Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1955, Page 45

Jökull - 01.12.1955, Page 45
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON OG SIGURJÓN RIST: Rannsókn á Kötlu og Kötluhlaupi sumariS 1955 BRÁÐABIRGÐA- GREINARGERÐ Þegar Jöklafélag íslands réðist í það að fá hingað vorið 1955 franskan vísindamann með tæki til þykktarmælinga á jöklum var það gert með tvö verkefni fyrir augum. Annað var þykkt- armælingar á Grímsvatnasvæðinu, hitt þykktar- mælingar á Kötlukvosinni. Var liér um skyld verkefni að ræða, því á báðum þessum svæðum eru virkar eldstöðvar undir jökli og mikil jökul- hlaup samfara eldgosunum. Það er nú liðið hátt á fjórða tug ára síðan Katla gaus síðast, en sá hefur verið háttur Kötlu nú um nokkurra alda skeið að gjósa tvis- var liverja öld og liefur annað gosið verið á öðrum eða þriðja tug aldarinnar, en hitt á sjötta eða sjöunda tugnum. Enda þótt engu verði spáð með vissu um næsta gos út frá þessu, verður að teljast næsta líklegt, að Ivötlu- gos sé nú tekið mjög að nálgast. Sumarið 1943 liófu þeir Jón Eyþórsson og Steinþór Sigurðsson rannsóknir á Kötlukvosinni, sem þá mátti lieita með öllu órannsökuð. Fóru þeir, ásamt aðstoðarmönnum, nokkrar ferðir í Kötlukvosina þetta ár og næstu og vísast hér um til ritgerðar Jóns Eyþórssoonar, Um Kötln- gjd og Mýrdalsjökul (Náttúrufræðingurinn, 1945) og ritgerðar, Sólheimajökull (Acta. Nat. Isl. Vol. II- No. 8). Var í ferðum þessum einkum unnið að mælingum ákomu og bráðnunar á Kötlusvæð- mu svo og að landmælingu. Þessar rannsóknir, sem unnar voru við liina erfiðustu skilyrði juku mjög þekkingu okkar á þessu svæði. Sumarið 1949 unnu brezkir stúdentar frá Durham há- 1. mynd. Bœkistöðvarnar á Mýrdalsjökli. Ljósm. S. Þórarinsson 23/r 1955. skóla að rannsóknum á Höfðabrekkujökli und- ir leiðsögn Jóns Eyþórssonar og gerðu nákvæmt kort af jöklinum, sem birt er í áðurnefndri rit- gerð um Sólheimajökul. Það sem nú skorti einkum á urn jrekkingu á Kötlukvosinni var kort af því svæði, nákvæm- ar en það, er Steinþór Sigurðsson liafði gert á sínum tíma, og mælingar á þykkt jökulsins á þessu svæði, mælingar, er e. t. v. gætu gefið svar við tveimur áleitnum spurningum: Hvar safn- ast fyrir allt það vatn, er hleypur fram í Kötlu- hlaupum? Er nokkurt vatn þegar farið að safn- ast fyrir á Kötlusvæðinu? Síðastliðinn vetur bar Jón Ivjartansson sýslu- maður og alþingismaður Skaftfellinga fram á alþingi tillögu um fjárveitingu til rannsóknar á Kötlukvosinni og annarra rannsókna, er orð- ið gætu til þess, að rnenn yrðu einhverju fróðari en áður um líkurnar fyrir Ivötlugosi. Var nokkurt fé veitt til Jjessara rannsókna og stjórn Jökla- félagsins falið að gera áætlanir um framkvæmd- ir þeirra í samráði við Rannsóknaráð rík- isins. Varð Jsað að ráði, að snúa sér fyrst að þykktarmælingunum, með Jjví að vitað var, að hægt yrði að fá mann til þeirra rannsókna á vori komanda, en óvisst, hvort það yrði hægt ári síðar, vegna þess að alþjóða geófýsíska árið fór þá í hönd. Upprunalega var ætlunin að rannsaka Kötlu- 43 t

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.