Jökull - 01.12.1955, Síða 47
3. mynd.
Hlaupið í Múlalivísl SA-af
Höfðabrekku.
Ljósm.: S. Þórarinsson
25/e kl. 0540 gmt.
breiðuna.Á heimleiðinni frá Mælifellsjökli freist-
uðum við þess að komast að einhverri niður-
stöðu um tölu þessara fugla. Með aðstoð Guð-
mundar Jónassonar, sem er manna sjónskarp-
astur, voru taldir allir fuglar sem sáust á um 100
m. breiðu belti beggja vegna slóðarinnar á 12
km leið. Voru þeir 21. Af þeirn 12, sem voru
skoðanir nánar, voru 3 lóur, 3 lóuþrælar, 1
hrossagaukur, 2 rauðbrystingar og 2 þúfutittling-
ar. Flestir voru fuglarnir alllöngu dauðir og rifn-
ir, enda kjóar stöðugt á vakki yfir hjarrijökl-
inum, en finna mátti og fugla dauða, er lágu
°fan á nýlega föllnum snjó. Efalítið munu all-
margir fuglar huldir því nýsnævi, er þakti á
blettum það svæði er við fórum um. Má gera
ráð fyrir, að tala dauðra fugla á hverjunr fer-
km hafi verið nokkuð yfir 10 og hefur tala
dauðra fugla á hjarnjöklinum því skipt þúsund-
um. Hefur þeim að líkindum slegið niður í norð-
anhretinu, er gerði eftir krossmessuna og var
einna harðast um 20. maí.
Aðfaranótt 25. júní fór Sigurður af jöklin-
um, kom að Sólheimakoti í morgunsárið og
til Reykjavíkur síðar sama dag. Hugðist hann
halda til Vestfjarða morguninn eftir. En seint
unr kvöldið þennan sama dag auglýsti Jón
Rjartansson eftir honum í útvarpi og tjáði hon-
um síðan í símtali, að jökulhlaup væri komið í
Múlakvísl og Skálm, brotið brýr af báðum og
einangrað þannig Álftaverið. Af frásögnum sjón-
arvotta, sem nánar verður að vikið í síðari grein,
má ráða, að hlaupvatnið hafi komið undan
vesturhorni Höfðabrekkujökuls í Rjúpnagili kl.
ruml. 20 og náð liámarki í Múlakvísl við brúna
fyrir kl. 21, en í Skálm náði það hámarki við
brúna um kl. 22,30. Austur þar töldu menn
eðlilega að Kötlugos og stórhlaup gæti komið
á liverri stundu. Var því þegar brugðið við og
gerðar ýmsar ráðstafanir til björgunar og að-
stoðar í Álfaveri og víðar ef með þyrfti. Bílar
frá flugbjörgunarsveitinni voru sendir af stað
austur. Kl. 3,30 um nóttina var Gljáfaxa Flug-
félags Islands flogið til Skógasands og voru þar
í för, m. a. Orn O. Johnson forstjóri, Jóhannes
Snorrason flugstjóri, Björn Jónsson flugumferða-
stjóri, Sigurður Þórarinsson og tveir menn frá
Landssímanum, er setja skyldu upp talstöð í
Álftaverinu. Til Skógasands var einnig send
helikoptervél frá Keflavík og með henni héldu
áfrarn austur í Álftaver þeir Björn, Sigurður
og símamennirnir tveir. Til Herjólfsstaða var
komið kl. um 5,30, dvalið þar í klukkutíma og
talstöðin sett þar upp, en siðan flogið til Vík-
ur. Gafst Sigurði gott tækifæri til að athuga
hlaupin bæði á austurleið og á leiðinni til baka
til Víkur, en þá var flogið upp með Skálm til
Höfðabrekkujökuls, vestur með jöklinum og
niður með Múlakvísl. Hlaupið í Skálm var þá
þorrið að mestu, og hlaup Múlakvíslar mjög
rénað, en var þó enn nokkuð, og lagði daun af.
Helikopterinn liélt aftur heim, en Sigurður
varð eftir í Vík hjá sýslumanni og athugaði síð-
ar um daginn vegsumerki við Múlakvíslar-
brúna.
Kl. 11 næsta dag, mánudaginn 27. júní, lenti
Björn Pálsson flugvél sinni á Skógasandi, og
voru í för með honum Pálmi Hannesson rektor
og Magnús Jóhannsson kvikmyndasmiður. Á
45