Jökull


Jökull - 01.12.1957, Side 48

Jökull - 01.12.1957, Side 48
Mynd 1. Grímsvatna- skálinn, séður frá austri. The hut on Svia- hnúkur eystri. Ljósm. S. Þórarinsson, 16. sept. 1957. tók í þennan myndarlega skála gegnum skaf- renninginn, og gott var að eiga þar athvarf í þessu veðri (1. mynd). Ennþá er skálinn nafn- laus, en mér er næst skapi að nefna hann Grimsstaði á Jökli. Þótti þeim Guðmundi og Magnúsi hafa orðið allmiklar breytingar á um- hverfi skálans vegna bráðnunar síðan snemma í júní. Þá mátti heita nær slétt frá skáladyrum norður á hjarnið. Nú var hjarnlægðin norður af húsinu nærri 3 m lægri en þröskuldur þess. Aðfaranótt 14. septembers fór frostið niður í -í- 13° C og að morgni var hörkuskafrenn- ingur. Við freistuðum þó ferðar niður í Gríms- vötn, en urðum að snúa við áður niður kæmi, því að ekki sá út úr augunum. Slðari hluta dagsins undum við okkur við að kanna íshella þá, er myndast yfir jarðhitasvæðinu skammt vestur af Svíahnúk eystri (2. mynd). Eru sumir þeirra ærið stórir og hinir fegurstu. Kl. 22 var frostið 11° C og fór niður i -t- 12° C aðfaranótt þ. 15. sept., en var 9° C á hádegi þann dag. Enn var þá afleitt skyggni, en við vorum tímabundnir, og því var á ný haldið niður í Grímsvötn. Nú var heppnin með okk- ur. Þegar við vorum að komast niður á Gríms- vatnasléttuna austast, tók að rofa til, svo að grillti í Gríðarhorn, og von bráðar var orðið alheiðskírt og komið það kyrrviðri með glaða- sólskini, sem virðist næsta algengt veður í Grímsvatnakvosinni. Hélzt bjartviðrið síðan þann dag allan og hinn næsta. Yfirborð hjarnsins á sléttunni var víða svo óslétt eftir bráðnun sumarsins, að helzt líktist t'jfnum sjó og illfarandi yfir á skriðbílnum, svo að við skildum hann eftir á miðri sléttunni og gengum þaðan á Depil. Með tveimur flug- hæðarmælum mældum við hæðina eftir sniði sléttuna endilanga til Depils og annað snið frá Depli að Gríðarhorni. Var miðað við hæð- ina á Depli. Miðsvæði Grímsvatnasléttunnar er að heita má marflatt (að undanskildum áður nefndum ójöfnum vegna bráðnunar) á a. m. k. 10 km2 svæði og yfirborðið að meðal- tali um 42 m lægra en varðan á Depli, en frá þessu svæði lækkar til vesturs og suðurs, er nær dregur hömrum þeim, er liggja vestan og sunnan að sléttunni, og vatnsborð sunnan undir Depli var 62 m lægra en varðan. í sömu hæð var botn kvosarinnar norður af Stórkonuþili á Gríðarhorni og virtist vatn þar rétt undir, en í djúpu skálinni norðaustan undir Gríðar- horni, þar sem volgt vatn fannst í Fransk- íslenzka Vatnajökulsleiðangrinum vorið 1951 (Sbr. mynd á bls. 25 i Jökli, 4. ár.), var nú all- stór tjörn, að mestu lögð, en opin vök og vatnið með nokkrum yl við rætur hamarsins. Yfirborð þess var í sömu hæð og við Depil. Virðist því sem vatnsyfirborð sé hið sama með hömrunum allt frá Gríðarhorni til Depils og að vatnsborðið hækki stöðugt, eftir því sem lengra líður frá hlaupi. En Grímsvatnakvosinni í heild virðist helzt vera að líkja við pott, fyllt- 46

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.