Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 50

Jökull - 01.12.1957, Qupperneq 50
Myncl 4. Pálsfjall úr norðaustri. Pálsfjall from NE. Ljósm. S. Þórarinsson, 15. sept. 1957. vötnum á yfirstandandi ári, og komi hlaup innan tveggja ára, ætti heildarvatnsmagn þess að verða töluvert minna en í síðasta hlaupi. Þetta hvorttveggja þó að því tilskildu, að ekki bætist skyndilega í kvosina mikið vatnsmagn alllangt norðan frá, svo sem gerðist vorið 1938. Hæðarmunurinn á vatnsborðinu í Gríms- vötnum og skarðinu norðaustur af Svíahnúk eystri, þar sem sá hryggur virðist lægstur, mæld- ist mér vera um 120 m. Móbergskollurinn sem stendur upp úr vatninu rétt austur af Vatns- hamri (Sbr. 4. mynd.) náði 15 m yfir vatns- borðið þ. 15. sept. Þessi kollur var í kafi 1. júlí 1953, rúmu ári fyrir hlaup, en álíka upp úr vatninu og nt'i 28. ágúst 1950 (Sbr. mynd á bls. 8 og 16 í Jökull, 3. ár.). í norðvesturhorni lónsins við Vatnshamar lagði gulu upp af vatninu, er við komum þang- að þ. 15. sept., og mældist hitinn við land 50° C, en í sandinum skammt upp af vatns- borði 88.5° C. Er þetta nokkru norðar en þær kolsýrðu lindir, er við fundum undir Vatnshamri 1. júll 1953, en þær voru nú undir hjarni. Allþykkar skriður af eldfjallaösku eru sums staðar utan í Vatnshamri, sem að mestu cr úr brúnu túffi. Er við gengum suður með Vatnshamri vestan lónsins, velti Guðmundur móbergshnullungi, ekki ýkja stórum, niður hjarnbrekkuna. Brá þá svo við, að hjarnfylla mikil sprakk frá brekkunni neðarlega og féll með miklum dynk niður í vatnið og hófst af stórfelldur öldugangur, svo að ísinn brotnaði upp á allstóru svæði, en við hrósuðum liappi að enginn okkar skyldi hafa staðið þarna neð- ar í brekkunni. Það þótti okkur kynlegt, að af Depli mátti greinilega sjá skriðbílaslóðina frá 6. júní eftir endilangri sléttunni. Sú slóð var einnig greini- leg upp frá sléttunni norður af Gríðarhorni (5. mynd). í náttstað komum við kl. 20,35, og var þá skafheiðríkt yfir jöklinum öllum. Ur skáladyr- um sáust Kverkfjöll eystri og tindur í Kerling- arfjöllum, líklega Snækollur. Úr skáladyrum sást nú vesturhluti Grímsvatnasléttunnar. Kl. 22 skreið skarður máni upp á himinhvolfið og norðurljós bröguðu yfir jöklinum. I sannleika fagurt kvöld eftir dýrlegan dag. Þ. 16. héldum við frá skálanum kl. 9. Var þá blæjalogn og frost 6° C. Við komum snöggv- ast við á Svíahnúk vestri, sem mér virtist geta verið hluti af gígbarmi, og tókum þaðan stefnu á Pálsfjall, en þangað komum við kl. 12,30. Kvosin djúpa rétt austan undir fjallinu var nú þurr. Misgengnu íshamrarnir austan i þeirri kvos hafa mjakazt nokkuð til suðurs síðan vor- ið 1955, og skálin, sem er skammt norðaustur af Pálsfjalli, var nú dýpri en vorið 1956. Frá Pálsfjalli var stefnt á Jökulheima. Svo hlýtt var í sólskininu og logninu, að þeir Magnús og Gunnar stóðu á skíðum sínum naktir að beltis- stað, en ég lá í sólbaði á þaki Kraka. Munu fáir ætla, að þannig sé septemberveður á Vatna- jökli. Kl. 14 komum við á slóð okkar frá 13. sept., en þá skeði það, að Kraki neitaði að ganga lengra. Eftir mikla skoðun kvað Guð- mundur upp úr með Jtað, að kveikjuhausinn væri ónýtur, en enginn til vara í bílnum. Sá ég ekki fram á annað en að okkar biði nætur- gisting á þessum stað, en með einhverjum mér lítt skiljanlegum brögðum tókst þeim þremenn- ingunum að tjasla saman kveikjuhaus, sem dugði. En vegna tafarinnar lentum við í myrkri á skriðjöklinum, og var ferðin niður jökulinn óneitanlega nokkuð glæfraleg. Er við nálguð- umst jökuljaðarinn, komu til móts við okkur nokkrir góðir menn úr hópi þeirra jöklavina, er kenna sig við „13. september“, og dvöldu nú í Jökulheimum. Við jökuljaðarinn festist Kraki í sandbleytu og var langt verk og erfitt að koma honum upp úr, en tókst þó að lokum, og komum við í skálann kl. 2 um nótina. Var 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.