum og víðar nyrðra fyrr um sumarið, geti hafa átt upptök í vatni frá þeim sigum. Var nú flogið norður um Grímsvötn. Þegar flugvélin kom yfir Gríms- vatnalægðina norðanverða, blasti við sigdæld, sem reyndist vera, lauslega áætlað, 7—8 km norðvestur af Vatnshamri og nokkurn veginn á línu frá Háubungu til Bárðarbungu. Sigið mátti heita sporöskjulaga í heild, og var stefna lengdaráss sigsins nærri því að vera VNV—ASA. Með því að mæla tímann, sem það tók að fljúga yfir sigið endilangt, reyndist lengd þess milli yztu sprungna um 2,5 km. Mest dýpi sig- dældarinnar mun hafa verið eitthvað yfir 100 m, en varla yfir 150 m. Heildarrúmmál sigs- ins var lauslega áætlað 100 til 200 millj. m3. Ekki verður sagt neitt með vissu um það, hvenær sig þetta tók að myndast, en fullyrða má, að þegar þeir Sigurður og Guðmundur flugu yfir vesturjökulinn hinn 27. ág., þ. e. 5 dögum áður en jöklafýlu varð fyrst vart í Skaftá af þeim, er dvöldust á Sveinstindi, hafi ekki verið farið að síga á þessu svæði, svo að neinu verulegu næmi, því að annars hefðu þeir orðið varir við það. 38

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.