Jökull


Jökull - 01.12.1957, Síða 41

Jökull - 01.12.1957, Síða 41
GUÐMUNDUR KJARTANSSON: Selta í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi Fram um 1930 var Jökulsá á Breiðamerkur- sandi auravatn, sem hlóð undir sig og rann í breytilegum álum hinn örskamma spöl (um 2 km) frá jökli til sjávar. En upp úr 1933 tók Breiðamerkurjökull að styttast mjög ört við upptök hennar. Kom þá í ljós, að þar var undirlag jökulsins lægra en sandurinn framan við hann, því að lón myndaðist meðfram jökul- sporðinum. Síðan hefur Jökulsá runnið úr þessu lóni, sem hlotið hefur nafnið Jökulsár- lón. Þá varð sú breyting á, að áin komst í fastan farveg, og hefur liún smám saman grafið hann svo djúpt niður í sandinn, að sjávarfalla gætir nú allt upp í lón. Hafði þessa þegar orðið fjöll, svo sem fjöll í jöklinum austan Lamba- tungujökuls, Jökulgilstindar o. fl. Hið næsta bar auðvitað mest á hinum tignar- legu Suðursveitarfjöllum, enn fremur sást Breiðamerkursandur, nokkur hluti Kvíárjökuls, Kvíármýri, Staðarfjall, Bleikafjall, Salthöfði og Ingólfshöfði. Hins vegar byrgði jökulbrúnin fyrir Skeiðarársand að mestu. Ljóst virðist, að Sveinn Pálsson hefur ekki þurft að fara lengra en á þenna hnúk til þess, að lýsing hans á útsýninu og umhverfinu komi alveg heim. Hins vegar má auðvitað vel vera, að hann hafi haldið áfram á hnúkinn næst fyrir ofan, 2044 m. A þann hnúk gengum við 1936. Þaðan munu sjást Geirvörtur bera norðan við Hvannadalshnúk og fleiri fjöll í sömu átt. Einnig sjást Mávabyggðir, og Hrútárjökull sést þaðan enn beur. Miðað við tímann, er jökul- gangan tók, virðist þó fullt eins líklegt, að þeir hafi ekki farið lengra en á lægri hnúkinn, 1927 m. Hér uppi á hnúknum var hitinn aðeins 1° C 1 skugga um kl. 9 f. h., en annars var þó veðrið ágætt og mátulega heitt til göngu, enda strax heitara, er neðar kom. Freistandi hefði verið að halda lengra, en gátum ekki auðveldlega komið því við að þessu sinni og héldum því sömu leið til baka. En sem oftast áður, er geng- ið er á Öræfajökul, var dagur þessi einn þeirra, er ekki hverfa auðveldlega úr minni. vart í stórstraumsflóðum fyrir 1940. Jökulsporð- urinn, sem gengur fram í lónið að norðan og er þar sums staðar á floti í því, hefur sífellt verið að styttast og lónið að stækka að sama skapi. Nú er það vart minna en 5 km2 að flat- armáli, og bræðurnir á Kvískerjum hafa sífellt jökull þekur. Botn lónsins er djúpt undir sjáv- armáli, og bræðurnir á Kvískerjum hafa sífellt fundið í því meira og rneira dýpi við jökul- sporðinn, eftir því sem hann hefur hörfað. — Arið 1951 hafði þar mælzt 35 m dýpi, 1956 fannst 60 m dýpi, 1957, 20. apríl: 77 m, 7. júlí: 90 m og loks 1958, 2. janúar: 110 m. Mæling- arnar eru því miður ekki nákvæmlega stað- settar; til þeirra hluta er illt um vik við breyti- legan, fljótandi jökulsporð og innan um borg- arís, sem byrgir sýn til kennileita á landi. En mesta dýpið, sem mælzt hefur (110 m), er samkvæmt staðsetningu Sigurðar Björnssonar nál. 1500 m litlu norðar en norðvestur frá inn- taksósi Jökulsár og 1100 m frá suðurströnd lónsins, þar sem stytzt er. Vorið 1951 tóku Ivvískerjabræður fyrstir manna eftir því, að saltbragð var að vatninu í Jökulsárlóni. Ætla má, að seltan í lóninu hafi aukizt síðan og fari enn vaxandi, því að bæði mun Jökulsá, sem nú er orðin eins konar ós milli lóns og sjávar, halda áfram að grafa sig niður og enn fremur munu harðna í henni sjávarfallastraumarnir við stækkun lónsins. í apríl 1957 byrjaði Sigurður Björnsson á Kvískerjum að mæla hita og taka sýnishorn til seltumælinga á ýmsu dýpi í Jökulsárlóni. Fékk hann til þess tæki að láni frá Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans, og þar hafa seltumæl- ingarnar síðan verið gerðar í umsjá Unnsteins Stefánssonar. Eg var með Sigurði fyrstu ferðina með þessi tæki út á Jökulsárlón og hef birt greinarkorn um árangurinn af henni í Náttúru- fræðingnum (árg. 1957, bls. 62—67). Þar segir og nokkru meira en hér að framan frá lands- lagsbreytingum þeim, sem orðið hafa við Jök- ulsá á síðustu áratugum. Annars er minn þáttur í rannsókn Jökulsárlóns aðeins milliganga milli Sigurðar á Kvískerjum og Fiskideildar. 39

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.