Jökull


Jökull - 01.12.1957, Page 57

Jökull - 01.12.1957, Page 57
V ** * Efst á Bægisárjökli. T. h. sést Depill, mælinga- merki undir Steinsfelli. The uppermost part of Bœgisárjökull covered by a 5—10 cm thick layer of new snow Photo Jón Eyþórsson. V = vallgróinn jökulgarður um 720 m y. s. Frá V að ST 14 (750 m) um 350 m. Frá V að Bi (810 m) um 800 m. Frá V að jökuljaðri 1939 (920 m) um 1300 m. Frá V að jökuljaðri 1957 (945 m) um 1400 m. Frá jökuljaðri 1957 að Depli: Hæðarmunur 305 m, fjarlægð um 1400 m. Lítils háttar snjóföl (5—8 cm) var á jöklin- um,um, og sást því ekki eins greinilega, hvar vetrarsnjór var óleystur, en upp í 1050 m hæð var hreinn ís undir snjófölinu. Við ST 3 í 1055 m hæð var nýsnjór 5 cm og þar undir 10 cm lag af snjó og ís frá síðasta vetri. Við ST 4 í 1110 m hæð var snjólagið alveg eins. í 1120 m hæð var 48 cm grófur vetrarsnjór, en þar undir hjarnborinn ís frá haustinu áður. Við ST 5 í 1135 m hæð var 70 cm vetrarsnjór með 4 cm íslagi og 5 cm nýsnjór. Þar var skilin eftir tréstika, 90 cm í snjó og 120 cm upp úr. í brekkunni neðan við Depil í 1200 m hæð var grófur hjarnsnjór, 7—10 cm, en harður, ekki stórgerður, jökulís undir. Neðan við Depil i ca. 1230 m hæð var 55 cm vetrarsnjór. Nýsnjór 7-10 cm. I skarðinu vestan Steinsfells var 90 cm vetrar- snjór. Þar undir harður, óhreinn ís. Stöng skilin eftir 90 cm upp úr. Snjósöðull í Skarði 150 m breiður milli Steinsfells og Snorragnúps. Fjarlægð frá Depli að stöng 257 m. Á skarðinu milli Steinsfells og Tröllatinds var hlaðin varða og sett í jökulmerki (4). Fjarlægð frá Depli 180 m, en horn frá mælingastefnu 83° 50'. Frá vörðu að jökli 10 m og hæðarmunur 6 m frá topp á merki. Þversnið um ST 3 frá klettanefi austan dal- botns. Hornmerki tréstöng (A) í vörðu. Mælt frá flötum, gulmáluðum steini vestan undir henni í 1110.9 m hæð. Um 30 m austan við A var vetrarsnjór 100 cm þykkur. Miðja vegu milli A og ST 8, í 1075 m hæð, var vetrarsnjór 50 cm. Vestan dalbotns er tréstöng (V) í 120 cm hárri vörðu, 9 m frá snjóbrún. Mælt frá gul- máluðum, flötum steini við snjójaðar 1177,6 m. Um 300 m vestur af ST 3 er slakki nokkur í jökulinn og var þar um 40 cm vetrarsnjór. Þá dregur í allbratta ísbungu með miklu grjót- rusli undir Jökulborg. Þar á meðal óvenjulega stórt Grettistak eitt. Við vesturrönd jökuls var um 350 m breitt snjóbelti, en þykkt snjólags ekki könnuð. Mér taldist svo til, að vetrarsnjór væri enn óleystur á h. u. b. y3 hluta jökuls og þykkt að meðaltali ekki yf'ir 50 cm. Samkvæmt því var hlutfallið ákomusvæði : afnámssvæði = 1:2. Hlýtur það að tákna mikla rýrnun á jöklinum í heild. Með því að endurtaka mælingar á yfirborði jökulsins milli hinna föstu merkja á nokkurra ára fresti, ætti að fást öruggur mælikvarði á afkomu hans, „tapi eða gróða“. Þess skal getið, að nöfnin Tröllatindur, Steinsfell, Snorragniipur og Jökulborg eru ný- nefni okkar Sigurjóns Rist og hafa ekki verið staðfest sem örnefni. Það er jafnan umhent að lýsa landslagi án kennileita. Grettistak á Bægisárjökli undir Jökulborg. A big erratic block beloiu the mountain Jökul- borg. Photo S. Rist. 55

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.