Jökull


Jökull - 01.12.1957, Side 49

Jökull - 01.12.1957, Side 49
Mynd 3. Séð suður með Vatnshamri úr suðurhlíð Depils. View from Depill towards south. Vatnshamar to the right. Ljósm. S. Þórarinsson, 15. sept. 1957. an að tveim þriðju af ís, sem hitaður er að neð- an og þó einkum frá hliðunum. Þ. 3 júní 1955 mældist hæðarmunurinn á vörðunni á Depli og sléttunni við rætur lians 114 m og hefur því hækkunin frá 3. júní 1955 til 15. sept. 1957 num- Mynd 2. Ivraki í Grímsvötnum. Gríðarhorn með Stórkonuþili í bakgrunni. In Grimsvötn. Gridarhorn in the background. Ljósm. S. Þórarinsson, 15. sept. 1957. ið 52 m eða rúmlega 6 cm á dag að jafnaði, og er Jrað raunar lágmarkstala, þegar miðað er við hækkun vatnsborðs, því að ekki sást þarna til vatns í júní 1955, en varla hafa þó verið þá margir metrar niður á vatnsborðið við ræt- ur Depils. Ln frá 6. júní 1957 til 15. sept. sama árs hafði vatnsborðið við Depil hækkað um 12 cm á dag að jafnaði. Tímabilið milli þess- ara síðustu mælinga tekur yfir allan Jrann tíma sem ofanbráðnun fer fram þarna uppi, svo að nokkru nemi, og er því eðlilegt, að daglegt rennsli til Grimsvatnakvosarinnar sé meira á þeim tíma ársins en að meðaltali yfir árið í heild. Það getur þó ruglað nokkuð reikning- ana, að Grímsvatnakvosin er eins konar safn- þró fyrir bræðsluvatn af stóru jarðhitasvæði þar norður af. Þar safnast fyrir vatn á ýmsum stöð- um undir jöklinum og tæmast þau vatnshólf af og til, eitt eða fleiri í einu, og getur vatns- borðið í kvosinni því hækkað skyndilega svo nokkru nemi. Enn mun vanta nær 30 m á að vatnsborðið í Grímsvötnum nái sömu hæð og það hafði, þegar Grímsvötn hlupu síðast, í júnílok 1954. Það er því næsta ólíklegt, þótt ekki sé alveg hægt að fortaka það, að hlaup komi úr Gríms- 47

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.