Jökull


Jökull - 01.12.1957, Page 44

Jökull - 01.12.1957, Page 44
Skálinn á Grimsfjalli í sept. 1957. Photo Magnús Jóhannsson. JÓN EYÞÓRSSON: Vatnajökulsför 1957 Á aðalfundi Jöklarannsóknafélagsins 1957 kcm fram sú hugmynd að reisa skála á Gríms- fjalli í Vatnajökli. Fékk þetta svo góðan byr meðal fundarmanna, að þegar söfnuðust um 8000 kr. til framkvæmda. Ýmsir aðrir hétu að- stoð. Var því hafizt handa, skáli teiknaður, efni keypt og máttarviðir tilsniðnir. Bygginga- nefnd var valin, er réði að mestu gerð skálans og sá um framkvæmdir. I nefndinni voru: Árni Kjartansson verzlunarstjóri, Þórarinn Björnsson fulltrúi, Hörður Hafliðason vélsmiður, Magnús Eyjólfsson pípulagningameistari, Stefán Bjarnason trésmiður. Ákveðið var að klæð,a skálann að utan, þak og veggi, með 12 millimetra þykkum, vatnsheld- um krossviði. Réði plötustærð nokkuð gerð skálans og stærð, en hann er að grunnmáli 5.85x4.65 m = 27m2. Frú Sigríður Árnadóttir gerði skálateikningu. Timburverzlun Árna fónssonar léði athafnasvæði fyrir smíði skála- grindar. Lagt var upp í hinn árlega Vatnajökulsleið- angur Jöklarannsóknafélagsins í dumbungs- veðri og rigningu miðvikudaginn 29. maí kl. 23.23. Var það kvöldið fyrir uppstigningardag. Ætlunarverk leiðangursins var að þessu sinni: 1. Að athuga hækkun á yfirborði Grímsvatna. 2. Að athuga ákomu vetrarins og vatnsgildi hennar á vestanverðum Vatnajökli. 3. Reisa skála á Grímsfjalli. Sex stórbílar (þjarkar) lögðu upp í förina hlaðnir skálaefni, farangri, matvælum og með fjóra snjóbíla á palli: H3 með skálaefni og mat. (Guðm. Jónasson). Bedford FBSI með fólk. (Úlfar Jacobsen). Bedford R 9513 með Jökul I á palli. (Hörður Sigurðsson). Bedford R 3454 með vísil Flugbjörgunar- sveitar, Hreindýr 13, á palli. (Pétur Guð- jónsson). Diamond R 5959 með vísilinn Kraka á palli. (Gunnar Guðmundsson). GMC Ö 362 með Gusa (Bombardier) á palli. (Guðm. Jónsson). 30. mai. Ekið var alla nóttina og komið að Tungnaá kl. 10 að morgni. Var áin djúp, en allt gekk vel. Guðmundur Jónasson kannaði ána að vanda, og hafði hann þá stafinn Gríð- arvöl. Flvergi var snjór til trafala á leiðinni, en færðin þung. Veður þornaði og birti, þegar kom að Tungnaá. Var klukkan orðin 18.15, þegar leiðangurinn kom í Jökulheima. Föstud. 31. mai. Hæg A-átt, hálfskýjað, en 42

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.